Hinir fjórir fræknu hjá meistaraliði KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2017 06:00 Brynjar Þór Björnsson og Darri Hilmarsson halda á bikarnum og uppi fjórum fingrum. Þeir eru einu leikmennirnir sem hafa spilað alla leiki KR í úrslitakeppninni frá 2014. KR hefur unnið 36 af 47. Visir/Andri Marinó KR-ingar sýndu sínar bestu hliðar fyrir troðfullu húsi í DHL-höllinni á sunnudagskvöldið. Lengst af í vetur hafði KR-liðið litið út eins og lið fullt af söddum leikmönnum eftir velgengni síðustu ára en í oddaleiknum mættu allir leikmenn liðsins glorhungraðir í einn titilinn til viðbótar. Fjórir einstaklingar í liðinu hafa verið í lykilhlutverki undanfarin fjögur ár þar sem Íslandsbikarinn glæsilegi hefur verið með fasta búsetu í Frostaskjólinu. Þetta eru leikstjórnandinn Pavel Ermolinskij, skotbakvörðurinn Brynjar Þór Björnsson og litli framherjinn Darri Hilmarsson. Þá má ekki gleyma þjálfaranum. Finnur sem allt vinnur, sem hefur unnið Íslandsbikarinn fyrstu fjögur árin sem þjálfari í meistaraflokki karla.Finnur Freyr Stefánsson er ennþá bara 34 ára en hann er búinn að vinna fjóra Íslandsmeistaratitla, fjóra deildarmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla á fjórum árum.Visir/Andri MarinóSjö, sex og fimm Brynjar Þór er sá eini sem hefur verið með í öllum Íslandsmeistaratitlum KR-inga frá og með 2007 en þeir eru nú orðnir sjö á tíu árum. Darri Hilmarsson missti bara af 2011-titlinum og var því að vinna sinn sjötta Íslandsmeistaratitil og Pavel hefur verið með í undanförnum fimm titlum. Pavel hefur reyndar unnið Íslandsmeistaratitilinn á síðustu fimm tímabilum sínum á Íslandi því tímabili 2011-12 og 2012-13 lék hann í Svíþjóð. Njarðvík er eina félagið sem hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn fjögur ár í röð í úrslitakeppni en það afrekaði liðið frá 1984 til 1987. Það lið þurfti þó bara að vinna átta leiki samanlagt á þessum fjórum árum eða einum leik minna en KR þurfti til að landa titlinum í ár. KR hefur unnið tólf seríur og alls 36 leiki í síðustu fjórum úrslitakeppnum. Brynjar Þór og Darri hafa spilað alla 47 leiki KR-liðsins í úrslitakeppninni þessu fjögur ár en Pavel Ermolinskij missti af þremur leikjum í úrslitakeppninni 2015. Vilhjálmur Kári Jensson var á skýrslu í nokkrum leikjum 2014 og hefur því verið með öll fjögur árin en í algjöru aukahlutverki öll árin. Brynjar Þór hefur alls skorað 642 stig í þessum undanförnu fjórum úrslitakeppnum eða 13,7 stig að meðaltali. Darri er með 10,4 stig í leik auk þess að spila frábæra vörn á bestu leikmenn mótherjanna en Pavel hefur skorað 9,0 stig, tekið 8,6 fráköst og gefið 6,8 stoðsendingar að meðaltali í þessum fjórum úrslitakeppnum.Darri Hilmarsson er hjartað í KR-vörninni.isir/Andri MarinóFimm manna sveit úr Njarðvík Fernuklíka KR-inganna fjögurra er því sú fyrsta sinnar tegundar síðan á fyrstu fjórum árum úrslitakeppninnar þegar Njarðvíkingar unnu titilinn fjögur ár í röð. Fimm leikmenn voru þá með í öll skiptin en það voru þeir Teitur Örlygsson, Hreiðar Hreiðarsson, Ísak Tómasson, Árni Þór Lárusson og Helgi Rafnsson. Valur Ingimundarson var leikmaður Njarðvíkurliðsins fyrsta árið en missti af allri úrslitakeppninni vegna meiðsla. Valur skoraði aftur á móti 25,1 stig að meðaltali í leik í lokaúrslitunum frá 1985 til 1987.Sá fyrsti síðan 1973 Gunnar Þorvarðarson þjálfaði Njarðvík fyrstu þrjú árin í sigurgöngunni en Valur var orðin spilandi þjálfari tímabilið 1986-1987. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, er því fyrsti þjálfarinn til að vinna fjórar úrslitakeppnir í röð en hann er jafnframt sá fyrsti frá árinu 1973 sem gerir lið að Íslandsmeisturum fjögur ár í röð. Vorið 1973 urðu ÍR-ingar Íslandsmeistarar fimmta árið í röð undir stjórn Einars Ólafssonar. Mesta áhyggjuefnið fyrir önnur félög er samt örugglega það að það lítur ekki út fyrir að gullaldartímabil KR sé neitt að fara að enda á næstunni.Leikmennirnir fjórir sem hafa fengið gull um hálsinn fjögur ár í röð. Darri Hilmarsson, Vilhjálmur Kári Jensson, Pavel Ermolinskij og Brynjar Þór Björnsson.Visir/Andri Marinó Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
KR-ingar sýndu sínar bestu hliðar fyrir troðfullu húsi í DHL-höllinni á sunnudagskvöldið. Lengst af í vetur hafði KR-liðið litið út eins og lið fullt af söddum leikmönnum eftir velgengni síðustu ára en í oddaleiknum mættu allir leikmenn liðsins glorhungraðir í einn titilinn til viðbótar. Fjórir einstaklingar í liðinu hafa verið í lykilhlutverki undanfarin fjögur ár þar sem Íslandsbikarinn glæsilegi hefur verið með fasta búsetu í Frostaskjólinu. Þetta eru leikstjórnandinn Pavel Ermolinskij, skotbakvörðurinn Brynjar Þór Björnsson og litli framherjinn Darri Hilmarsson. Þá má ekki gleyma þjálfaranum. Finnur sem allt vinnur, sem hefur unnið Íslandsbikarinn fyrstu fjögur árin sem þjálfari í meistaraflokki karla.Finnur Freyr Stefánsson er ennþá bara 34 ára en hann er búinn að vinna fjóra Íslandsmeistaratitla, fjóra deildarmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla á fjórum árum.Visir/Andri MarinóSjö, sex og fimm Brynjar Þór er sá eini sem hefur verið með í öllum Íslandsmeistaratitlum KR-inga frá og með 2007 en þeir eru nú orðnir sjö á tíu árum. Darri Hilmarsson missti bara af 2011-titlinum og var því að vinna sinn sjötta Íslandsmeistaratitil og Pavel hefur verið með í undanförnum fimm titlum. Pavel hefur reyndar unnið Íslandsmeistaratitilinn á síðustu fimm tímabilum sínum á Íslandi því tímabili 2011-12 og 2012-13 lék hann í Svíþjóð. Njarðvík er eina félagið sem hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn fjögur ár í röð í úrslitakeppni en það afrekaði liðið frá 1984 til 1987. Það lið þurfti þó bara að vinna átta leiki samanlagt á þessum fjórum árum eða einum leik minna en KR þurfti til að landa titlinum í ár. KR hefur unnið tólf seríur og alls 36 leiki í síðustu fjórum úrslitakeppnum. Brynjar Þór og Darri hafa spilað alla 47 leiki KR-liðsins í úrslitakeppninni þessu fjögur ár en Pavel Ermolinskij missti af þremur leikjum í úrslitakeppninni 2015. Vilhjálmur Kári Jensson var á skýrslu í nokkrum leikjum 2014 og hefur því verið með öll fjögur árin en í algjöru aukahlutverki öll árin. Brynjar Þór hefur alls skorað 642 stig í þessum undanförnu fjórum úrslitakeppnum eða 13,7 stig að meðaltali. Darri er með 10,4 stig í leik auk þess að spila frábæra vörn á bestu leikmenn mótherjanna en Pavel hefur skorað 9,0 stig, tekið 8,6 fráköst og gefið 6,8 stoðsendingar að meðaltali í þessum fjórum úrslitakeppnum.Darri Hilmarsson er hjartað í KR-vörninni.isir/Andri MarinóFimm manna sveit úr Njarðvík Fernuklíka KR-inganna fjögurra er því sú fyrsta sinnar tegundar síðan á fyrstu fjórum árum úrslitakeppninnar þegar Njarðvíkingar unnu titilinn fjögur ár í röð. Fimm leikmenn voru þá með í öll skiptin en það voru þeir Teitur Örlygsson, Hreiðar Hreiðarsson, Ísak Tómasson, Árni Þór Lárusson og Helgi Rafnsson. Valur Ingimundarson var leikmaður Njarðvíkurliðsins fyrsta árið en missti af allri úrslitakeppninni vegna meiðsla. Valur skoraði aftur á móti 25,1 stig að meðaltali í leik í lokaúrslitunum frá 1985 til 1987.Sá fyrsti síðan 1973 Gunnar Þorvarðarson þjálfaði Njarðvík fyrstu þrjú árin í sigurgöngunni en Valur var orðin spilandi þjálfari tímabilið 1986-1987. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, er því fyrsti þjálfarinn til að vinna fjórar úrslitakeppnir í röð en hann er jafnframt sá fyrsti frá árinu 1973 sem gerir lið að Íslandsmeisturum fjögur ár í röð. Vorið 1973 urðu ÍR-ingar Íslandsmeistarar fimmta árið í röð undir stjórn Einars Ólafssonar. Mesta áhyggjuefnið fyrir önnur félög er samt örugglega það að það lítur ekki út fyrir að gullaldartímabil KR sé neitt að fara að enda á næstunni.Leikmennirnir fjórir sem hafa fengið gull um hálsinn fjögur ár í röð. Darri Hilmarsson, Vilhjálmur Kári Jensson, Pavel Ermolinskij og Brynjar Þór Björnsson.Visir/Andri Marinó
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira