Rífandi bílasala í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 2. maí 2017 09:36 Bílasala er með ágætum á Spáni, sem og í öðrum Evrópulöndum. Fyrsti ársfjórðungur ársins hefur verið bílaframleiðendum gjöfull í Evrópu, en salan hefur verið 8,4% meiri en í fyrra á þessum fyrstu 3 mánuðum ársins. Í mars var hún 11,2% meiri en í sama mánuði í fyrra, hún var 10,2% meiri í janúar og 2,2% meiri í febrúar. Mars í ár sló fyrra met í sölu bíla í þeim mánuði frá upphafi. Hafa verður í huga að vegna þess að páskarnir í ár voru í apríl var afar góð sala í mars nú með færri frídögum og að sama skapi má búast við minni vexti í bílasölu í apríl. Öll fimm stærstu bílakaupalönd álfunnar sáu ágætan vöxt í mars. Mestan þó á Ítalíu en þar jókst salan um 18,2%, 12,6% á Spáni, 11,4% í Þýskalandi, 8,4% í Bretlandi og 7,0% í Frakklandi. Ef fyrstu 3 mánuðirnir eru skoðaðir saman hefur mestur vöxtur orðið á Ítalíu, eða 11,9%, en 7,9% á Spáni, 6,7% í Þýskalandi, 6,2% í Bretlandi og 4,8% í Frakklandi. Alls seldust 4.141.269 bílar á fyrstu 3 mánuðum ársins í álfunni. Þessar tölur sýna að víða í öðrum löndum Evrópu er enn meiri vöxtur en á þessum lykilmörkuðum álfunnar, meðal annars á Íslandi. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Fyrsti ársfjórðungur ársins hefur verið bílaframleiðendum gjöfull í Evrópu, en salan hefur verið 8,4% meiri en í fyrra á þessum fyrstu 3 mánuðum ársins. Í mars var hún 11,2% meiri en í sama mánuði í fyrra, hún var 10,2% meiri í janúar og 2,2% meiri í febrúar. Mars í ár sló fyrra met í sölu bíla í þeim mánuði frá upphafi. Hafa verður í huga að vegna þess að páskarnir í ár voru í apríl var afar góð sala í mars nú með færri frídögum og að sama skapi má búast við minni vexti í bílasölu í apríl. Öll fimm stærstu bílakaupalönd álfunnar sáu ágætan vöxt í mars. Mestan þó á Ítalíu en þar jókst salan um 18,2%, 12,6% á Spáni, 11,4% í Þýskalandi, 8,4% í Bretlandi og 7,0% í Frakklandi. Ef fyrstu 3 mánuðirnir eru skoðaðir saman hefur mestur vöxtur orðið á Ítalíu, eða 11,9%, en 7,9% á Spáni, 6,7% í Þýskalandi, 6,2% í Bretlandi og 4,8% í Frakklandi. Alls seldust 4.141.269 bílar á fyrstu 3 mánuðum ársins í álfunni. Þessar tölur sýna að víða í öðrum löndum Evrópu er enn meiri vöxtur en á þessum lykilmörkuðum álfunnar, meðal annars á Íslandi.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent