Hækkunin nemur 56 milljörðum Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. maí 2017 07:00 Óljóst er hvort launahækkanirnar komi til með að hafa áhrif á verðlag. vísir/vilhelm Laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu um 4,5% þann 1. maí samkvæmt kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtaka Alþýðusambands Íslands. Samtök atvinnulífsins telja að heildarlaunagreiðslur fyrirtækja á almennum markaði á árinu 2016 hafi numið 930 milljörðum króna og gera því ráð fyrir að hækkunin nemi 42 milljörðum króna, en um 56 milljörðum króna þegar mótframlag vinnuveitenda í lífeyrissjóð er tekið með í reikninginn.Ari Skúlason, hagfræðingur í hagfræðideild LandsbankansAri Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir erfitt að spá fyrir um áhrif hækkunarinnar á verðlag. „Þetta samhengi sem við þekktum að þjónusta og verð á vörum hækkaði daginn eftir launahækkun er bara ekki fyrir hendi,“ segir hann. Til útskýringa segir hann að við síðustu kjarasamninga, árið 2015, hafi verið gert ráð fyrir að launahækkunin færi beint inn í verðlagið. „En það gerðist ekki og síðan erum við búin að vera í hagkerfi sem er allt, allt öðruvísi en við höfum þekkt áður, út af gengisstyrkingunni. Það virðist vera að fyrirtækin hafi að jafnaði getað tekið launahækkanirnar síðustu tvö árin án þess að nokkuð gerðist,“ segir hann. Í aðdraganda síðustu kjarasamninga voru höfð uppi hörð varnaðarorð um áhrif kjarasamninga á verðbólguþróun. „Líkur á hagstæðu samspili lítillar innfluttrar verðbólgu og hóflegra kjarasamninga virðast nú hverfandi, enda hafa verðbólguvæntingar hækkað frá síðustu spá eftir að hafa lækkað í markmið í upphafi árs. Samkvæmt grunnspá bankans fer verðbólga yfir markmið strax í upphafi næsta árs og líklegra er að verðbólga verði meiri en spáð er en að hún verði minni,“ sagði í yfirlýsingu peningastefnunefndar hinn 15. maí 2015. Var gert ráð fyrir að verðbólga yrði ríflega 3 prósent frá miðju ári 2016 fram á fyrsta fjórðung árið 2018. Í yfirlýsingu nefndarinnar hinn 10. júní 2015, þegar búið var að skrifa undir kjarasamninga, kom síðan fram að verðbólguhorfur hefðu versnað verulega, enda hafi verið samið um mun meiri launahækkanir en gert hafði verið ráð fyrir í spá bankans. Allt frá því þetta var skrifað hefur tólf mánaða verðbólga ekki náð verðbólgumarkmiði Seðlabankans, sem er 2,5 prósent. Samkvæmt mælingum Hagstofunnar fór hún hæst upp í 2,2 prósent í ágúst 2015 og september 2016. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu um 4,5% þann 1. maí samkvæmt kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtaka Alþýðusambands Íslands. Samtök atvinnulífsins telja að heildarlaunagreiðslur fyrirtækja á almennum markaði á árinu 2016 hafi numið 930 milljörðum króna og gera því ráð fyrir að hækkunin nemi 42 milljörðum króna, en um 56 milljörðum króna þegar mótframlag vinnuveitenda í lífeyrissjóð er tekið með í reikninginn.Ari Skúlason, hagfræðingur í hagfræðideild LandsbankansAri Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir erfitt að spá fyrir um áhrif hækkunarinnar á verðlag. „Þetta samhengi sem við þekktum að þjónusta og verð á vörum hækkaði daginn eftir launahækkun er bara ekki fyrir hendi,“ segir hann. Til útskýringa segir hann að við síðustu kjarasamninga, árið 2015, hafi verið gert ráð fyrir að launahækkunin færi beint inn í verðlagið. „En það gerðist ekki og síðan erum við búin að vera í hagkerfi sem er allt, allt öðruvísi en við höfum þekkt áður, út af gengisstyrkingunni. Það virðist vera að fyrirtækin hafi að jafnaði getað tekið launahækkanirnar síðustu tvö árin án þess að nokkuð gerðist,“ segir hann. Í aðdraganda síðustu kjarasamninga voru höfð uppi hörð varnaðarorð um áhrif kjarasamninga á verðbólguþróun. „Líkur á hagstæðu samspili lítillar innfluttrar verðbólgu og hóflegra kjarasamninga virðast nú hverfandi, enda hafa verðbólguvæntingar hækkað frá síðustu spá eftir að hafa lækkað í markmið í upphafi árs. Samkvæmt grunnspá bankans fer verðbólga yfir markmið strax í upphafi næsta árs og líklegra er að verðbólga verði meiri en spáð er en að hún verði minni,“ sagði í yfirlýsingu peningastefnunefndar hinn 15. maí 2015. Var gert ráð fyrir að verðbólga yrði ríflega 3 prósent frá miðju ári 2016 fram á fyrsta fjórðung árið 2018. Í yfirlýsingu nefndarinnar hinn 10. júní 2015, þegar búið var að skrifa undir kjarasamninga, kom síðan fram að verðbólguhorfur hefðu versnað verulega, enda hafi verið samið um mun meiri launahækkanir en gert hafði verið ráð fyrir í spá bankans. Allt frá því þetta var skrifað hefur tólf mánaða verðbólga ekki náð verðbólgumarkmiði Seðlabankans, sem er 2,5 prósent. Samkvæmt mælingum Hagstofunnar fór hún hæst upp í 2,2 prósent í ágúst 2015 og september 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira