Theresa May býr sig undir erfiðar viðræður Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. maí 2017 07:00 Hinn 30. maí 2019 verður Bretland endanlega utan ESB. vísir/epa Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, á von á erfiðum samningaviðræðum um útgöngu Breta úr ESB. Það gæti reynst raunin því leiðtogar ríkjanna 27 sem eftir standa innan sambandsins, eru á því að þeir komi til með að skilgreina hvað felst í Brexit. Leiðtogar sambandsríkjanna komu saman í Brussel á laugardag til að stilla saman strengi sína fyrir komandi viðræður um brotthvarf Breta. Niðurstaða fundarins var stefna sambandsins fyrir komandi viðræður en öll ríkin skrifuðu undir plaggið fyrirvaralaust. Bretar hafa frá upphafi látið þá ósk sína í ljós að þeir vilji semja um fríverslunarsamning við sambandið áður en til útgönguviðræðna kemur. Það telur ESB hins vegar vera öfuga forgangsröðun og vilja sambandsríkin að báðar viðræður fari fram samtímis. Að fundinum á laugardag loknum sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að ýmsir talsmenn útgöngu vanmætu þær flóknu viðræður sem senn færu af stað. Þá ítrekaði Angela Merkel, Þýskalandskanslari, þær áhyggjur sínar að fólk í Lundúnum æli í brjósti sér tálmyndir um að snöggur og einfaldur fríverslunarsamningur væri í boði. „Fundurinn, og ummælin sem leiðtogar ríkjanna hafa látið falla, sýna okkur að það munu verða skeið þar sem viðræðurnar munu verða erfiðar,“ sagði May við breska ríkissjónvarpið BBC. Þann 30. maí 2019 verður Bretland endanlega utan sambandsins og liggur því á að ljúka samningunum fyrir þann tíma. May ítrekaði í gær þá afstöðu sína að enginn samningur væri betri en vondur samningur. Sú afstaða hefur vakið upp blendin viðbrögð á meginlandinu enda mikil óvissa um stöðu Breta í því lagalega limbói sem kann að myndast við þá atburði. Áðurnefndur Juncker sótti May heim í liðinni viku til að ræða tímabilið sem senn fer í hönd. Þau funduðu á miðvikudag í ráðherrabústaðnum að Downing-stræti 10. Málsmetandi menn í Evrópu hafa gert því í skóna að afstaða May, um mögulegt samningsleysi, sé aðeins í þykjustu. Forseti framkvæmdastjórnarinnar tekur henni hins vegar ekki af jafnmikilli léttúð og margir. „Ég yfirgef [Downing-stræti] númer tíu með meiri efasemdir en þegar ég kom hingað,“ lét Juncker hafa eftir sér við samtali við þýska blaðið FAS. Hvað viðræðurnar hafa í för með sér getur aðeins tíminn leitt í ljós. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir May telur Verkamannaflokkinn spilla viðræðum við ESB Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í gær að sumir Bretar væru haldnir þeirri tálsýn að hægt væri að semja um fríverslunarsamning við Evrópusambandið samhliða útgöngu úr því. 28. apríl 2017 07:00 ESB leiðtogar funda til undirbúnings fyrir Brexit viðræður Leiðtogar ESB munu funda í dag til að ákveða stefnu í komandi Brexit viðræðum. 29. apríl 2017 09:45 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, á von á erfiðum samningaviðræðum um útgöngu Breta úr ESB. Það gæti reynst raunin því leiðtogar ríkjanna 27 sem eftir standa innan sambandsins, eru á því að þeir komi til með að skilgreina hvað felst í Brexit. Leiðtogar sambandsríkjanna komu saman í Brussel á laugardag til að stilla saman strengi sína fyrir komandi viðræður um brotthvarf Breta. Niðurstaða fundarins var stefna sambandsins fyrir komandi viðræður en öll ríkin skrifuðu undir plaggið fyrirvaralaust. Bretar hafa frá upphafi látið þá ósk sína í ljós að þeir vilji semja um fríverslunarsamning við sambandið áður en til útgönguviðræðna kemur. Það telur ESB hins vegar vera öfuga forgangsröðun og vilja sambandsríkin að báðar viðræður fari fram samtímis. Að fundinum á laugardag loknum sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að ýmsir talsmenn útgöngu vanmætu þær flóknu viðræður sem senn færu af stað. Þá ítrekaði Angela Merkel, Þýskalandskanslari, þær áhyggjur sínar að fólk í Lundúnum æli í brjósti sér tálmyndir um að snöggur og einfaldur fríverslunarsamningur væri í boði. „Fundurinn, og ummælin sem leiðtogar ríkjanna hafa látið falla, sýna okkur að það munu verða skeið þar sem viðræðurnar munu verða erfiðar,“ sagði May við breska ríkissjónvarpið BBC. Þann 30. maí 2019 verður Bretland endanlega utan sambandsins og liggur því á að ljúka samningunum fyrir þann tíma. May ítrekaði í gær þá afstöðu sína að enginn samningur væri betri en vondur samningur. Sú afstaða hefur vakið upp blendin viðbrögð á meginlandinu enda mikil óvissa um stöðu Breta í því lagalega limbói sem kann að myndast við þá atburði. Áðurnefndur Juncker sótti May heim í liðinni viku til að ræða tímabilið sem senn fer í hönd. Þau funduðu á miðvikudag í ráðherrabústaðnum að Downing-stræti 10. Málsmetandi menn í Evrópu hafa gert því í skóna að afstaða May, um mögulegt samningsleysi, sé aðeins í þykjustu. Forseti framkvæmdastjórnarinnar tekur henni hins vegar ekki af jafnmikilli léttúð og margir. „Ég yfirgef [Downing-stræti] númer tíu með meiri efasemdir en þegar ég kom hingað,“ lét Juncker hafa eftir sér við samtali við þýska blaðið FAS. Hvað viðræðurnar hafa í för með sér getur aðeins tíminn leitt í ljós.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir May telur Verkamannaflokkinn spilla viðræðum við ESB Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í gær að sumir Bretar væru haldnir þeirri tálsýn að hægt væri að semja um fríverslunarsamning við Evrópusambandið samhliða útgöngu úr því. 28. apríl 2017 07:00 ESB leiðtogar funda til undirbúnings fyrir Brexit viðræður Leiðtogar ESB munu funda í dag til að ákveða stefnu í komandi Brexit viðræðum. 29. apríl 2017 09:45 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
May telur Verkamannaflokkinn spilla viðræðum við ESB Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í gær að sumir Bretar væru haldnir þeirri tálsýn að hægt væri að semja um fríverslunarsamning við Evrópusambandið samhliða útgöngu úr því. 28. apríl 2017 07:00
ESB leiðtogar funda til undirbúnings fyrir Brexit viðræður Leiðtogar ESB munu funda í dag til að ákveða stefnu í komandi Brexit viðræðum. 29. apríl 2017 09:45