KR er lélegasta lið fyrstu umferðar undanfarin fjögur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2017 14:30 Gærkvöldið var erfitt fyrir KR-inga. Vísir/Stefán Uppskera KR-inga í fyrstu umferð Íslandsmótsins undanfarin fjögur sumur er svo léleg að öll önnur lið deildarinnar hafa gert betur en Vesturbæjarliðið í opnunarumferð Íslandsmótsins frá 2014. Alls hafa átta félög verið með á síðustu fjórum tímabilum í Pepsi-deildinni og hin sjö liðin hafa öll fengið fleiri stig en KR í fyrsta leik Íslandsmótsins. KR-ingar hafa byrjað á heimavelli undanfarin fjögur tímabil en það hefur ekki hjálpað liðinu mikið í stigasöfnuninni. KR hefur aðeins fengið eitt stig í fyrstu umferð undanfarin fjögur ár af þeim tólf sem hafa verið í boði. Þetta gerir aðeins átta prósent stiga í boði og markatala KR-liðsins í þessum fjórum leikjum er -4 (3-7). Þrjú félög, FH, Stjarnan og Fjölnir, hafa fengið níu stigum meira en KR-liðið þessi fjögur ár. Stjarnan og Fjölnir töpuðu reyndar stigum í fyrstu umferðinni í ár en FH-liðið vann sinn fyrsta leik þriðja árið í röð. KR komst í 1-0 strax á 9. mínútu leiksins og var yfir í rúmar 50 mínútur. Víkingar skoruðu hins vegar tvö mörk eftir klukkutíma leik og tryggðu sér sigurinn. Fyrir tveimur árum var KR einnig 1-0 yfir í hálfleik í fyrstu umferðinni en varð að sætta sig við 3-1 tap gegn FH eftir að Hafnarfjarðarliðið skoraði þrjú mörk á síðustu 18 mínútum leiksins. KR vann síðast fyrsta leik sinn á Íslandsmóti sumarið 2013 þegar liðið vann Stjörnuna 2-1 á KR-vellinum en það sumar vann KR einmitt síðasta Íslandsmeistaratitil félagsins.Stig félaga í 1. umferð frá 2014 til 2017(Lið sem hafa verið með öll fjögur tímabilin) FH 10 stig Stjarnan 10 stig Fjölnir 10 stig Víkingur R. 7 stig Valur 6 stig ÍBv 5 stig Breiðablik 2 stig KR 1 stigLeikir KR í 1. umferð frá 2014 til 2017 2014: 1-2 tap fyrir Val 2015: 1-3 tap fyrir FH 2016: 0-0 jafntefli við Víking R. 2017: 1-2 tap fyrir Víkingi R. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. 1. maí 2017 22:30 Svona fagna menn sínum fyrsta sigri í Frostaskjóli í tíu ár | Myndband Víkingar unnu einn óvæntasta sigur fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla þegar þeir sóttu þrjú stig á KR-völlinn í kvöld. 1. maí 2017 22:30 Böðvar er fyrsti Trabant Pepsi-deildarinnar í sumar: „Ég vona að hann hætti þessu bulli“ Hörður Magnússon og félagar í Pepsi-mörkunum ætla að bjóða upp á nýjan dagskrárlið í þættinum í sumar en þeir munu þá velja Trabant hverrar umferðar. Þetta kom í ljós í fyrsta Pepsi-markaþætti sumarsins í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:15 Blikar fengu að heyra það frá Óskari Hrafni: „Þeir bæta sig ekki neitt“ Óskar Hrafn Þorvaldsson vill meina að bestu leikmenn Breiðabliks bæti sig ekkert á milli ára. 2. maí 2017 11:45 Sjáðu fyrsta þáttinn af Síðustu 20 Hörður Magnússon og Tómas Þór Þórðarson stýra nýjum þætti um Pepsi-deildina í fótbolta sem var frumsýndur í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:45 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Uppskera KR-inga í fyrstu umferð Íslandsmótsins undanfarin fjögur sumur er svo léleg að öll önnur lið deildarinnar hafa gert betur en Vesturbæjarliðið í opnunarumferð Íslandsmótsins frá 2014. Alls hafa átta félög verið með á síðustu fjórum tímabilum í Pepsi-deildinni og hin sjö liðin hafa öll fengið fleiri stig en KR í fyrsta leik Íslandsmótsins. KR-ingar hafa byrjað á heimavelli undanfarin fjögur tímabil en það hefur ekki hjálpað liðinu mikið í stigasöfnuninni. KR hefur aðeins fengið eitt stig í fyrstu umferð undanfarin fjögur ár af þeim tólf sem hafa verið í boði. Þetta gerir aðeins átta prósent stiga í boði og markatala KR-liðsins í þessum fjórum leikjum er -4 (3-7). Þrjú félög, FH, Stjarnan og Fjölnir, hafa fengið níu stigum meira en KR-liðið þessi fjögur ár. Stjarnan og Fjölnir töpuðu reyndar stigum í fyrstu umferðinni í ár en FH-liðið vann sinn fyrsta leik þriðja árið í röð. KR komst í 1-0 strax á 9. mínútu leiksins og var yfir í rúmar 50 mínútur. Víkingar skoruðu hins vegar tvö mörk eftir klukkutíma leik og tryggðu sér sigurinn. Fyrir tveimur árum var KR einnig 1-0 yfir í hálfleik í fyrstu umferðinni en varð að sætta sig við 3-1 tap gegn FH eftir að Hafnarfjarðarliðið skoraði þrjú mörk á síðustu 18 mínútum leiksins. KR vann síðast fyrsta leik sinn á Íslandsmóti sumarið 2013 þegar liðið vann Stjörnuna 2-1 á KR-vellinum en það sumar vann KR einmitt síðasta Íslandsmeistaratitil félagsins.Stig félaga í 1. umferð frá 2014 til 2017(Lið sem hafa verið með öll fjögur tímabilin) FH 10 stig Stjarnan 10 stig Fjölnir 10 stig Víkingur R. 7 stig Valur 6 stig ÍBv 5 stig Breiðablik 2 stig KR 1 stigLeikir KR í 1. umferð frá 2014 til 2017 2014: 1-2 tap fyrir Val 2015: 1-3 tap fyrir FH 2016: 0-0 jafntefli við Víking R. 2017: 1-2 tap fyrir Víkingi R.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. 1. maí 2017 22:30 Svona fagna menn sínum fyrsta sigri í Frostaskjóli í tíu ár | Myndband Víkingar unnu einn óvæntasta sigur fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla þegar þeir sóttu þrjú stig á KR-völlinn í kvöld. 1. maí 2017 22:30 Böðvar er fyrsti Trabant Pepsi-deildarinnar í sumar: „Ég vona að hann hætti þessu bulli“ Hörður Magnússon og félagar í Pepsi-mörkunum ætla að bjóða upp á nýjan dagskrárlið í þættinum í sumar en þeir munu þá velja Trabant hverrar umferðar. Þetta kom í ljós í fyrsta Pepsi-markaþætti sumarsins í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:15 Blikar fengu að heyra það frá Óskari Hrafni: „Þeir bæta sig ekki neitt“ Óskar Hrafn Þorvaldsson vill meina að bestu leikmenn Breiðabliks bæti sig ekkert á milli ára. 2. maí 2017 11:45 Sjáðu fyrsta þáttinn af Síðustu 20 Hörður Magnússon og Tómas Þór Þórðarson stýra nýjum þætti um Pepsi-deildina í fótbolta sem var frumsýndur í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:45 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. 1. maí 2017 22:30
Svona fagna menn sínum fyrsta sigri í Frostaskjóli í tíu ár | Myndband Víkingar unnu einn óvæntasta sigur fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla þegar þeir sóttu þrjú stig á KR-völlinn í kvöld. 1. maí 2017 22:30
Böðvar er fyrsti Trabant Pepsi-deildarinnar í sumar: „Ég vona að hann hætti þessu bulli“ Hörður Magnússon og félagar í Pepsi-mörkunum ætla að bjóða upp á nýjan dagskrárlið í þættinum í sumar en þeir munu þá velja Trabant hverrar umferðar. Þetta kom í ljós í fyrsta Pepsi-markaþætti sumarsins í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:15
Blikar fengu að heyra það frá Óskari Hrafni: „Þeir bæta sig ekki neitt“ Óskar Hrafn Þorvaldsson vill meina að bestu leikmenn Breiðabliks bæti sig ekkert á milli ára. 2. maí 2017 11:45
Sjáðu fyrsta þáttinn af Síðustu 20 Hörður Magnússon og Tómas Þór Þórðarson stýra nýjum þætti um Pepsi-deildina í fótbolta sem var frumsýndur í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:45