Bestu tilþrifin frá torfærunni á Hellu Finnur Thorlacius skrifar 16. maí 2017 13:39 Bílunum var ekki hlíft í tofærunni á Hellu um helgina. Það voru 3.200 spenntir áhorfendur sem mættu á fyrstu torfæru sumarsins sem fram fór á Hellu á laugardaginn. Eknar voru sex brautir. Fyrstu þrjár þeirra voru hefðbundnar brautir. Síðan kom að tímabraut og þá önnur tímabraut í ánni og að lokum mýrin fræga sem síðasta braut. Keppnin gekk mjög vel fyrir sig og sólin lét sjá sig vel, en reyndar var þónokkur vindur meðan á mótinu stóð. Í götubílaflokki mætti Ragnar Skúlason á Íslandsmeistarabílnum sem Ívar Guðmundsson hefur verið á löngum. Ragnar er fyrrverandi Íslandsmeistari árin 1992 og 1994. Hann var með forystuna lengi vel en velti í tímabrautinni og Eðvald Orri fór þar með upp í fyrsta sætið. Í sérútbúna flokknum var það Guðmundur Ingi Arnarson sem vann nokkuð örugglega eftir að Atli Jamil, sem var með forystuna fyrir tímabraut, velti í henni og Geir Evert Grímsson stoppaði í mýrinni. Guðmundur Ingi var í öðru sæti í Íslandsmótinu í fyrra. Elías Guðmundsson hafnaði í 3. sæti í sinni annarri keppni. Hann fékk lánaðan bíl frá Akureyri í fyrra, en hann fjárfesti í bíl frá Noregi fyrir keppnisröðina í ár og var að keppa í sinni fyrstu keppni á nýja bílnum. Árni Kópsson mætti heldur betur til leiks og sýndi og sannaði að hann hefur engu gleymt. Hraðametið á ánni er 87 km hraði, Guðbjörn Grímsson setti það árið 2014. Árni náði 84 km hraða. Frábært var að fylgjast með endurkomu hans í þessari keppni. Gestur J. Ingólfsson fékk tilþrifaveðlaunin. Næsta torfærukeppni fer svo fram í Stapafelli á Reykjanesinu laugardaginn 27. maí. Úrslitin í keppninni á Hellu urðu þessi og myndband unnið af Jakob C frá keppninni má finna að neðan: Sérútbúnir bílar 1.796 1 Guðmundur Ingi Arnarson Ljónið 1.579 2 Magnús Sigurðsson Kubbur 1.566 3 Elías Guðmundsson Ótemjan 1.385 4 Geir Evert Grímsson Sleggjan 1.364 5 Þór Þormar Pálsson THOR 1.350 6 Atli Jamil Ásgeirsson Thunderbolt 1.267 7 Arnar Elí Gunnarsson Allin 1.233 8 Gestur Jón Ingólfsson Draumurinn 1.231 9 Árni Kópsson Heimasætan 1.042 10 Ingólfur Guðvarðarson Guttinn Reborn 808 11 Aron Ingi Svansson Zombie 710 12 Valdimar Jón Sveinsson Crash Hard 683 13 Birgir Sigurðsson General doctorinn Götubílaflokkur 1.492 1 Eðvald Orri Guðmundsson Pjakkurinn 1.220 2 Ragnar Skúlason Kölski 910 3 Haukur Birgisson Þeytingur 560 4 Steingrímur Bjarnason Strumpurinn 150 5 Sveinbjörn Reynisson Bazooka Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent
Það voru 3.200 spenntir áhorfendur sem mættu á fyrstu torfæru sumarsins sem fram fór á Hellu á laugardaginn. Eknar voru sex brautir. Fyrstu þrjár þeirra voru hefðbundnar brautir. Síðan kom að tímabraut og þá önnur tímabraut í ánni og að lokum mýrin fræga sem síðasta braut. Keppnin gekk mjög vel fyrir sig og sólin lét sjá sig vel, en reyndar var þónokkur vindur meðan á mótinu stóð. Í götubílaflokki mætti Ragnar Skúlason á Íslandsmeistarabílnum sem Ívar Guðmundsson hefur verið á löngum. Ragnar er fyrrverandi Íslandsmeistari árin 1992 og 1994. Hann var með forystuna lengi vel en velti í tímabrautinni og Eðvald Orri fór þar með upp í fyrsta sætið. Í sérútbúna flokknum var það Guðmundur Ingi Arnarson sem vann nokkuð örugglega eftir að Atli Jamil, sem var með forystuna fyrir tímabraut, velti í henni og Geir Evert Grímsson stoppaði í mýrinni. Guðmundur Ingi var í öðru sæti í Íslandsmótinu í fyrra. Elías Guðmundsson hafnaði í 3. sæti í sinni annarri keppni. Hann fékk lánaðan bíl frá Akureyri í fyrra, en hann fjárfesti í bíl frá Noregi fyrir keppnisröðina í ár og var að keppa í sinni fyrstu keppni á nýja bílnum. Árni Kópsson mætti heldur betur til leiks og sýndi og sannaði að hann hefur engu gleymt. Hraðametið á ánni er 87 km hraði, Guðbjörn Grímsson setti það árið 2014. Árni náði 84 km hraða. Frábært var að fylgjast með endurkomu hans í þessari keppni. Gestur J. Ingólfsson fékk tilþrifaveðlaunin. Næsta torfærukeppni fer svo fram í Stapafelli á Reykjanesinu laugardaginn 27. maí. Úrslitin í keppninni á Hellu urðu þessi og myndband unnið af Jakob C frá keppninni má finna að neðan: Sérútbúnir bílar 1.796 1 Guðmundur Ingi Arnarson Ljónið 1.579 2 Magnús Sigurðsson Kubbur 1.566 3 Elías Guðmundsson Ótemjan 1.385 4 Geir Evert Grímsson Sleggjan 1.364 5 Þór Þormar Pálsson THOR 1.350 6 Atli Jamil Ásgeirsson Thunderbolt 1.267 7 Arnar Elí Gunnarsson Allin 1.233 8 Gestur Jón Ingólfsson Draumurinn 1.231 9 Árni Kópsson Heimasætan 1.042 10 Ingólfur Guðvarðarson Guttinn Reborn 808 11 Aron Ingi Svansson Zombie 710 12 Valdimar Jón Sveinsson Crash Hard 683 13 Birgir Sigurðsson General doctorinn Götubílaflokkur 1.492 1 Eðvald Orri Guðmundsson Pjakkurinn 1.220 2 Ragnar Skúlason Kölski 910 3 Haukur Birgisson Þeytingur 560 4 Steingrímur Bjarnason Strumpurinn 150 5 Sveinbjörn Reynisson Bazooka
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent