Egill afbókaður vegna þrýstings femínistafélags Verzló Jakob Bjarnar skrifar 17. maí 2017 09:14 Egill var efins hvort hann ætti að taka að sér verkefnið, einmitt til að forðast uppákomur á borð við þessar. Til stóð að DJ Muscleboy, alías Egill Einarsson, myndi skemmta á lokaballi Nemendafélags Verzlunarskólans sem halda á í næstu viku, eða 23. maí. En, nú hafa orðið breytingar á þeim fyrirætlunum. Agli hefur verið skipt út fyrir Áttuna og mun þar hafa ráðið þrýstingur frá FFVÍ – sem er Femínistafélag Verzlunarskóla Íslands. Viktor Pétur Finnsson, Formaður Málfundafélagsins innan skólans tilkynnir þessar breytingar í Facebookhópi Nemendafélagsins. Hann segir að þau hafi sýnt ákveðið dómgreindarleysi við þá ákvörðunina og lofar því að þeir sem stjórna skemmtanahaldi innan skólans muni í framtíðinni ráðfæra sig við FFVÍ. Tilkynningin er svohljóðandi:Egill Einarsson.Munum ráðfæra okkur við FFVÍ í framtíðinni „Gillz afbókaður á lokaball Verzló í næstu viku, 23. maí. Kæru Verzlingar! Smávægilegar breytingar hafa orðið á plönum. Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur skapast innan og utan skólans höfum við í stjórninni ákveðið að afbóka DJ Muscleboy. Við viljum biðjast afsökunar á að hafa sýnt fram á ákveðið dómgreindarleysi í þessari ákvarðanartöku og við munum sjá til þess að eitthvað þessu líkt kemur ekki fyrir aftur. Við viljum setja gott fordæmi í vali okkar á listamönnum og tökum til greina allar þær ábendingar sem við höfum fengið. Við munum einnig ráðfæra okkur við FFVÍ við val á listamönnum í framtíðinni. Jafnframt viljum við biðja þá sem verða fyrir vonbrigðum með þessa ákvörðun fyrirfram afsökunar en örvæntið ekki! Vinir okkar í raun úr Áttunni og 12:00 munu fylla í skarðið og halda uppi geggjaðri rave stemningu! Hlökkum til að sjá ykkur babes VIVA FOKKING VERZLO.“Ætlar að rukka fyrir giggið Vísir heyrði stuttlega í Agli sem var ekki kátur með þessar vendingar. „Gæinn sem bókaði mig sagði að það væri búið að tala við kennara, nefndir í skólanum og svo framvegis. Allir sammála um að það væri ekkert vesen. Í góðu lagi að bóka Muscleboy. Ég var tvístígandi að segja já við þessu því ég nennti nákvæmlega ekki þessu. En, svo virðist sem það hafi gleymst að tala við femínistafélag Verzló. Sem virðist valdamesta félagið innan skólans,“ segir Egill Einarsson, og furðar sig mjög á þessu. „Ég ætla náttúrlega að rukka. Svo veit ég bara ekki hvað er best að gera í þessu? Maður er bara „bullyaður“ og lítið hægt að gera.“ Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Til stóð að DJ Muscleboy, alías Egill Einarsson, myndi skemmta á lokaballi Nemendafélags Verzlunarskólans sem halda á í næstu viku, eða 23. maí. En, nú hafa orðið breytingar á þeim fyrirætlunum. Agli hefur verið skipt út fyrir Áttuna og mun þar hafa ráðið þrýstingur frá FFVÍ – sem er Femínistafélag Verzlunarskóla Íslands. Viktor Pétur Finnsson, Formaður Málfundafélagsins innan skólans tilkynnir þessar breytingar í Facebookhópi Nemendafélagsins. Hann segir að þau hafi sýnt ákveðið dómgreindarleysi við þá ákvörðunina og lofar því að þeir sem stjórna skemmtanahaldi innan skólans muni í framtíðinni ráðfæra sig við FFVÍ. Tilkynningin er svohljóðandi:Egill Einarsson.Munum ráðfæra okkur við FFVÍ í framtíðinni „Gillz afbókaður á lokaball Verzló í næstu viku, 23. maí. Kæru Verzlingar! Smávægilegar breytingar hafa orðið á plönum. Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur skapast innan og utan skólans höfum við í stjórninni ákveðið að afbóka DJ Muscleboy. Við viljum biðjast afsökunar á að hafa sýnt fram á ákveðið dómgreindarleysi í þessari ákvarðanartöku og við munum sjá til þess að eitthvað þessu líkt kemur ekki fyrir aftur. Við viljum setja gott fordæmi í vali okkar á listamönnum og tökum til greina allar þær ábendingar sem við höfum fengið. Við munum einnig ráðfæra okkur við FFVÍ við val á listamönnum í framtíðinni. Jafnframt viljum við biðja þá sem verða fyrir vonbrigðum með þessa ákvörðun fyrirfram afsökunar en örvæntið ekki! Vinir okkar í raun úr Áttunni og 12:00 munu fylla í skarðið og halda uppi geggjaðri rave stemningu! Hlökkum til að sjá ykkur babes VIVA FOKKING VERZLO.“Ætlar að rukka fyrir giggið Vísir heyrði stuttlega í Agli sem var ekki kátur með þessar vendingar. „Gæinn sem bókaði mig sagði að það væri búið að tala við kennara, nefndir í skólanum og svo framvegis. Allir sammála um að það væri ekkert vesen. Í góðu lagi að bóka Muscleboy. Ég var tvístígandi að segja já við þessu því ég nennti nákvæmlega ekki þessu. En, svo virðist sem það hafi gleymst að tala við femínistafélag Verzló. Sem virðist valdamesta félagið innan skólans,“ segir Egill Einarsson, og furðar sig mjög á þessu. „Ég ætla náttúrlega að rukka. Svo veit ég bara ekki hvað er best að gera í þessu? Maður er bara „bullyaður“ og lítið hægt að gera.“
Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira