Hjónin sitja uppi með rúmlega tveggja milljóna króna skaða Jakob Bjarnar skrifar 12. maí 2017 17:03 Hólmfríður og maður hennar hafa farið um allt í leit að kerrunni og valtaranum en án árangurs. „Já, við lentum í rosalegum hremmingum. Enginn má við því að henda 2,2 milljónum út um gluggann,“ segir Hólmfríður Sigurjónsdóttir. Hún og maður hennar lentu í heldur óskemmtilegum málum. Þau leigðu kerru hjá Byko auk valtara sem þau notuðu til að valta sumarhúsagrunn í Bláskógabyggð. Þau voru með þetta tvennt frá laugardegi en á mánudagskvöldi komu þau heim.Þjófar á ferð yfir blánóttina „Þetta var 1. maí. Valtarinn var svo þungur þannig að við tókum kerruna ekkert aftan úr bílnum. Og lögðum honum fyrir framan húsið heima í Skipalóni í Hafnarfirði. Um klukkan hálf sjö að morgni næsta dags fórum við út og ætluðum að skila kerrunni en þá var hún farin. Og valtarinn með,“ segir Hólmfríður. Þau höfðu þegar samband við lögregluna en hún hefur ekki haft samband til baka. Hólmfríður telur víst að hún hafi ekki tíma til að fara í verk sem þessi að svipast um eftir kerru og valtara.Að verða úrkula vonar „Ég hef talað við alla sem hafa myndavélar í hverfinu og það allt verið mjög jákvætt. Maðurinn minn hefur látið fólk sem hann hittir, hann starfar hjá Málningu, og það er búið að fara víða, keyra um alla grunna og ég veit ekki hvað og hvað og maður er að verða úrkula vonar.“ Hólmfríður segir að Byko sé tryggt fyrir stuldi af þessu tagi en við leigu þá færist ábyrgðin yfir á leigutaka. „Það er alveg rétt. Og við keyptum enga tryggingu á tækið. Hún var ekkert í boði, þannig, eða okkur var ekkert bent á það og maður er bara svo mikill álfur.“ Hólmfríður segir þau hreinlega ekki haft ímyndunarafl til að átta sig á þeim möguleika að einhver myndi vilja stela kerru og valtara. Hún vill segja frá þessu ef það gæti orðið öðrum víti til varnaðar og svo náttúrlega ef vera kynni að einhver sæi kerruna og valtarann. „Þá er best að hafa samband við manninn minn í síma 899 6859. Hann heitir Halldór.“ Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira
„Já, við lentum í rosalegum hremmingum. Enginn má við því að henda 2,2 milljónum út um gluggann,“ segir Hólmfríður Sigurjónsdóttir. Hún og maður hennar lentu í heldur óskemmtilegum málum. Þau leigðu kerru hjá Byko auk valtara sem þau notuðu til að valta sumarhúsagrunn í Bláskógabyggð. Þau voru með þetta tvennt frá laugardegi en á mánudagskvöldi komu þau heim.Þjófar á ferð yfir blánóttina „Þetta var 1. maí. Valtarinn var svo þungur þannig að við tókum kerruna ekkert aftan úr bílnum. Og lögðum honum fyrir framan húsið heima í Skipalóni í Hafnarfirði. Um klukkan hálf sjö að morgni næsta dags fórum við út og ætluðum að skila kerrunni en þá var hún farin. Og valtarinn með,“ segir Hólmfríður. Þau höfðu þegar samband við lögregluna en hún hefur ekki haft samband til baka. Hólmfríður telur víst að hún hafi ekki tíma til að fara í verk sem þessi að svipast um eftir kerru og valtara.Að verða úrkula vonar „Ég hef talað við alla sem hafa myndavélar í hverfinu og það allt verið mjög jákvætt. Maðurinn minn hefur látið fólk sem hann hittir, hann starfar hjá Málningu, og það er búið að fara víða, keyra um alla grunna og ég veit ekki hvað og hvað og maður er að verða úrkula vonar.“ Hólmfríður segir að Byko sé tryggt fyrir stuldi af þessu tagi en við leigu þá færist ábyrgðin yfir á leigutaka. „Það er alveg rétt. Og við keyptum enga tryggingu á tækið. Hún var ekkert í boði, þannig, eða okkur var ekkert bent á það og maður er bara svo mikill álfur.“ Hólmfríður segir þau hreinlega ekki haft ímyndunarafl til að átta sig á þeim möguleika að einhver myndi vilja stela kerru og valtara. Hún vill segja frá þessu ef það gæti orðið öðrum víti til varnaðar og svo náttúrlega ef vera kynni að einhver sæi kerruna og valtarann. „Þá er best að hafa samband við manninn minn í síma 899 6859. Hann heitir Halldór.“
Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira