Svona fagna menn sínum fyrsta sigri í Frostaskjóli í tíu ár | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. maí 2017 22:30 Mynd/@HarHaralds Víkingar unnu einn óvæntasta sigur fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla þegar þeir sóttu þrjú stig á KR-völlinn í kvöld. KR-liðið komst yfir strax á níundu mínútu og var yfir í 52 mínútur eða allt þar til að Dofri Snorrason jafnaði á 61. mínútu. Hollendingurinn Geoffrey Castillion skoraði síðan sigurmarkið á 73. mínútu í sínum fyrsta leik í Pepsi-deildinni. Víkingar höfðu ekki unnið í úrvalsdeildarleik í Frostaskjólinu í tæpan áratug eða síðan að liðið vann 2-1 sigur 28.maí 2007 en Magnús Gylfason var þá þjálfari Víkingsliðsins. Stefán Kári Sveinbjörnsson og Sinisa Kekic skoruðu þá mörk Víkingsliðsins og komu liðinu í 2-0. Síðan þá höfðu Víkingar aðeins náð í eitt stig af tólf mögulegum í fjórum leikjum sínum á KR-vellinum og það kom í markalausu jafntefli í fyrstu umferðinni fyrir ári síðan. Það var því ekkert skrýtið að Víkingar hafi fagnað sigrinum vel í klefanum eftir leik. Fyrirliðar, forráðamenn og þjálfara spáðu Víkingsliðinu áttunda sæti en liðið sótti þrjú stig á heimavöll KR sem var spáð öðru sætinu. Myndband með fögnuðinum setti Haraldur Haraldsson inn á Twitter-síðu sína í kvöld og má sjá strákana syngja í gestaklefanum á KR-vellinum hér fyrir neðan.KR-Víkingur 1-2. Verðskuldað. #fotboltinet #pepsi365 @vikingurfc pic.twitter.com/TE2uXD7Zi7— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) May 1, 2017 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Sjá meira
Víkingar unnu einn óvæntasta sigur fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla þegar þeir sóttu þrjú stig á KR-völlinn í kvöld. KR-liðið komst yfir strax á níundu mínútu og var yfir í 52 mínútur eða allt þar til að Dofri Snorrason jafnaði á 61. mínútu. Hollendingurinn Geoffrey Castillion skoraði síðan sigurmarkið á 73. mínútu í sínum fyrsta leik í Pepsi-deildinni. Víkingar höfðu ekki unnið í úrvalsdeildarleik í Frostaskjólinu í tæpan áratug eða síðan að liðið vann 2-1 sigur 28.maí 2007 en Magnús Gylfason var þá þjálfari Víkingsliðsins. Stefán Kári Sveinbjörnsson og Sinisa Kekic skoruðu þá mörk Víkingsliðsins og komu liðinu í 2-0. Síðan þá höfðu Víkingar aðeins náð í eitt stig af tólf mögulegum í fjórum leikjum sínum á KR-vellinum og það kom í markalausu jafntefli í fyrstu umferðinni fyrir ári síðan. Það var því ekkert skrýtið að Víkingar hafi fagnað sigrinum vel í klefanum eftir leik. Fyrirliðar, forráðamenn og þjálfara spáðu Víkingsliðinu áttunda sæti en liðið sótti þrjú stig á heimavöll KR sem var spáð öðru sætinu. Myndband með fögnuðinum setti Haraldur Haraldsson inn á Twitter-síðu sína í kvöld og má sjá strákana syngja í gestaklefanum á KR-vellinum hér fyrir neðan.KR-Víkingur 1-2. Verðskuldað. #fotboltinet #pepsi365 @vikingurfc pic.twitter.com/TE2uXD7Zi7— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) May 1, 2017
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Sjá meira