"Þessi staða er alveg skelfilega bagaleg" Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. maí 2017 19:00 Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir líklegt að bærinn falist eftir rekstri Vestmannaeyjarferju þegar þjónustusamningur við Eimskip rennur út. Hann segir Vegagerðina ekki skilja hversu mikilvægt það er fyrir bæjarfélagið að samgöngur leggist ekki af eins og gerðist í dag. Ferjan Baldur tók við áætlunarferðum Herjólfs á dögunum þar sem hið síðarnefnda er á leið í slipp til Danmerkur. Áætlað er að Baldur sigli á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja næstu þrjár vikur en ferðir ferjunnar lögðust af í dag vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn. Ferjan hefur einungis leyfi til siglingar til Landeyjahafnar en ekki til Þorlákshafnar. Þá var flugi einnig aflýst í dag vegna veðurs. „Þessi staða er alveg skelfilega bagaleg og hreint furðulegt að einhverjum hafi látið sér detta í hug að fá skip til þjónustu við Vestmannaeyjar sem er í raun og veru jafn slæmt og jafnvel verra en núverandi Herjólfur í siglingum í Landeyjahöfn og getur síðan ekki þjónustað í Þorlákshöfn ,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Elliði segir Vegagerðina ekki hafa skilning á því hversu áríðandi það er fyrir Vestmannaeyjar að samgöngur séu stöðugar. „Að sumu leyti er Vegagerðinni vorkunn. Rekstur á ferju passar hreinlega illa inn í þeirra hugarheim og það er ekkert sjálfgefið að fólk sem situr á skrifborðsstólum í Borgartúni geti haft innsýn í ástandið á eyju þegar að samgöngur leggjast af og það þarf að hafa það hugfast að rekstur ferju er bara allt öðruvísi en rekstur brúar eða jarðganga. Í dag er staðan einfaldlega sú að við hér í Eyjum ráðum engu um þennan þjóðveg og það gengur ekki,“ segir Elliði. Elliði segist hafa rætt málið við Jón Gunnarsson, samgönguráðherra sem hefur tekið vel í að gera breytingar á rekstri ferjunnar. „Við höfum áður samið við ríkið um yfirtökum á málefnum grunnskólanna, málefnum fatlaðra. Við höfum tekið yfir heilbrigðisþjónustu við aldraðra og ýmislegt fleira og nú þurfum við bara að skoða af fullri alvöru að Vestmannaeyjabær taki við þessum málaflokki af ríkinu líka,“ segir Elliði. Elliði segir bæinn ætla falast eftir rekstri ferjunnar þegar þjónustusamningur við Eimskip rennur úr gildi. „Það er líklegra en ekki að við við fölumst eftir því,“ segir Elliði. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Helgasyni hjá Vegagerðinni er líklegt að Baldur sigli til Landeyjahafnar á morgun og næstu daga enda veðurspáin hagstæð. Hann sagði að Vegagerðin hafi um miðjan apríl óskað eftir undanþágu um að Baldur fengi að sigla til Þorlákshafnar þegar skilyrði í Landeyjahöfn eru óhagstæð. Því hafnaði Samgöngustofa. Sótt var um undanþágu öðru sinni í síðustu viku sem enn hefur ekki verið svarað. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir líklegt að bærinn falist eftir rekstri Vestmannaeyjarferju þegar þjónustusamningur við Eimskip rennur út. Hann segir Vegagerðina ekki skilja hversu mikilvægt það er fyrir bæjarfélagið að samgöngur leggist ekki af eins og gerðist í dag. Ferjan Baldur tók við áætlunarferðum Herjólfs á dögunum þar sem hið síðarnefnda er á leið í slipp til Danmerkur. Áætlað er að Baldur sigli á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja næstu þrjár vikur en ferðir ferjunnar lögðust af í dag vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn. Ferjan hefur einungis leyfi til siglingar til Landeyjahafnar en ekki til Þorlákshafnar. Þá var flugi einnig aflýst í dag vegna veðurs. „Þessi staða er alveg skelfilega bagaleg og hreint furðulegt að einhverjum hafi látið sér detta í hug að fá skip til þjónustu við Vestmannaeyjar sem er í raun og veru jafn slæmt og jafnvel verra en núverandi Herjólfur í siglingum í Landeyjahöfn og getur síðan ekki þjónustað í Þorlákshöfn ,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Elliði segir Vegagerðina ekki hafa skilning á því hversu áríðandi það er fyrir Vestmannaeyjar að samgöngur séu stöðugar. „Að sumu leyti er Vegagerðinni vorkunn. Rekstur á ferju passar hreinlega illa inn í þeirra hugarheim og það er ekkert sjálfgefið að fólk sem situr á skrifborðsstólum í Borgartúni geti haft innsýn í ástandið á eyju þegar að samgöngur leggjast af og það þarf að hafa það hugfast að rekstur ferju er bara allt öðruvísi en rekstur brúar eða jarðganga. Í dag er staðan einfaldlega sú að við hér í Eyjum ráðum engu um þennan þjóðveg og það gengur ekki,“ segir Elliði. Elliði segist hafa rætt málið við Jón Gunnarsson, samgönguráðherra sem hefur tekið vel í að gera breytingar á rekstri ferjunnar. „Við höfum áður samið við ríkið um yfirtökum á málefnum grunnskólanna, málefnum fatlaðra. Við höfum tekið yfir heilbrigðisþjónustu við aldraðra og ýmislegt fleira og nú þurfum við bara að skoða af fullri alvöru að Vestmannaeyjabær taki við þessum málaflokki af ríkinu líka,“ segir Elliði. Elliði segir bæinn ætla falast eftir rekstri ferjunnar þegar þjónustusamningur við Eimskip rennur úr gildi. „Það er líklegra en ekki að við við fölumst eftir því,“ segir Elliði. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Helgasyni hjá Vegagerðinni er líklegt að Baldur sigli til Landeyjahafnar á morgun og næstu daga enda veðurspáin hagstæð. Hann sagði að Vegagerðin hafi um miðjan apríl óskað eftir undanþágu um að Baldur fengi að sigla til Þorlákshafnar þegar skilyrði í Landeyjahöfn eru óhagstæð. Því hafnaði Samgöngustofa. Sótt var um undanþágu öðru sinni í síðustu viku sem enn hefur ekki verið svarað.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira