Hækkun hámarkshraða víða í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 17. maí 2017 15:36 Starfsmenn skipta um skilti sem greina frá hámarkshraða í Nevada. Á undanförnum mánuðum hefur mikið borið á fréttum um hækkaðan hámarkshraða á þjóðvegum í Bandaríkjunum. Kannanir hafa sýnt að hækkaður hámarkshraði hefur fremur orðið til þess að fækka slysum en fjölga þeim og víst er að í leiðinni komast vegfarendur um þá hraðar á milli staða og leiðist minna við aksturinn. Kannanir hafa einnig sýnt að á þeim stöðum þar sem hámarkshraði er mjög lágur leiðist ökumönnum svo við aksturinn að athyglin minnkar og meiri hætta er á að ökumenn sofni. Víst er að víða er fallegt í Bandaríkjunum, en einnig er víða afar fábreytt landslag þar sem draumur ökumannsins er helst sá að komast sem hraðast yfir. Þar sem það hefur verið metið öruggt hefur hámarkshraði gjarna verið hækkaður. Nýlega var hámarkshraði hækkaður úr 75 í 80 mílur á 210 kílómetra kafla norðaustan við Reno í Nevada og á myndinni má sjá vegagerðarmenn skipta um skilti sem greinir frá hámarkshraða þar. Þar mega ökumenn nú aka í hátt í 130 km hraða, en einmitt þann hraða má einmitt víða sjá á hraðbrautum í mörgum löndum Evrópu. Nevada bætist með þessu í hóp Idaho, Montana, S-Dakota, Texas, Utah og Wyoming, sem nýlega hafa hækkað hámarkshraða á þeim þjóðvegum sem öruggir teljast. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent
Á undanförnum mánuðum hefur mikið borið á fréttum um hækkaðan hámarkshraða á þjóðvegum í Bandaríkjunum. Kannanir hafa sýnt að hækkaður hámarkshraði hefur fremur orðið til þess að fækka slysum en fjölga þeim og víst er að í leiðinni komast vegfarendur um þá hraðar á milli staða og leiðist minna við aksturinn. Kannanir hafa einnig sýnt að á þeim stöðum þar sem hámarkshraði er mjög lágur leiðist ökumönnum svo við aksturinn að athyglin minnkar og meiri hætta er á að ökumenn sofni. Víst er að víða er fallegt í Bandaríkjunum, en einnig er víða afar fábreytt landslag þar sem draumur ökumannsins er helst sá að komast sem hraðast yfir. Þar sem það hefur verið metið öruggt hefur hámarkshraði gjarna verið hækkaður. Nýlega var hámarkshraði hækkaður úr 75 í 80 mílur á 210 kílómetra kafla norðaustan við Reno í Nevada og á myndinni má sjá vegagerðarmenn skipta um skilti sem greinir frá hámarkshraða þar. Þar mega ökumenn nú aka í hátt í 130 km hraða, en einmitt þann hraða má einmitt víða sjá á hraðbrautum í mörgum löndum Evrópu. Nevada bætist með þessu í hóp Idaho, Montana, S-Dakota, Texas, Utah og Wyoming, sem nýlega hafa hækkað hámarkshraða á þeim þjóðvegum sem öruggir teljast.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent