Þórsarar úr leik eftir tap fyrir Ægismönnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. maí 2017 22:01 Þór hefur byrjað tímabilið skelfilega. vísir/anton Matraðarbyrjun Þórsara á tímabilinu heldur áfram en í kvöld féll liðið úr leik fyrir 3. deildarliði Ægis á heimavelli í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla. Þór situr á botni Inkasso-deildarinnar eftir tvö töp í fyrstu tveimur umferðunum og er núna dottinn út úr bikarkeppninni. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar voru Ægismenn ískaldir og skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum á meðan Orri Freyr Hjaltalín brenndi af fjórðu spyrnu Þórs. Lokatölur 3-5 eftir vítakeppni. Þrír aðrir leikir fóru fram í Borgunarbikarnum í kvöld. Kolbeinn Kárason tryggði Leikni R. sigur á Þrótti R., 2-1, í leik tveggja Inkasso-deildarliða á Leiknisvelli. Staðan var markalaus í hálfleik en á 50. mínútu kom Skúli E. Kristjánsson Sigurz, lánsmaður frá Breiðabliki, Leikni yfir með sínu fyrsta marki fyrir félagið. Tíu mínútum síðar jafnaði Þróttur metin með sjálfsmarki Halldórs Kristins Halldórssonar. Þegar fjórar mínútur voru til leiksloka skoraði Kolbeinn svo sigurmark Leiknis með skalla eftir hornspyrnu Ragnars Leóssonar. Selfoss, topplið Inkasso-deildarinnar, þurfti að hafa mikið fyrir því að vinna 3. deildarlið Kára á heimavelli. Lokatölur 3-2, Selfossi í vil. Selfyssingar byrjuðu leikinn betur og eftir korter var staðan orðin 2-0, heimamönnum í vil. Alfi Conteh Lacalle og James Mack skoruðu mörkin. Káramenn gáfust ekki upp og jöfnuðu metin með mörkum Andra Júlíussonar og Arnórs Snæs Guðmundssonar. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma skoraði Elvar Ingi Vignisson sigurmark Selfyssinga með skalla eftir fyrirgjöf frá Giordano Pantano. Grótta lenti undir gegn 3. deildarliði Berserkja en kom til baka og vann 1-4 sigur. Karel Sigurðsson kom Berserkjum yfir á 7. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Viktor Smári Segatta metin. Jóhannes Hilmarsson, Agnar Guðjónsson og Viktor Smári bættu svo við mörkum og Seltirningar eru því komnir áfram í 16-liða úrslit. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira
Matraðarbyrjun Þórsara á tímabilinu heldur áfram en í kvöld féll liðið úr leik fyrir 3. deildarliði Ægis á heimavelli í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla. Þór situr á botni Inkasso-deildarinnar eftir tvö töp í fyrstu tveimur umferðunum og er núna dottinn út úr bikarkeppninni. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar voru Ægismenn ískaldir og skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum á meðan Orri Freyr Hjaltalín brenndi af fjórðu spyrnu Þórs. Lokatölur 3-5 eftir vítakeppni. Þrír aðrir leikir fóru fram í Borgunarbikarnum í kvöld. Kolbeinn Kárason tryggði Leikni R. sigur á Þrótti R., 2-1, í leik tveggja Inkasso-deildarliða á Leiknisvelli. Staðan var markalaus í hálfleik en á 50. mínútu kom Skúli E. Kristjánsson Sigurz, lánsmaður frá Breiðabliki, Leikni yfir með sínu fyrsta marki fyrir félagið. Tíu mínútum síðar jafnaði Þróttur metin með sjálfsmarki Halldórs Kristins Halldórssonar. Þegar fjórar mínútur voru til leiksloka skoraði Kolbeinn svo sigurmark Leiknis með skalla eftir hornspyrnu Ragnars Leóssonar. Selfoss, topplið Inkasso-deildarinnar, þurfti að hafa mikið fyrir því að vinna 3. deildarlið Kára á heimavelli. Lokatölur 3-2, Selfossi í vil. Selfyssingar byrjuðu leikinn betur og eftir korter var staðan orðin 2-0, heimamönnum í vil. Alfi Conteh Lacalle og James Mack skoruðu mörkin. Káramenn gáfust ekki upp og jöfnuðu metin með mörkum Andra Júlíussonar og Arnórs Snæs Guðmundssonar. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma skoraði Elvar Ingi Vignisson sigurmark Selfyssinga með skalla eftir fyrirgjöf frá Giordano Pantano. Grótta lenti undir gegn 3. deildarliði Berserkja en kom til baka og vann 1-4 sigur. Karel Sigurðsson kom Berserkjum yfir á 7. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Viktor Smári Segatta metin. Jóhannes Hilmarsson, Agnar Guðjónsson og Viktor Smári bættu svo við mörkum og Seltirningar eru því komnir áfram í 16-liða úrslit. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira