Byggt á skammtafræði og afstæðiskenningu Magnús Guðmundsson skrifar 18. maí 2017 10:00 Árni Kristjánsson leikstjóri er nýkominn heim úr framhaldsnámi á Englandi en á morgun frumsýnir leikhópurinn hans í Tjarnarbíói. Visir/Anton Brink Ein af síðustu frumsýningum leikársins verður í Tjarnarbíói annað kvöld þegar leikhópurinn Lakehouse frumsýnir Í samhengi við stjörnurnar eftir breska leikskáldið Nick Payne. Árni Kristjánsson, leikstjóri sýningarinnar og annar stofnenda leikhópsins, kynntist verkinu þegar hann var við nám í Englandi en nýverið lauk hann mastersprófi í leikstjórn frá hinum virta skóla Bristol Old Vic Theater School.Nýta samböndin „Þetta var skemmtilegur tími. Það eru bara fjórir sem komast inn í þetta nám á ári og ég var sá eini sem átti ekki enskuna að móðurmáli. Þetta er eins og hálfs árs nám og allan tímann er það mjög vinnutengt, þannig að maður fær fullt af tækifærum til þess að vinna í Bristol Old Vic leikhúsinu sem er ótengt skólanum. Svo leikstýrði ég á Shakespeare hátíð í Globe ásamt því að vinna mitt lokaverkefni.“ Grunnur Árna var í námi við Listaháskóla Íslands í námi sem kallast Fræði og framkvæmd og hann segir að sú sérstaka blanda sem er innan þess náms hafi nýst honum vel. „Áður en ég fór út var ég svo að kenna, leikstýra og skrifa þannig að þetta er orðið nokkur fjölbreytt,“ segir Árni léttur. Árni segir að eftir að hann og unnusta hans, Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, hafi snúið heim frá Englandi hafi þau ákveðið að ráðast í að stofna leikhóp. „Við stofnuðum saman leikhópinn Lakehouse og Harpa Fönn sér um að framleiða þessa sýningu og semur einnig tónlistina en hún hefur áður verið með tónlist fyrir m.a. Vinnsluna enda er henni ófátt til lista lagt. Markmiðið með leikhópnum er að vinna með ný leikrit, bæði hérlendis og vonandi erlendis, og nýta svona þau sambönd sem ég myndaði í mínu námi í Englandi því í þeim eru ótvírætt ákveðin verðmæti sem er um að gera að nýta.“Birgitta Birgisdóttir og Hilmir Jensson í hlutverkum sínum á sviðinu í Tjarnarbíói.Mynd/Julie RowlandLífið og eðlisfræði Árni segir að þau hafi valið verkið Í samhengi við stjörnurnar eftir Nick Payne vegna þess að þau hafi séð það sem góðan upphafspunkt. „Þetta er verk sem vakti mjög mikla athygli þegar það kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2012. Það var síðan sett upp á Broadway með Jake Gyllenhall og Ruth Wilson árið 2014 og hefur að auki ferðast vítt og breitt um heiminn. Verkið virðist alltaf vekja mikla athygli, bæði er það mikil þraut fyrir leikara og svo er þetta einstaklega frumlega skrifað verk þó svo sagan sem um ræðir sé eitthvað sem allir tengja við. Þetta er saga um tvær manneskjur sem kynnast og verða hrifnar hvor af annarri sem er óneitanlega ekki ýkja frumlegt en verkið er byggt á lögmálum skammtafræði og afstæðiskenningarinnar. Í mörgum litlum bútum fáum við að sjá hvernig verkið þróast út frá ákvörðunum persónanna tveggja. Þannig að það er svona leikur að þessu: Hvað ef? Hvað ef ég hefði gert þetta en ekki eitthvað annað? Og við fáum að sjá allar ákvarðanir þeirra lifa samtímis í mismunandi strengjum.“ Þrátt fyrir þessa eðlisfræðilegu byggingu verksins segir Árni að þeir sem hafi átt það til að sofa í gegnum eðlisfræðitímana í menntaskóla þurfi ekkert að óttast. „Nei, maður þarf ekki að vera með gráðu í eðlisfræði til þess að skilja verkið. Alls ekki. Þetta er lífið. Líf okkar er soldið svona og þetta verk er leið til þess að komast nær því að skilja hvað lífið er ófyrirsjáanlegt. Það eru svo margar ákvarðanir sem við tökum sem gjörbreyta lífi okkar og reyndar líka ákvarðanir sem við tökum ekki sjálf. Höfum ekkert um að segja. Það er eitthvað sem allir tengja við.“Leikarar og barn Það eru þau Birgitta Birgisdóttir og Hilmir Jensson sem fara með hlutverk parsins í leikritinu en Árni segir að verkið feli í sér mikla áskorun fyrir leikara og því hafi þau farið þá leið að vera með leikaraprufur. „Þau stóðu sig bæði alveg æðislega í prufunum. Birgitta hefur verið fastráðin í Þjóðleikhúsinu síðasta árið og Hilmir hefur líka verið að gera ákaflega góða hluti, m.a. hér á leiklistarjaðrinum. Birgitta og Hilmir hafa aldrei leikið saman áður en það hefur verið mjög gaman að blanda saman þeirra kröftum af því að þau eru bæði svo skapandi og frumleg en líka mjög agaðir og tæknilega færir leikarar. Að auki þá njótum við líka krafta Þórunnar Maríu Jónsdóttur sem hannar leikmynd og búninga af listfengi, Hafliði Emil Barðason sér um ljós og tæknimál og mér til aðstoðar við leikstjórnina er Ólafur Ásgeirsson þannig að þetta er einvalalið.“ Í samhengi við stjörnurnar verður frumsýnt á föstudagskvöldið en það er ekki eini draumurinn sem þau Árni og Harpa Fönn hafa gengið með í maganum því með haustinu eiga þau von á sínu fyrsta barni. „Já mikið rétt. Það er barn á leiðinni þannig að það er margt í gangi. Núna er allt að verða klárt fyrir frumsýninu og svo njótum við þess líka að leikararnir eiga börn og hafa verið að gefa okkur ýmis góð ráð svona í ferlinu enda fyrirmyndarfólk í alla staði.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí. Menning Mest lesið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ein af síðustu frumsýningum leikársins verður í Tjarnarbíói annað kvöld þegar leikhópurinn Lakehouse frumsýnir Í samhengi við stjörnurnar eftir breska leikskáldið Nick Payne. Árni Kristjánsson, leikstjóri sýningarinnar og annar stofnenda leikhópsins, kynntist verkinu þegar hann var við nám í Englandi en nýverið lauk hann mastersprófi í leikstjórn frá hinum virta skóla Bristol Old Vic Theater School.Nýta samböndin „Þetta var skemmtilegur tími. Það eru bara fjórir sem komast inn í þetta nám á ári og ég var sá eini sem átti ekki enskuna að móðurmáli. Þetta er eins og hálfs árs nám og allan tímann er það mjög vinnutengt, þannig að maður fær fullt af tækifærum til þess að vinna í Bristol Old Vic leikhúsinu sem er ótengt skólanum. Svo leikstýrði ég á Shakespeare hátíð í Globe ásamt því að vinna mitt lokaverkefni.“ Grunnur Árna var í námi við Listaháskóla Íslands í námi sem kallast Fræði og framkvæmd og hann segir að sú sérstaka blanda sem er innan þess náms hafi nýst honum vel. „Áður en ég fór út var ég svo að kenna, leikstýra og skrifa þannig að þetta er orðið nokkur fjölbreytt,“ segir Árni léttur. Árni segir að eftir að hann og unnusta hans, Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, hafi snúið heim frá Englandi hafi þau ákveðið að ráðast í að stofna leikhóp. „Við stofnuðum saman leikhópinn Lakehouse og Harpa Fönn sér um að framleiða þessa sýningu og semur einnig tónlistina en hún hefur áður verið með tónlist fyrir m.a. Vinnsluna enda er henni ófátt til lista lagt. Markmiðið með leikhópnum er að vinna með ný leikrit, bæði hérlendis og vonandi erlendis, og nýta svona þau sambönd sem ég myndaði í mínu námi í Englandi því í þeim eru ótvírætt ákveðin verðmæti sem er um að gera að nýta.“Birgitta Birgisdóttir og Hilmir Jensson í hlutverkum sínum á sviðinu í Tjarnarbíói.Mynd/Julie RowlandLífið og eðlisfræði Árni segir að þau hafi valið verkið Í samhengi við stjörnurnar eftir Nick Payne vegna þess að þau hafi séð það sem góðan upphafspunkt. „Þetta er verk sem vakti mjög mikla athygli þegar það kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2012. Það var síðan sett upp á Broadway með Jake Gyllenhall og Ruth Wilson árið 2014 og hefur að auki ferðast vítt og breitt um heiminn. Verkið virðist alltaf vekja mikla athygli, bæði er það mikil þraut fyrir leikara og svo er þetta einstaklega frumlega skrifað verk þó svo sagan sem um ræðir sé eitthvað sem allir tengja við. Þetta er saga um tvær manneskjur sem kynnast og verða hrifnar hvor af annarri sem er óneitanlega ekki ýkja frumlegt en verkið er byggt á lögmálum skammtafræði og afstæðiskenningarinnar. Í mörgum litlum bútum fáum við að sjá hvernig verkið þróast út frá ákvörðunum persónanna tveggja. Þannig að það er svona leikur að þessu: Hvað ef? Hvað ef ég hefði gert þetta en ekki eitthvað annað? Og við fáum að sjá allar ákvarðanir þeirra lifa samtímis í mismunandi strengjum.“ Þrátt fyrir þessa eðlisfræðilegu byggingu verksins segir Árni að þeir sem hafi átt það til að sofa í gegnum eðlisfræðitímana í menntaskóla þurfi ekkert að óttast. „Nei, maður þarf ekki að vera með gráðu í eðlisfræði til þess að skilja verkið. Alls ekki. Þetta er lífið. Líf okkar er soldið svona og þetta verk er leið til þess að komast nær því að skilja hvað lífið er ófyrirsjáanlegt. Það eru svo margar ákvarðanir sem við tökum sem gjörbreyta lífi okkar og reyndar líka ákvarðanir sem við tökum ekki sjálf. Höfum ekkert um að segja. Það er eitthvað sem allir tengja við.“Leikarar og barn Það eru þau Birgitta Birgisdóttir og Hilmir Jensson sem fara með hlutverk parsins í leikritinu en Árni segir að verkið feli í sér mikla áskorun fyrir leikara og því hafi þau farið þá leið að vera með leikaraprufur. „Þau stóðu sig bæði alveg æðislega í prufunum. Birgitta hefur verið fastráðin í Þjóðleikhúsinu síðasta árið og Hilmir hefur líka verið að gera ákaflega góða hluti, m.a. hér á leiklistarjaðrinum. Birgitta og Hilmir hafa aldrei leikið saman áður en það hefur verið mjög gaman að blanda saman þeirra kröftum af því að þau eru bæði svo skapandi og frumleg en líka mjög agaðir og tæknilega færir leikarar. Að auki þá njótum við líka krafta Þórunnar Maríu Jónsdóttur sem hannar leikmynd og búninga af listfengi, Hafliði Emil Barðason sér um ljós og tæknimál og mér til aðstoðar við leikstjórnina er Ólafur Ásgeirsson þannig að þetta er einvalalið.“ Í samhengi við stjörnurnar verður frumsýnt á föstudagskvöldið en það er ekki eini draumurinn sem þau Árni og Harpa Fönn hafa gengið með í maganum því með haustinu eiga þau von á sínu fyrsta barni. „Já mikið rétt. Það er barn á leiðinni þannig að það er margt í gangi. Núna er allt að verða klárt fyrir frumsýninu og svo njótum við þess líka að leikararnir eiga börn og hafa verið að gefa okkur ýmis góð ráð svona í ferlinu enda fyrirmyndarfólk í alla staði.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí.
Menning Mest lesið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira