Ekki kaupa ný dekk of snemma Finnur Thorlacius skrifar 18. maí 2017 10:22 Athygliverðar ráðleggingar um æskileg dekkjaskipti frá Michelin. Dekkjaframleiðandinn Michelin segir að þó svo mælt hafi lengi verið með því að skipta um dekk þegar munstur er orðið minna en 3,0 mm sé engin ástæða til þess að skipta um dekk svo snemma. Óhætt sé að munstur sé orðið aðeins 1,6 mm. Trúin hafi verið sú að dekk skili betra gripi grófmunstruð en staðreyndin sé sú að vönduð dekk sem slitnað hafi talsvert séu oftast ennþá betri en óslitin ódýr dekk. Að auki stuðli dálítið slitin dekk að minni eldsneytiseyðslu því þau hafi minna viðnám við undirlagið. Michelin nefnir að ef allir bíleigendur á evrópska efnahagssvæinu myndu skipta um dekk um leið og munstur þeirra fari undir 3,0 mm þá kosti það bíleigendur 6,9 milljarða króna meira en ef þeir myndu skipta um dekk þegar þau fara undir 1,6 mm munstur. Þessi upphæð nemur 785 milljörðum króna á hverju ári og munar um minna. Við þetta bætist svo aukin eldsneytiseyðslu uppá 128 milljónir evra, eða 13,3 milljarða króna og aukin mengun uppá 9 milljónir tonna af CO2 á hverju ári. Michelin líkir snemmbærum dekkjaskiptum við það að allir myndu henda skóm sínum löngu áður en þeir eru ónýtir, eða að allir myndu henda hálftómum tannkremstúpum sínum. Slíkt væri aðeins sóun sem stuðlaði að auki að aukinni mengun. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent
Dekkjaframleiðandinn Michelin segir að þó svo mælt hafi lengi verið með því að skipta um dekk þegar munstur er orðið minna en 3,0 mm sé engin ástæða til þess að skipta um dekk svo snemma. Óhætt sé að munstur sé orðið aðeins 1,6 mm. Trúin hafi verið sú að dekk skili betra gripi grófmunstruð en staðreyndin sé sú að vönduð dekk sem slitnað hafi talsvert séu oftast ennþá betri en óslitin ódýr dekk. Að auki stuðli dálítið slitin dekk að minni eldsneytiseyðslu því þau hafi minna viðnám við undirlagið. Michelin nefnir að ef allir bíleigendur á evrópska efnahagssvæinu myndu skipta um dekk um leið og munstur þeirra fari undir 3,0 mm þá kosti það bíleigendur 6,9 milljarða króna meira en ef þeir myndu skipta um dekk þegar þau fara undir 1,6 mm munstur. Þessi upphæð nemur 785 milljörðum króna á hverju ári og munar um minna. Við þetta bætist svo aukin eldsneytiseyðslu uppá 128 milljónir evra, eða 13,3 milljarða króna og aukin mengun uppá 9 milljónir tonna af CO2 á hverju ári. Michelin líkir snemmbærum dekkjaskiptum við það að allir myndu henda skóm sínum löngu áður en þeir eru ónýtir, eða að allir myndu henda hálftómum tannkremstúpum sínum. Slíkt væri aðeins sóun sem stuðlaði að auki að aukinni mengun.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent