Nýr forsetabíll Frakklands er Citroën DS7 Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2017 10:13 Citroën DS7 bíll Emmanuel Macron við embættistökuna. Emmanuel Macron, hinn nýi forseti Frakklands, mun nota Citroën DS7 sem forsetabíl. Citroën kynnti þennan nýja lúxusbíl sinn fyrir um 2 mánuðum síðan en var nú fyrst sýndur almenningi við embættistöku hins nýja forseta. Eðlilega er þessi bíll forsetans ekki hefðbundin gerð DS7 bílsins, en hann er til að mynda með sérstaka topplúgu sem gerir hinum nýja forseta kleift að standa uppúr bílnum og sýna sig almenningi. Bíllinn er í Ink Blue lit að utan og innréttingin skartar svörtu leðri í útfærslu sem þeir Citroën menn kalla „Opera Inspiration“ og nefnd eftir eina hverfa Parísarborgar. Engar upplýsingar eru um vélbúnað bílsins. Citroën ætlar að setja DS7 bíl sinn á markað í janúar á næsta ári og mun hann vera búinn sjálfakandi tækni og háþróaðri fjöðrun sem notast við myndavélar sem lesa ójöfnur á veginum framundan. Emmanuel Macron er ekki fyrsti forseti Frakklands sem notast við DS bíl frá Citroën því það gerði einnig Charles de Gaulle á sjöunda áratug síðustu aldar og eftirmenn hans, þeir Giscard d´Estaing, Francois Mitterand og Jacques Chirac notuðust einnig við mismunandi gerðir Citroën/DS bíla. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent
Emmanuel Macron, hinn nýi forseti Frakklands, mun nota Citroën DS7 sem forsetabíl. Citroën kynnti þennan nýja lúxusbíl sinn fyrir um 2 mánuðum síðan en var nú fyrst sýndur almenningi við embættistöku hins nýja forseta. Eðlilega er þessi bíll forsetans ekki hefðbundin gerð DS7 bílsins, en hann er til að mynda með sérstaka topplúgu sem gerir hinum nýja forseta kleift að standa uppúr bílnum og sýna sig almenningi. Bíllinn er í Ink Blue lit að utan og innréttingin skartar svörtu leðri í útfærslu sem þeir Citroën menn kalla „Opera Inspiration“ og nefnd eftir eina hverfa Parísarborgar. Engar upplýsingar eru um vélbúnað bílsins. Citroën ætlar að setja DS7 bíl sinn á markað í janúar á næsta ári og mun hann vera búinn sjálfakandi tækni og háþróaðri fjöðrun sem notast við myndavélar sem lesa ójöfnur á veginum framundan. Emmanuel Macron er ekki fyrsti forseti Frakklands sem notast við DS bíl frá Citroën því það gerði einnig Charles de Gaulle á sjöunda áratug síðustu aldar og eftirmenn hans, þeir Giscard d´Estaing, Francois Mitterand og Jacques Chirac notuðust einnig við mismunandi gerðir Citroën/DS bíla.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent