Sport

Conor sagði nei við Guy Ritchie

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor fer væntanlega síðar í bíómyndirnar.
Conor fer væntanlega síðar í bíómyndirnar. vísir/getty
Ólíkt því sem margir áttu von á þá er Conor McGregor ekkert að drífa sig í því að taka þátt í kvikmyndabransanum.

Það vantar ekki tilboðin en Conor hefur þegar hafnað hlutverkum í XXX: The Return of Xander Cage, Game of Thrones og Predator.

Nú hefur komið í ljós að Guy Ritchie vildi fá Conor til þess að leika í King Arthur: Legend of the Sword á sínum tíma en hann fékk nei frá Conor.

„Í undirbúningnum fyrir bardagaatriði myndarinnar þá horfðum við á marga bardaga með Conor því við vildum sama stíl á atriðin. Því vildum við ólmir fá hann í myndina en hann hafði ekki áhuga,“ sagði Ritchie.

„Hann var að undirbúa sig fyrir bardaga þá og vildi ekki trufla undirbúninginn. Það hefði verið frábært. Hann hefur þennan sjarma sem við vildum fá.“

Ritchie hefði átt að bíða eftir Conor því myndin gerði allt annað en að slá í gegn og framleiðendur töpuðu stórum peningum á myndinni.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×