Ferðaþjónustufyrirtæki gera sextán ára stúlku kleift að láta draum sinn rætast Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. maí 2017 20:00 Í gær setti Margét Inga Gísladóttir inn fyrirspurn á Bakland ferðaþjónustunnar og bað um hugmyndir að ódýrum ferðum fyrir hina sextán ára Emily - sem hefur lengi dreymt um að komast til Íslands. Stúlkan er með sjaldgæfan sjúkdóm, Cystic Fibrosis, eins og eins árs gömul dóttir Margrétar, og eru Margrét og móðir Emily saman í spjalli mæðra barna með sjúkdóminn. Sjúkdómurinn veldur því að lungun eyðileggjast smám saman og er Emily langt leidd af sjúkdómnum. „Þær vildu reyna að koma á meðan hún er ennþá ferðafær. Hún er orðin mjög lasin og er nýlega búin að vera á sjúkrahúsi þar sem hún var mjög veik- þannig að það var hennar draumur að koma hingað," segir Margrét.Margrét hefur fengið um sjötíu svör við færslunni og þar af fjölmörg tilboð um fría þjónustu fyrir mæðgurnar.Margrét fékk ótrúlega góð viðbrögð við fyrirspurninni. Hún hefur fengið tugi svara og skilaboða þar sem ferðaþjónustufyrirtæki bjóða mæðgunum í hinar ýmsu ferðir, til að mynda í hestaferð, jeppaferð, hvalaskoðun og hellaferð. En einnig hefur þeim verið boðin frí gisting og matur, fríar samgöngur og svo mætti lengi telja. Mæðgurnar eru í skýjunum og eiga í vændum eftirminnilega ferð á Íslandi í júlí. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 þakkar Emily kærlega fyrir og er hún himinlifandi yfir að geta látið draum sinn rætast. Móðir hennar bendir á að það sé mjög dýrt að fá meðferð og lyf við sjúkdómi Emily úti í Bandaríkjunum. Því hafi hún ekki getað uppfyllt aðrar þarfir Emily og þær hafi lítið milli handanna. „Sem móðir þá er ég svo innilega þakklát fyrir að þið hjálpið mér að gera þennan draum að veruleika," segir hún meðal annars í viðtalinu. Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Í gær setti Margét Inga Gísladóttir inn fyrirspurn á Bakland ferðaþjónustunnar og bað um hugmyndir að ódýrum ferðum fyrir hina sextán ára Emily - sem hefur lengi dreymt um að komast til Íslands. Stúlkan er með sjaldgæfan sjúkdóm, Cystic Fibrosis, eins og eins árs gömul dóttir Margrétar, og eru Margrét og móðir Emily saman í spjalli mæðra barna með sjúkdóminn. Sjúkdómurinn veldur því að lungun eyðileggjast smám saman og er Emily langt leidd af sjúkdómnum. „Þær vildu reyna að koma á meðan hún er ennþá ferðafær. Hún er orðin mjög lasin og er nýlega búin að vera á sjúkrahúsi þar sem hún var mjög veik- þannig að það var hennar draumur að koma hingað," segir Margrét.Margrét hefur fengið um sjötíu svör við færslunni og þar af fjölmörg tilboð um fría þjónustu fyrir mæðgurnar.Margrét fékk ótrúlega góð viðbrögð við fyrirspurninni. Hún hefur fengið tugi svara og skilaboða þar sem ferðaþjónustufyrirtæki bjóða mæðgunum í hinar ýmsu ferðir, til að mynda í hestaferð, jeppaferð, hvalaskoðun og hellaferð. En einnig hefur þeim verið boðin frí gisting og matur, fríar samgöngur og svo mætti lengi telja. Mæðgurnar eru í skýjunum og eiga í vændum eftirminnilega ferð á Íslandi í júlí. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 þakkar Emily kærlega fyrir og er hún himinlifandi yfir að geta látið draum sinn rætast. Móðir hennar bendir á að það sé mjög dýrt að fá meðferð og lyf við sjúkdómi Emily úti í Bandaríkjunum. Því hafi hún ekki getað uppfyllt aðrar þarfir Emily og þær hafi lítið milli handanna. „Sem móðir þá er ég svo innilega þakklát fyrir að þið hjálpið mér að gera þennan draum að veruleika," segir hún meðal annars í viðtalinu.
Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira