Sport

Ronda þarf að fullorðnast

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ronda eftir síðasta tap sem var líklega hennar síðasti bardagi.
Ronda eftir síðasta tap sem var líklega hennar síðasti bardagi. vísir/getty
Besti bardagamaðurinn í UFC pund fyrir pund, Demetrious Johnson, er ekki hrifinn af því hvað Ronda Rousey höndlar mótlætið illa.

Ronda er búin að tapa tveimur bardögum í röð og ólíklegt að hún stígi aftur inn í búrið. Áður en kom að falli hennar hafði hún ótrúlega yfirburði í sínum flokki.

„Það er ótrúlegt að sjá hvernig Ronda hagar sér. Henni var pakkað saman. Hún þarf samt að fullorðnast. Slíkt kemur fyrir í þessari íþrótt. Ég vil ekki verða svona. Ef ég tapa þá mun ég bara sætta mig við að hafa tapið,“ sagði Johnson sem kallar sig Mighty Mouse.

„Það lenda allir í því að tapa. Fullorðnastu, Ronda. Þú tapaðir tveim bardögum en græddir meiri pening en allar hinar konurnar til samans. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af lífinu.“

Johnson er búin að verja fluguvigtartitil sinn tíu sinnum og mun hugsanlega berjast aftur í sumar. Þrátt fyrir gríðarlega yfirburði þá er hann langt frá því að fá sömu laun og Ronda fékk hjá UFC.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×