Mafían sögð hafa rekið stærstu flóttamannabúðirnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. maí 2017 23:31 Búðirnar eru í Isola di Capo Rizzuto. vísir/afp Einar stærstu flóttamannabúðir Ítalíu hafa verið í höndum mafíunnar í meira en áratug, að sögn lögreglunnar þar í landi. Lögreglan handtók í dag 68 manns, þar af einn prest, í tengslum við málið. Um er að ræða Arena-mafíuna sem tilheyrir valdamiklu glæpasamtökunum 'Ndrangheta. Breska ríkisútvarpið greinir frá.Földu eignarhaldið og drógu sér fé Mafían er sögð hafa falið eignarhaldið með því að skýla sér bakvið kaþólsk góðgerðarsamtök. Þannig hafi hún dregið sér opinbert fé sem ætlað var flóttamannabúðunum, en talið er að mafían hafi nýtt allt að þriðjung þess fjármagns sem átti að renna í búðirnar til eigin nota. Þá hafi presturinn, Eduardo Scordio, fengið á þessu ári um 132 þúsund evrur, tæplega 15 milljónir króna fyrir að sinna „andlegri þjónustu“ á svæðinu. Ríkið hefur varið 100 milljónum evra, eða rúmlega 11 milljörðum íslenskra króna, í flóttamannabúðirnar síðastliðin tíu ár. Búðirnar rúma allt að 1.500 manns hverju sinni.Fólkið svelt Tvö ár eru síðan ítalska tímaritið L‘Espresso birti grein þar sem fullyrt var að fjármunum væri stolið úr flóttamannabúðunum, og að stjórnendur sveltu flóttamenn frekar en að þurfa að nota peningana í matarinnkaup. Ári áður var greint frá því fjöldi fólks í búðunum væri mun meiri en leyfilegt væri. Þá komst heilbrigðiseftirlitið að því árið 2013 að matarskammtarnir væru alltof litlir og maturinn oftar en ekki útrunninn. Yfirvöld á Ítalíu telja að búðirnar hafi verið notaðar sem nokkurs konar þvottastöð fyrir peninga mafíunnar. Yfir 500 lögregluþjónar tóku þátt í aðgerðunum en hinir grunuðu eru sakaðir um fjársvik, ólöglegan vopnaburð, þjófnað og fleira. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira
Einar stærstu flóttamannabúðir Ítalíu hafa verið í höndum mafíunnar í meira en áratug, að sögn lögreglunnar þar í landi. Lögreglan handtók í dag 68 manns, þar af einn prest, í tengslum við málið. Um er að ræða Arena-mafíuna sem tilheyrir valdamiklu glæpasamtökunum 'Ndrangheta. Breska ríkisútvarpið greinir frá.Földu eignarhaldið og drógu sér fé Mafían er sögð hafa falið eignarhaldið með því að skýla sér bakvið kaþólsk góðgerðarsamtök. Þannig hafi hún dregið sér opinbert fé sem ætlað var flóttamannabúðunum, en talið er að mafían hafi nýtt allt að þriðjung þess fjármagns sem átti að renna í búðirnar til eigin nota. Þá hafi presturinn, Eduardo Scordio, fengið á þessu ári um 132 þúsund evrur, tæplega 15 milljónir króna fyrir að sinna „andlegri þjónustu“ á svæðinu. Ríkið hefur varið 100 milljónum evra, eða rúmlega 11 milljörðum íslenskra króna, í flóttamannabúðirnar síðastliðin tíu ár. Búðirnar rúma allt að 1.500 manns hverju sinni.Fólkið svelt Tvö ár eru síðan ítalska tímaritið L‘Espresso birti grein þar sem fullyrt var að fjármunum væri stolið úr flóttamannabúðunum, og að stjórnendur sveltu flóttamenn frekar en að þurfa að nota peningana í matarinnkaup. Ári áður var greint frá því fjöldi fólks í búðunum væri mun meiri en leyfilegt væri. Þá komst heilbrigðiseftirlitið að því árið 2013 að matarskammtarnir væru alltof litlir og maturinn oftar en ekki útrunninn. Yfirvöld á Ítalíu telja að búðirnar hafi verið notaðar sem nokkurs konar þvottastöð fyrir peninga mafíunnar. Yfir 500 lögregluþjónar tóku þátt í aðgerðunum en hinir grunuðu eru sakaðir um fjársvik, ólöglegan vopnaburð, þjófnað og fleira.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira