„Ég elska lakkrís“ Jakob Bjarnar skrifar 12. maí 2017 16:08 Líf er lakkrísfíkill og hún ætlar ekki að láta varnaðararorð lakkríslæknisins stoppa sig. Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, er lakkrísfíkill. Hún gengst fúslega við því og það sem meira er; hún ætlar ekki að svíkja lakkrísinn þrátt fyrir uggvænlegar fréttir gærdagsins um það hversu hættulegt lakkrísát getur reynst. „Ég elska lakkrís,“ segir Líf í samtali við Vísi. Heldur betur fór um nammigrísi landsins eftir að Vísir vakti athygli á viðtali sem Morgunútvarp Rásar 2 bauð uppá í gær. Þar var rætt við Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur lækni sem varaði eindregið við lakkrísáti, og sagði lakkrís geta reynst lífshættulegan og jafnvel orsakað heilabjúg og lömun. „Þetta er eina nammið sem ég borða,“ segir Líf. Og hún setur fyrirvara við þessi tíðindi, þetta hljóti að vera „fake news“. „Nei, ég segi svona. Svo er lakkríste talið allra meina bót þannig að ég skil ekkert.“Lífið er hættulegt og maður verður að fá að njóta Líf segist samt hætt að borða lakkrís eins og hún gerði. „Ég hef varla smakkað piparfyllta lakkrísinn. Ég fæ nefnilega útbrot af honum. Klassískt því hann er í uppáhaldi,“ segir Líf sem kannast reyndar ekki við að hafa farið í lakkrísrúss; að vera sveitt á augnlokunum og fara í lakkrísmók. „Nei. Ég er „hard core“. Það gerir æfingin. Lakkríssýra hlýtur samt að vera málið.“ Líkaminn er lengi að vinna úr lakkrísnum að sögn lakkríslæknisins, eða um þrjá mánuði. En, það vefst ekkert fyrir Líf að storka dauðanum með þessum hætti, hún segist vera team-lakkrís alla leið. „Æji, lífið er hættulegt. Maður verður að fá að njóta líka. Og auðvitað er allt best í hófi.“Stjörnurúlla, fylltar reimar, apollo lakkrís ... Engan bilbug er þannig að finna á lakkríssamfélaginu. „Að borða lakkrís er eins og halda með fótboltaliði - maður skiptir ekkert um lið þó það sé að tapa heldur stappar maður í það stálinu þangað til það vinnur næst,“ segir Líf. Og ekki stendur á svörum þegar hún er spurð hvaða lakkrís sé bestur. „Stjörnurúlla, fylltar reimar, apollo lakkrís og danski lakkrísinn heksehyl eða nornavæl,“ segir Líf. Stöð 2 mun fjalla nánar um stóra lakkrísmálið í fréttum sínum í kvöld og þar verður meðal annars rætt við landlækni og hann spurður hvort vert sé að bregðast hugsanlegri skaðsemi lakkrísáts. Tengdar fréttir Læknir segir lakkrís lífshættulegan Íslenskum nammigrísum illa brugðið en sælgætisframleiðendur segja að hóf sé í öllu best. 11. maí 2017 13:23 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira
Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, er lakkrísfíkill. Hún gengst fúslega við því og það sem meira er; hún ætlar ekki að svíkja lakkrísinn þrátt fyrir uggvænlegar fréttir gærdagsins um það hversu hættulegt lakkrísát getur reynst. „Ég elska lakkrís,“ segir Líf í samtali við Vísi. Heldur betur fór um nammigrísi landsins eftir að Vísir vakti athygli á viðtali sem Morgunútvarp Rásar 2 bauð uppá í gær. Þar var rætt við Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur lækni sem varaði eindregið við lakkrísáti, og sagði lakkrís geta reynst lífshættulegan og jafnvel orsakað heilabjúg og lömun. „Þetta er eina nammið sem ég borða,“ segir Líf. Og hún setur fyrirvara við þessi tíðindi, þetta hljóti að vera „fake news“. „Nei, ég segi svona. Svo er lakkríste talið allra meina bót þannig að ég skil ekkert.“Lífið er hættulegt og maður verður að fá að njóta Líf segist samt hætt að borða lakkrís eins og hún gerði. „Ég hef varla smakkað piparfyllta lakkrísinn. Ég fæ nefnilega útbrot af honum. Klassískt því hann er í uppáhaldi,“ segir Líf sem kannast reyndar ekki við að hafa farið í lakkrísrúss; að vera sveitt á augnlokunum og fara í lakkrísmók. „Nei. Ég er „hard core“. Það gerir æfingin. Lakkríssýra hlýtur samt að vera málið.“ Líkaminn er lengi að vinna úr lakkrísnum að sögn lakkríslæknisins, eða um þrjá mánuði. En, það vefst ekkert fyrir Líf að storka dauðanum með þessum hætti, hún segist vera team-lakkrís alla leið. „Æji, lífið er hættulegt. Maður verður að fá að njóta líka. Og auðvitað er allt best í hófi.“Stjörnurúlla, fylltar reimar, apollo lakkrís ... Engan bilbug er þannig að finna á lakkríssamfélaginu. „Að borða lakkrís er eins og halda með fótboltaliði - maður skiptir ekkert um lið þó það sé að tapa heldur stappar maður í það stálinu þangað til það vinnur næst,“ segir Líf. Og ekki stendur á svörum þegar hún er spurð hvaða lakkrís sé bestur. „Stjörnurúlla, fylltar reimar, apollo lakkrís og danski lakkrísinn heksehyl eða nornavæl,“ segir Líf. Stöð 2 mun fjalla nánar um stóra lakkrísmálið í fréttum sínum í kvöld og þar verður meðal annars rætt við landlækni og hann spurður hvort vert sé að bregðast hugsanlegri skaðsemi lakkrísáts.
Tengdar fréttir Læknir segir lakkrís lífshættulegan Íslenskum nammigrísum illa brugðið en sælgætisframleiðendur segja að hóf sé í öllu best. 11. maí 2017 13:23 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira
Læknir segir lakkrís lífshættulegan Íslenskum nammigrísum illa brugðið en sælgætisframleiðendur segja að hóf sé í öllu best. 11. maí 2017 13:23