Ferðaþjónustan hafnar því að vera tvísaga Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2017 16:29 Helga Árnadóttir hefur lítinn áhuga á því að sitja undir háðsglósum ráðherra og segir málið á misskilningi byggt. Samtök ferðaþjónustunnar hafa brugðist skjótt við ummælum Bjartar Ólafdóttur umhverfisráðherra, sem vill meina að forkólfar þar séu ekki samkvæmir sjálfum sér gagnvart bílastæðagjöldum. Vísir greindi frá málinu fyrr í dag. Samtökin hafa nú sent frá sér ályktun vegna málsins, sem sjá má í heild sinni hér neðar. Skapti Örn Ólafsson er upplýsingafulltrúi hjá Samtökum ferðaþjónustunnar og hann segir það alls ekki vera svo að fólk innan ferðaþjónustunnar vilji skattyrðast við ráðherra. Hann segir orð ráðherra vera á misskilningi byggð, það vanti einfaldlega botninn í söguna. Samtök ferðaþjónustunnar hafi lengi talað fyrir bílastæðagjöldum sem skynsamlegri þegar gjaldtaka er annars vegar. Hins vegar þurfi að gæta samræmis og það megi glögglega sjá í téðri umsögn Samtakanna við frumvarpi Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um bílastæðagjöld. Slík gjaldtaka verði að vera skýr, sanngjörn og einföld í framkvæmd. Þá þarf að huga að skipulagi og samræmingu hvað gjaldtökuna varðar. Skapti Örn vísar að öðru leyti til ályktunarinnar sem er svohljóðandi:„SAF eru fylgjandi gjaldtöku fyrir virðisaukandi þjónustu Fyrir Alþingi liggur nú fyrir frumvarp til laga um breytingar á umferðalögum sem snúa að bílastæðagjöldum. Í ljósi umræðunnar vilja Samtök ferðaþjónustunnar benda á að þau hafa lengi talað fyrir og eru fylgjandi gjaldtöku fyrir hverskonar virðisaukandi þjónustu, m.a. bílastæðagjöldum. Samtökin vilja árétta að markmið slíkrar gjaldtöku þarf að vera skýrt og að gætt sé að samræmingu hvað varðar gjaldtökuna sjálfa. Ekki gengur að gjaldtaka í formi bílastæðagjalda sé stjórnlaus og án alls skipulags og samræmingar. Þá er mikilvægt að þær tekjur sem verða til við innheimtu bílastæðagjalda fari sannarlega til uppbyggingar á ferðamannastöðum enda mikilvægt að tryggja sjálfbærni náttúrunnar, auðlindina sem ferðaþjónustan byggir á og landsmenn allir vilja njóta. Samtökin geta ekki sætt sig við lög sem festa ferðaþjónustufyrirtæki í viðjum óskipulagðrar gjaldtöku og skila ekki tilætluðum árangri. Skilvirkt, sanngjarnt og einfalt kerfi er það sem SAF kalla eftir. Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar“Rangtúlkun fjölmiðla Því er svo við þetta að bæta að Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur sent athugasemd inn á Facebookvegg ráðherrans þar sem hún segir að afstöðu samtakanna óbreytta: „þ.e. þau eru fylgjandi gjaldtöku fyrir hvers konar virðisaukandi þjónustu s.s. bílastæðagjöld þó svo að fjölmiðlar kjósi að túlka umsögn okkar á annan veg. Kær kveðja Helga.“ Ráherra telur um að gera að leiðrétta fréttina sem allt snýst um, sé hún röng. „Sá þetta í fjölmiðlum og fannst þetta bara dálítið skondið- verð nú alveg að viðurkenna það.“ Tengdar fréttir Umhverfisráðherra sendir ferðaþjónustunni glósu Björt Ólafsdóttir telur forkólfa ferðaþjónustunnar ósamkvæma sjálfum sér. 15. maí 2017 14:50 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar hafa brugðist skjótt við ummælum Bjartar Ólafdóttur umhverfisráðherra, sem vill meina að forkólfar þar séu ekki samkvæmir sjálfum sér gagnvart bílastæðagjöldum. Vísir greindi frá málinu fyrr í dag. Samtökin hafa nú sent frá sér ályktun vegna málsins, sem sjá má í heild sinni hér neðar. Skapti Örn Ólafsson er upplýsingafulltrúi hjá Samtökum ferðaþjónustunnar og hann segir það alls ekki vera svo að fólk innan ferðaþjónustunnar vilji skattyrðast við ráðherra. Hann segir orð ráðherra vera á misskilningi byggð, það vanti einfaldlega botninn í söguna. Samtök ferðaþjónustunnar hafi lengi talað fyrir bílastæðagjöldum sem skynsamlegri þegar gjaldtaka er annars vegar. Hins vegar þurfi að gæta samræmis og það megi glögglega sjá í téðri umsögn Samtakanna við frumvarpi Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um bílastæðagjöld. Slík gjaldtaka verði að vera skýr, sanngjörn og einföld í framkvæmd. Þá þarf að huga að skipulagi og samræmingu hvað gjaldtökuna varðar. Skapti Örn vísar að öðru leyti til ályktunarinnar sem er svohljóðandi:„SAF eru fylgjandi gjaldtöku fyrir virðisaukandi þjónustu Fyrir Alþingi liggur nú fyrir frumvarp til laga um breytingar á umferðalögum sem snúa að bílastæðagjöldum. Í ljósi umræðunnar vilja Samtök ferðaþjónustunnar benda á að þau hafa lengi talað fyrir og eru fylgjandi gjaldtöku fyrir hverskonar virðisaukandi þjónustu, m.a. bílastæðagjöldum. Samtökin vilja árétta að markmið slíkrar gjaldtöku þarf að vera skýrt og að gætt sé að samræmingu hvað varðar gjaldtökuna sjálfa. Ekki gengur að gjaldtaka í formi bílastæðagjalda sé stjórnlaus og án alls skipulags og samræmingar. Þá er mikilvægt að þær tekjur sem verða til við innheimtu bílastæðagjalda fari sannarlega til uppbyggingar á ferðamannastöðum enda mikilvægt að tryggja sjálfbærni náttúrunnar, auðlindina sem ferðaþjónustan byggir á og landsmenn allir vilja njóta. Samtökin geta ekki sætt sig við lög sem festa ferðaþjónustufyrirtæki í viðjum óskipulagðrar gjaldtöku og skila ekki tilætluðum árangri. Skilvirkt, sanngjarnt og einfalt kerfi er það sem SAF kalla eftir. Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar“Rangtúlkun fjölmiðla Því er svo við þetta að bæta að Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur sent athugasemd inn á Facebookvegg ráðherrans þar sem hún segir að afstöðu samtakanna óbreytta: „þ.e. þau eru fylgjandi gjaldtöku fyrir hvers konar virðisaukandi þjónustu s.s. bílastæðagjöld þó svo að fjölmiðlar kjósi að túlka umsögn okkar á annan veg. Kær kveðja Helga.“ Ráherra telur um að gera að leiðrétta fréttina sem allt snýst um, sé hún röng. „Sá þetta í fjölmiðlum og fannst þetta bara dálítið skondið- verð nú alveg að viðurkenna það.“
Tengdar fréttir Umhverfisráðherra sendir ferðaþjónustunni glósu Björt Ólafsdóttir telur forkólfa ferðaþjónustunnar ósamkvæma sjálfum sér. 15. maí 2017 14:50 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Umhverfisráðherra sendir ferðaþjónustunni glósu Björt Ólafsdóttir telur forkólfa ferðaþjónustunnar ósamkvæma sjálfum sér. 15. maí 2017 14:50