Góð tilfinning að hitta alla þessa flinku kokka Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. maí 2017 09:45 Ylfa hefur nóg að gera, bæði á eigin veitingastað og með kokkalandsliðinu. Vísir/GVA Mestu máli skiptir að hafa brennandi áhuga á matreiðslu, gott auga fyrir fínum mat og vilja til að verja 90 prósentum af frítímanum sínum í undirbúning,“ segir Ylfa Helgadóttir, nýráðinn þjálfari kokkalandsliðsins, um æskilega hæfileika liðsmanna. Hún kveðst njóta þess að hafa góðan meðþjálfara og greiðan aðgang að þeim sem stýrt hafi liðinu áður. Ylfa er yfirmatreiðslumaður á Kopar og einn af eigendum. Hún hefur verið í landsliði kokka frá 2013 og áður í ungliðahreyfingu þeirra, meðal annars formaður um tíma. Tólf eru í liðinu hverju sinni, það er orðið fullskipað. Kynjaskiptingin er svipuð og í kokkabransanum, karlmenn í miklum meirihluta, að sögn Ylfu. Heimsmeistaramótin eru haldin annað hvert ár og undirbúningstímabilið stendur í eitt og hálft ár, þar sem fyrstu mánuðirnir fara í hugmyndavinnu. Næsta keppni verður í nóvember 2018 í Lúxemborg. „Keppnin skiptist í tvo hluta,“ lýsir Ylfa. „Annars vegar kalt borð þar sem maturinn er allur hlaupborinn svo hann líti vel út. Það atriði er tekið sérstaklega til dóms og krefst æfingar. Hinn hlutinn er aðeins hefðbundnari. Þar líkjum við eftir veitingastað þar sem 100 manns koma í þriggja rétta máltíð. Við skiptumst á að vinna í kalda borðinu og heita. Þetta er mikið fyrirtæki og krefst góðs skipulags en margar hendur vinna létt verk.“ Ylfa var tekin í kokkalandsliðið fyrir fjórum árum á sama tíma og hún var að opna Kopar við Reykjavíkurhöfn. „Ég óttaðist að eiga eftir að staðna í starfi og því var tilhugsunin um að hitta alla þessu flinku kokka einu sinni til tvisvar í mánuði góð, fyrir utan að kynnast öðrum í sama bransa erlendis,“ segir hún og leggur áherslu á ómetanlegan vinskap og tengsl sem fylgi því að vera í liðinu þó um krefjandi sjálfboðastarf sé að ræða. „Matreiðslan er þungur bransi með mikilli vinnu og maður nær ekki að stunda mikið félagslíf almennt, en í liðinu hef ég tengst fólki með sama áhugasvið.“ Kokkalandsliðið Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Fleiri fréttir Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Sjá meira
Mestu máli skiptir að hafa brennandi áhuga á matreiðslu, gott auga fyrir fínum mat og vilja til að verja 90 prósentum af frítímanum sínum í undirbúning,“ segir Ylfa Helgadóttir, nýráðinn þjálfari kokkalandsliðsins, um æskilega hæfileika liðsmanna. Hún kveðst njóta þess að hafa góðan meðþjálfara og greiðan aðgang að þeim sem stýrt hafi liðinu áður. Ylfa er yfirmatreiðslumaður á Kopar og einn af eigendum. Hún hefur verið í landsliði kokka frá 2013 og áður í ungliðahreyfingu þeirra, meðal annars formaður um tíma. Tólf eru í liðinu hverju sinni, það er orðið fullskipað. Kynjaskiptingin er svipuð og í kokkabransanum, karlmenn í miklum meirihluta, að sögn Ylfu. Heimsmeistaramótin eru haldin annað hvert ár og undirbúningstímabilið stendur í eitt og hálft ár, þar sem fyrstu mánuðirnir fara í hugmyndavinnu. Næsta keppni verður í nóvember 2018 í Lúxemborg. „Keppnin skiptist í tvo hluta,“ lýsir Ylfa. „Annars vegar kalt borð þar sem maturinn er allur hlaupborinn svo hann líti vel út. Það atriði er tekið sérstaklega til dóms og krefst æfingar. Hinn hlutinn er aðeins hefðbundnari. Þar líkjum við eftir veitingastað þar sem 100 manns koma í þriggja rétta máltíð. Við skiptumst á að vinna í kalda borðinu og heita. Þetta er mikið fyrirtæki og krefst góðs skipulags en margar hendur vinna létt verk.“ Ylfa var tekin í kokkalandsliðið fyrir fjórum árum á sama tíma og hún var að opna Kopar við Reykjavíkurhöfn. „Ég óttaðist að eiga eftir að staðna í starfi og því var tilhugsunin um að hitta alla þessu flinku kokka einu sinni til tvisvar í mánuði góð, fyrir utan að kynnast öðrum í sama bransa erlendis,“ segir hún og leggur áherslu á ómetanlegan vinskap og tengsl sem fylgi því að vera í liðinu þó um krefjandi sjálfboðastarf sé að ræða. „Matreiðslan er þungur bransi með mikilli vinnu og maður nær ekki að stunda mikið félagslíf almennt, en í liðinu hef ég tengst fólki með sama áhugasvið.“
Kokkalandsliðið Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Fleiri fréttir Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Sjá meira