Lífsvon Bjarni Karlsson skrifar 3. maí 2017 07:00 Næstu föstudagsnótt ætla hundruð Íslendinga að hittast bæði í Laugardalnum í Reykjavík og við gamla Leikfélagshúsið á Akureyri á fáránlegasta tíma sólarhringsins, kl. fjögur að nóttu þegar tæknilega séð er kominn laugardagur, til þess að ganga á móti sólarupprásinni. Við sem þarna mætum munum tilheyra hundruðum þúsunda manna vítt um heim sem þessa nótt sameinast í baráttunni við sjálfsvígsvandann og ganga úr myrkrinu í ljósið í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Það að treysta sér ekki til að lifa er í sjálfu sér ekkert skrýtið. Fyrir því geta verið margar gildar ástæður. En sársaukinn sem fylgir er hræðilegur. Mikil angist, vanmáttur, sorg og lamandi skömm. Flest fólk lifir af og fyrsta skrefið út úr myrkrinu gerist oftast í mannlegri nánd. Maður er enn þá inni í myrkrinu þegar lagt er af stað og maður kemst af stað vegna þess að það er einhver sem kemur, stoppar hjá manni og þolir ástandið. Einhver sem er ekki hræddur við að vera hræddur. Einhver sem er ekki miður sín yfir því að vera miður sín og skammast sín ekki lengur fyrir skömmina. Þannig byrjar oftast gangan í lífi þeirra sem lifa af og komast úr myrkrinu í ljósið. Einmitt þess vegna komum við saman áður en sól rís, finnum styrk í nálægð við aðra og göngum af stað til að heilsa deginum. Samtökin Pieta Ísland, sem standa að göngunni, eru stofnuð að írskri fyrirmynd og ætla sér að opna nýtt úrræði þar sem fólk í sjálfsvígshættu nýtur mannlegrar nándar og faglegrar þjónustu innan 24 stunda frá því beiðni berst. Málið varðar hverja einustu stórfjölskyldu í landinu og því er ástæða til að fjölmenna. Upplýsingar varðandi skráningu o.fl. má nálgast á Fb-síðu Pieta Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun
Næstu föstudagsnótt ætla hundruð Íslendinga að hittast bæði í Laugardalnum í Reykjavík og við gamla Leikfélagshúsið á Akureyri á fáránlegasta tíma sólarhringsins, kl. fjögur að nóttu þegar tæknilega séð er kominn laugardagur, til þess að ganga á móti sólarupprásinni. Við sem þarna mætum munum tilheyra hundruðum þúsunda manna vítt um heim sem þessa nótt sameinast í baráttunni við sjálfsvígsvandann og ganga úr myrkrinu í ljósið í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Það að treysta sér ekki til að lifa er í sjálfu sér ekkert skrýtið. Fyrir því geta verið margar gildar ástæður. En sársaukinn sem fylgir er hræðilegur. Mikil angist, vanmáttur, sorg og lamandi skömm. Flest fólk lifir af og fyrsta skrefið út úr myrkrinu gerist oftast í mannlegri nánd. Maður er enn þá inni í myrkrinu þegar lagt er af stað og maður kemst af stað vegna þess að það er einhver sem kemur, stoppar hjá manni og þolir ástandið. Einhver sem er ekki hræddur við að vera hræddur. Einhver sem er ekki miður sín yfir því að vera miður sín og skammast sín ekki lengur fyrir skömmina. Þannig byrjar oftast gangan í lífi þeirra sem lifa af og komast úr myrkrinu í ljósið. Einmitt þess vegna komum við saman áður en sól rís, finnum styrk í nálægð við aðra og göngum af stað til að heilsa deginum. Samtökin Pieta Ísland, sem standa að göngunni, eru stofnuð að írskri fyrirmynd og ætla sér að opna nýtt úrræði þar sem fólk í sjálfsvígshættu nýtur mannlegrar nándar og faglegrar þjónustu innan 24 stunda frá því beiðni berst. Málið varðar hverja einustu stórfjölskyldu í landinu og því er ástæða til að fjölmenna. Upplýsingar varðandi skráningu o.fl. má nálgast á Fb-síðu Pieta Ísland.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun