Ólafur segir baksamninga ekki snerta sölu ríkisins á Búnaðarbankanum Heimir Már Pétursson skrifar 17. maí 2017 20:30 Ólafur Ólafsson fjárfestir leggur ofuráherslu á að ekki hafi verið skilyrði af hálfu stjórnvalda að erlendir fjárfestar kæmu að kaupunum á Búnaðarbankanum. Hann sagði fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag að 70 milljarða hagnaður sem orðið hafi til vegna viðskiptanna hafi allur tapast og sjálfur hafi hann ekki átt þátt í neinum baksamningum vegna kaupanna á Búnaðarbankanum. Ólafur Ólafsson kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að eigin ósk í dag til að koma á framfæri athugasemdum við skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis á einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. En rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að hann hafi hagnast um milljarða króna með baksamningum við þýska bankann Hauck & Aufhauser og með aðkomu Social General bankans í Frakklandi. Í raun hafi Ólafur Ólafsson leikið lykilhlutverk í flóknum blekkingum þar sem því hafi verið haldið fram opinberlega að verið væri að selja S-hópnum svo kallaða og þýska bankanum Búnaðarbankann. En með flóknum baksamningum hafi aflandsfélög í eigu Ólafs Ólafssonar og að öllum líkindum Kaupþings í raun og veru verið á bak við kaupin, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Ólafur birti í dag 50 mínútna sjónvarpsávarp á vefnum þar sem hann leggur megináherslu á að aðkoma erlends banka eða fjárfesta að kaupunum á Búnaðarbankanum hafi ekki verið skilyrði að hálfu stjórnvalda og einkavæðingarnefndar á sínum tíma. S-hópurinn hafi boðið hæsta verðið og af öllum aðilum verið metinn með besta tilboðið. Þess vegna skipti samningar sem hann sagði Kaupþing hafa gert við þýska bankann engu máli, þar sem ríkið hafi fengið að fullu greitt fyrir bankann.Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gekk hvað harðast fram gegn Ólafi.Vísir/EyþórVilhjálmur sagði Ólaf ljúga Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og sem fyrstur manna lýsti miklum efasemdum um þessi viðskipti dró þetta í efa. „Fyrst að engin skilyrði voru sett, hvers vegna í ósköpunum ertu að setja upp þessa löngu fléttu með lygi og blekkingum fyrst það voru engin skilyrði sett í þessu máli,“ spurði Vilhjálmur.Sjá einnig: Ólafur Ólafsson birtir tæplega klukkutíma myndband um söluferli BúnaðarbankansHann afhenti síðan Ólafi afrit af fréttatilkynningu frá kaupendum Búnaðarbankans á sínum tíma þar sem því hafi verið sérstaklega fagnað af þeirra hálfu að erlendur aðili kæmi að kaupum bankans. Fram hefur komið eð þýski bankinn var fríaður allir ábyrgð á eign sinni á Eglu í stórum hluta í eigu Ólafs, sem síðan átti stóran hlut í Búnaðarbankanum og fékk aðeins 1 milljón evra í þóknun fyrir aðkomu sína að kaupunum. En 111 milljónir evra fóru síðar til kaupenda Búnaðarbankans sem hagnaður vegna kaupanna.Ólafur sagði fátt um eigin baksamningaÍ þinni samantekt kemur þú inn á samning sem kallaður hefur verið baksamningur Kaupþings við þýska bankann. En þú minnist hvergi í þínu 50 mínútna sjónvarpsávarpi á mögulega baksamninga þína við bankann? „Ég fór sérstaklega inn á það í mínu ávarpi að samningar bankanna á milli var ekki atriði í sölunni. Það kom ekki að ríkinu. Ríkið fékk allt sitt greitt. Það var staðið við allar skuldbindingar og það skipti ekki máli gagnvart ríkinu hvernig Hauck & Aufhauser samdi við kaupþing,“ sagði Ólafur í viðtali við fréttastofu að loknum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag.En samningar þínir í þessum málum, persónulega, um hvernig átti að skipta þessum hagnaði? „Það hafði ekkert með ríkið að gera.“Nei, það hafði með þig að gera, fékkst þú ekki einhver hagnað út úr því? „Jú, en það hafði ekkert með ríkið að gera,“ sagði Ólafur. Sjálfur hafi hann ekki gert neina baksamninga við þýska bankann.En hagnaður sem þú fékkst persónulega út úr öllum þessum viðskiptum þegar upp var staðið. Þá er ég að tala um fyrir hrun, hvað voru það miklir peningar sem þú fékkst persónulega? „Af því sem ég fékk af öllum fjárfestingum í Eglu,í beinni og óbeinni fjárfestingu í Búnaðarbankanum og síðar Kaupþingi, þá tapaði ég miklu meira en ég græddi. Og ég bauð fram á það hér áðan að senda yfirlit, sem ég mun gera, og ég skal sýna þér það.“Já, það er náttúrlega með hruninu. En áður en hrunið kom til á þessum árum 2004 til 2005 og 2006, hvað ert þú þá að fá mikið út úr þessum viðskiptum? „2007 þegar hæst lætur þá á ég reikningsfærða eign upp á nettó 70 milljarða,“ sagði Ólafur Ólafsson. Fyrir nefndinni sagði hann daginn í dag og framtíðina skipta mestu máli en ekki daginn í gær. Það sem hægt væri að læra af skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis væri að til væru ýtarlegar reglur um kaup ríkisins á eignum til að tryggja að ekki væri um vina og frændhygli að ræða, en engar slíkar reglur væru til um sölu ríkisins á eignum. Enda hefði verið tekist á um þær áratugum saman og það væri gert enn. Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Í beinni: Ólafur Ólafsson kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Ólafur Ólafsson, fjárfestir sem oftast er kenndur við Samskip, kemur í dag á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis til að ræða skýrslu rannsóknarnefndar um einkavæðingu Búnaðarbankans. 17. maí 2017 14:30 Ólafur Ólafsson birtir tæplega klukkutíma myndband um söluferli Búnaðarbankans Ólafur Ólafsson hefur birt á YouTube upptöku af framsögu sem hann hafði undibúið fyrir fund sinn með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag. 17. maí 2017 12:01 Fimm atriði í málsvörn Ólafs sem stangast á við skýrsluna og önnur gögn Það kennir ýmissa grasa í málsvörn Ólafs Ólafssonar vegna sölu Búnaðarbankans en hann birti tæplega klukkutíma langt myndband á heimasíðu sinni í dag þar sem hann les upp tæplega 6000 orða greinargerð sína vegna málsins. 17. maí 2017 16:24 Almannatengslafyrirtæki hóf undirbúning útskýringar Ólafs fyrir hálfu ári Kynning Ólafs Ólafssonar, fjárfestis sem yfirleitt er kenndur við Samskip, á aðkomu sinni á einkavæðingu Búnaðarbankans hefur verið í vinnslu í tæplega hálft ár. 17. maí 2017 14:45 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Ólafur Ólafsson fjárfestir leggur ofuráherslu á að ekki hafi verið skilyrði af hálfu stjórnvalda að erlendir fjárfestar kæmu að kaupunum á Búnaðarbankanum. Hann sagði fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag að 70 milljarða hagnaður sem orðið hafi til vegna viðskiptanna hafi allur tapast og sjálfur hafi hann ekki átt þátt í neinum baksamningum vegna kaupanna á Búnaðarbankanum. Ólafur Ólafsson kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að eigin ósk í dag til að koma á framfæri athugasemdum við skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis á einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. En rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að hann hafi hagnast um milljarða króna með baksamningum við þýska bankann Hauck & Aufhauser og með aðkomu Social General bankans í Frakklandi. Í raun hafi Ólafur Ólafsson leikið lykilhlutverk í flóknum blekkingum þar sem því hafi verið haldið fram opinberlega að verið væri að selja S-hópnum svo kallaða og þýska bankanum Búnaðarbankann. En með flóknum baksamningum hafi aflandsfélög í eigu Ólafs Ólafssonar og að öllum líkindum Kaupþings í raun og veru verið á bak við kaupin, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Ólafur birti í dag 50 mínútna sjónvarpsávarp á vefnum þar sem hann leggur megináherslu á að aðkoma erlends banka eða fjárfesta að kaupunum á Búnaðarbankanum hafi ekki verið skilyrði að hálfu stjórnvalda og einkavæðingarnefndar á sínum tíma. S-hópurinn hafi boðið hæsta verðið og af öllum aðilum verið metinn með besta tilboðið. Þess vegna skipti samningar sem hann sagði Kaupþing hafa gert við þýska bankann engu máli, þar sem ríkið hafi fengið að fullu greitt fyrir bankann.Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gekk hvað harðast fram gegn Ólafi.Vísir/EyþórVilhjálmur sagði Ólaf ljúga Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og sem fyrstur manna lýsti miklum efasemdum um þessi viðskipti dró þetta í efa. „Fyrst að engin skilyrði voru sett, hvers vegna í ósköpunum ertu að setja upp þessa löngu fléttu með lygi og blekkingum fyrst það voru engin skilyrði sett í þessu máli,“ spurði Vilhjálmur.Sjá einnig: Ólafur Ólafsson birtir tæplega klukkutíma myndband um söluferli BúnaðarbankansHann afhenti síðan Ólafi afrit af fréttatilkynningu frá kaupendum Búnaðarbankans á sínum tíma þar sem því hafi verið sérstaklega fagnað af þeirra hálfu að erlendur aðili kæmi að kaupum bankans. Fram hefur komið eð þýski bankinn var fríaður allir ábyrgð á eign sinni á Eglu í stórum hluta í eigu Ólafs, sem síðan átti stóran hlut í Búnaðarbankanum og fékk aðeins 1 milljón evra í þóknun fyrir aðkomu sína að kaupunum. En 111 milljónir evra fóru síðar til kaupenda Búnaðarbankans sem hagnaður vegna kaupanna.Ólafur sagði fátt um eigin baksamningaÍ þinni samantekt kemur þú inn á samning sem kallaður hefur verið baksamningur Kaupþings við þýska bankann. En þú minnist hvergi í þínu 50 mínútna sjónvarpsávarpi á mögulega baksamninga þína við bankann? „Ég fór sérstaklega inn á það í mínu ávarpi að samningar bankanna á milli var ekki atriði í sölunni. Það kom ekki að ríkinu. Ríkið fékk allt sitt greitt. Það var staðið við allar skuldbindingar og það skipti ekki máli gagnvart ríkinu hvernig Hauck & Aufhauser samdi við kaupþing,“ sagði Ólafur í viðtali við fréttastofu að loknum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag.En samningar þínir í þessum málum, persónulega, um hvernig átti að skipta þessum hagnaði? „Það hafði ekkert með ríkið að gera.“Nei, það hafði með þig að gera, fékkst þú ekki einhver hagnað út úr því? „Jú, en það hafði ekkert með ríkið að gera,“ sagði Ólafur. Sjálfur hafi hann ekki gert neina baksamninga við þýska bankann.En hagnaður sem þú fékkst persónulega út úr öllum þessum viðskiptum þegar upp var staðið. Þá er ég að tala um fyrir hrun, hvað voru það miklir peningar sem þú fékkst persónulega? „Af því sem ég fékk af öllum fjárfestingum í Eglu,í beinni og óbeinni fjárfestingu í Búnaðarbankanum og síðar Kaupþingi, þá tapaði ég miklu meira en ég græddi. Og ég bauð fram á það hér áðan að senda yfirlit, sem ég mun gera, og ég skal sýna þér það.“Já, það er náttúrlega með hruninu. En áður en hrunið kom til á þessum árum 2004 til 2005 og 2006, hvað ert þú þá að fá mikið út úr þessum viðskiptum? „2007 þegar hæst lætur þá á ég reikningsfærða eign upp á nettó 70 milljarða,“ sagði Ólafur Ólafsson. Fyrir nefndinni sagði hann daginn í dag og framtíðina skipta mestu máli en ekki daginn í gær. Það sem hægt væri að læra af skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis væri að til væru ýtarlegar reglur um kaup ríkisins á eignum til að tryggja að ekki væri um vina og frændhygli að ræða, en engar slíkar reglur væru til um sölu ríkisins á eignum. Enda hefði verið tekist á um þær áratugum saman og það væri gert enn.
Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Í beinni: Ólafur Ólafsson kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Ólafur Ólafsson, fjárfestir sem oftast er kenndur við Samskip, kemur í dag á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis til að ræða skýrslu rannsóknarnefndar um einkavæðingu Búnaðarbankans. 17. maí 2017 14:30 Ólafur Ólafsson birtir tæplega klukkutíma myndband um söluferli Búnaðarbankans Ólafur Ólafsson hefur birt á YouTube upptöku af framsögu sem hann hafði undibúið fyrir fund sinn með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag. 17. maí 2017 12:01 Fimm atriði í málsvörn Ólafs sem stangast á við skýrsluna og önnur gögn Það kennir ýmissa grasa í málsvörn Ólafs Ólafssonar vegna sölu Búnaðarbankans en hann birti tæplega klukkutíma langt myndband á heimasíðu sinni í dag þar sem hann les upp tæplega 6000 orða greinargerð sína vegna málsins. 17. maí 2017 16:24 Almannatengslafyrirtæki hóf undirbúning útskýringar Ólafs fyrir hálfu ári Kynning Ólafs Ólafssonar, fjárfestis sem yfirleitt er kenndur við Samskip, á aðkomu sinni á einkavæðingu Búnaðarbankans hefur verið í vinnslu í tæplega hálft ár. 17. maí 2017 14:45 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Í beinni: Ólafur Ólafsson kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Ólafur Ólafsson, fjárfestir sem oftast er kenndur við Samskip, kemur í dag á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis til að ræða skýrslu rannsóknarnefndar um einkavæðingu Búnaðarbankans. 17. maí 2017 14:30
Ólafur Ólafsson birtir tæplega klukkutíma myndband um söluferli Búnaðarbankans Ólafur Ólafsson hefur birt á YouTube upptöku af framsögu sem hann hafði undibúið fyrir fund sinn með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag. 17. maí 2017 12:01
Fimm atriði í málsvörn Ólafs sem stangast á við skýrsluna og önnur gögn Það kennir ýmissa grasa í málsvörn Ólafs Ólafssonar vegna sölu Búnaðarbankans en hann birti tæplega klukkutíma langt myndband á heimasíðu sinni í dag þar sem hann les upp tæplega 6000 orða greinargerð sína vegna málsins. 17. maí 2017 16:24
Almannatengslafyrirtæki hóf undirbúning útskýringar Ólafs fyrir hálfu ári Kynning Ólafs Ólafssonar, fjárfestis sem yfirleitt er kenndur við Samskip, á aðkomu sinni á einkavæðingu Búnaðarbankans hefur verið í vinnslu í tæplega hálft ár. 17. maí 2017 14:45