Lewis Hamilton vann á Spáni Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. maí 2017 13:41 Lewis Hamilton var fyrstur í mark í spænska kappakstrinum. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í spænska kappakstrinum. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. Vettel stal forystunni strax í ræsingunni. Hamilton var örlítið hægari af stað. Kimi Raikkonen og Max Verstappen lentu í samstuði í fyrstu beygju. Verstappen komst inn á þjónustusvæðið til að hætta keppni en Raikkonen stöðvaði bílinn utan brautar með fjöðrunina hægra megin að framan mölbrotna. Heimsmeistarakeppni ökumanna er orðinn afar spennandi. Munurinn á Hamilton og Vettel er sex stig. Liðsfélagar beggja duttu út. Vettel setti í botn strax í byrjun og myndaði sér gott forskot. Eftir þrjá hringi var hann kominn með rúmlega tveggja sekúndna forskot. Alonso sem átti eina bestu tímatöku ferilsins í gær ræsti sjöundi. Hann lenti í samstuði við Felipe Massa á Williams í fyrstu beygju og tapaði fjórum sætum við það að fara yfir mölina. Vettel kom inn á þjónustusvæðið á 14. hring og tók aftur mjúk dekk undir. Hamilton var á meðan að setja hraðasta hring keppninnar. Vettel svaraði svo á sínum fyrsta hring á nýjum dekkjum. Hamilton kom inn á þjónustusvæðið á 21. hring og fékk hörðu dekkin undir. Hamilton kom út á brautina aftur um átta sekúndum á eftir Vettel sem hafði ekið afar vel á nýju dekkjunum þá 7 hringi sem hann hafði á meðan Hamilton var á slitnum dekkjum.Fernando Alonso átti ekki góðan dag í dag eftir magnaða tímatöku í gær.Vísir/GettyValtteri Bottas átt eftir að taka þjónustuhlé og Vettel var búinn að ná honum. Hamilton nálgaðist óðfluga á meðan Vettel tapaði tíma fyrir aftan Bottas. Vettel komst svo fram úr Bottas á dramatískan hátt á 25. hring og gat þá reynt að aka aðeins hraðar til að mynda bil á milli sín og Hamilton. Vettel átti eftir að taka undir meðal-hörðu dekkin. Stafræni öryggisbíllinn var virkjaður á 35. hring þegar Stoffel Vandoorne á McLaren keyrði á Massa í fyrstu beygju. Vandoorne virtist hreinlega ekki sjá Massa. Hamilton kom inn á þjónustusvæðið á 37. hring og fékk mjúku dekkin undir, hann ætlaði að nýta sér stafræða öryggisbílinn en hann var óvirkjaður meðan Hamilton var að aka inn á svæðið. Vettel svaraði á næsta hring og fékk meðal-hörðu dekkin undir. Þegar Vettel kom út á brautina aftur voru þeir jafnir í gegnum fyrstu beygju og skullu saman. Baráttan um forystuna var rosaleg. Eldur fór að loga í Mercedes bíl Bottas á 40. hring og Bottas var þar með úr leik. Við það færðist Daniel Ricciardo á Red Bull upp í þriðja sætið. Hamilton tók fram úr Vettel á ráskaflanum á 43. hring. Hamilton var hins vegar á mjúkum dekkjum og þau endast ekki eins lengi og meðal-hörðu dekkin sem voru undir hjá Vettel. Vettel hóf að sækja á Hamilton undir lok 59. hrings. Bilið var þá 3,5 sekúndur og Vettel var fljótur að saxa á forskot Hamilton. Vettel reyndi hvað hann gat en allt kom fyrir ekki. Hamilton kom fyrstur í mark. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton ræsir fremstur á Spáni Lewis Hamilton náði í ráspól í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas varð þriðji. 13. maí 2017 12:54 Alonso: Sjöunda sæti er eins og gjöf í dag Lewis Hamilton náði ráspól fyrir spænska kappaksturinn sem fram fer á morgun eftir afar spennandi tímatöku. Fernando Alonso kom einna helst á óvart með sjöunda sætinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 13. maí 2017 20:45 Lewis Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfngum dagsins sem fram fóru á Katalóníubrautinni á Spáni. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á báðum æfingum. 12. maí 2017 20:15 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í spænska kappakstrinum. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. Vettel stal forystunni strax í ræsingunni. Hamilton var örlítið hægari af stað. Kimi Raikkonen og Max Verstappen lentu í samstuði í fyrstu beygju. Verstappen komst inn á þjónustusvæðið til að hætta keppni en Raikkonen stöðvaði bílinn utan brautar með fjöðrunina hægra megin að framan mölbrotna. Heimsmeistarakeppni ökumanna er orðinn afar spennandi. Munurinn á Hamilton og Vettel er sex stig. Liðsfélagar beggja duttu út. Vettel setti í botn strax í byrjun og myndaði sér gott forskot. Eftir þrjá hringi var hann kominn með rúmlega tveggja sekúndna forskot. Alonso sem átti eina bestu tímatöku ferilsins í gær ræsti sjöundi. Hann lenti í samstuði við Felipe Massa á Williams í fyrstu beygju og tapaði fjórum sætum við það að fara yfir mölina. Vettel kom inn á þjónustusvæðið á 14. hring og tók aftur mjúk dekk undir. Hamilton var á meðan að setja hraðasta hring keppninnar. Vettel svaraði svo á sínum fyrsta hring á nýjum dekkjum. Hamilton kom inn á þjónustusvæðið á 21. hring og fékk hörðu dekkin undir. Hamilton kom út á brautina aftur um átta sekúndum á eftir Vettel sem hafði ekið afar vel á nýju dekkjunum þá 7 hringi sem hann hafði á meðan Hamilton var á slitnum dekkjum.Fernando Alonso átti ekki góðan dag í dag eftir magnaða tímatöku í gær.Vísir/GettyValtteri Bottas átt eftir að taka þjónustuhlé og Vettel var búinn að ná honum. Hamilton nálgaðist óðfluga á meðan Vettel tapaði tíma fyrir aftan Bottas. Vettel komst svo fram úr Bottas á dramatískan hátt á 25. hring og gat þá reynt að aka aðeins hraðar til að mynda bil á milli sín og Hamilton. Vettel átti eftir að taka undir meðal-hörðu dekkin. Stafræni öryggisbíllinn var virkjaður á 35. hring þegar Stoffel Vandoorne á McLaren keyrði á Massa í fyrstu beygju. Vandoorne virtist hreinlega ekki sjá Massa. Hamilton kom inn á þjónustusvæðið á 37. hring og fékk mjúku dekkin undir, hann ætlaði að nýta sér stafræða öryggisbílinn en hann var óvirkjaður meðan Hamilton var að aka inn á svæðið. Vettel svaraði á næsta hring og fékk meðal-hörðu dekkin undir. Þegar Vettel kom út á brautina aftur voru þeir jafnir í gegnum fyrstu beygju og skullu saman. Baráttan um forystuna var rosaleg. Eldur fór að loga í Mercedes bíl Bottas á 40. hring og Bottas var þar með úr leik. Við það færðist Daniel Ricciardo á Red Bull upp í þriðja sætið. Hamilton tók fram úr Vettel á ráskaflanum á 43. hring. Hamilton var hins vegar á mjúkum dekkjum og þau endast ekki eins lengi og meðal-hörðu dekkin sem voru undir hjá Vettel. Vettel hóf að sækja á Hamilton undir lok 59. hrings. Bilið var þá 3,5 sekúndur og Vettel var fljótur að saxa á forskot Hamilton. Vettel reyndi hvað hann gat en allt kom fyrir ekki. Hamilton kom fyrstur í mark.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton ræsir fremstur á Spáni Lewis Hamilton náði í ráspól í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas varð þriðji. 13. maí 2017 12:54 Alonso: Sjöunda sæti er eins og gjöf í dag Lewis Hamilton náði ráspól fyrir spænska kappaksturinn sem fram fer á morgun eftir afar spennandi tímatöku. Fernando Alonso kom einna helst á óvart með sjöunda sætinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 13. maí 2017 20:45 Lewis Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfngum dagsins sem fram fóru á Katalóníubrautinni á Spáni. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á báðum æfingum. 12. maí 2017 20:15 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton ræsir fremstur á Spáni Lewis Hamilton náði í ráspól í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas varð þriðji. 13. maí 2017 12:54
Alonso: Sjöunda sæti er eins og gjöf í dag Lewis Hamilton náði ráspól fyrir spænska kappaksturinn sem fram fer á morgun eftir afar spennandi tímatöku. Fernando Alonso kom einna helst á óvart með sjöunda sætinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 13. maí 2017 20:45
Lewis Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfngum dagsins sem fram fóru á Katalóníubrautinni á Spáni. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á báðum æfingum. 12. maí 2017 20:15
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti