Erlent

Trump ræðir við tilvonandi forstjóra FBI

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. vísir/getty
Donald Trump Bandaríkjaforseti mun á morgun hitta þá fjóra einstaklinga sem koma til greina í stöðu forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. James Comey var rekinn úr stöðunni fyrr í þessum mánuði en Trump segist vilja útnefna nýjan forstjóra sem allra fyrst.

Mögulegir eftirmenn Comey eru þeir Andrew McCabe, starfandi forstjóri FBI, Frank  Keating, fyrrverandi ríkisstjóri Oklahoma, Joe Lieberman fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og Richard McFeely, fyrrum yfirmaður hjá FBI.

Trump hefur áður greint frá því að allir þeir sem komi til greina séu framúrskarandi einstaklingar sem séu mjög hæfir til þess að sinna starfinu. Þá vilji hann útnefnda nýjan forstjóra sem fyrst.

James Comey hafði gegnt stöðu forstjóra frá árinu 2013 en hann var meðal annars saksóknari. Ákvörðun Trump um að reka hann hefur verið harðlega gagnrýnd bæði af demókrötum og repúblikönum en forsetinn er sagður hafa rekið Comey vegna rannsóknar hans á tengslum starfsliðs Trump við Rússa.


Tengdar fréttir

Trump bað Comey um að binda enda á rannsókn FBI á Flynn

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í febrúar fram á það við James Comey, þáverandi yfirmann FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, að hann myndi binda enda á rannsókn FBI á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×