Veður búið að vera veiðimönnum óhagstætt Karl Lúðvíksson skrifar 12. maí 2017 12:14 Urriði í ætisleit við yfirborðið Það er óhætt að segja að veðrið sé veiðimönnum ekki hliðhollt síðustu daga en kuldi of rok hafa gert suma daga hreinlega óveiðandi. Það er til dæmis ekki hundi út sigandi á sjóbirtingsslóðum frá Hvolsvelli að Höfn en þar hefur verið aftakaveður og engan veginn hægt að standa að veiðum af neinu tagi. Þar hefur varla verið stætt í 4-5 daga svo veiðitölur frá þessu svæði er afar daprar eins og eðlilegt er en það er sem betur fer skaplegra veður í vændum svo þeir sem eiga bókaða daga á næstunni geta líklega andað rólega. Ástundun við Þingvallavatn sem og önnur vötn hefur verið í algjöru lágmarki vegna veðurs en það er þó veiðanlegt þar hluta úr degi þegar lægir en urriðatíminn stendur nú sem hæst við vatnið og þess vegna margir sem vilja ólmir ná góðum dögum áður en urriðinn hverfur í dýpið. Elliðavatn, Vífilstaðavatn og Kleifarvatn hafa verið óveiðandi bæði vegna veður en ekki síðar vegna mikils vatns en Elliðavatn er ansi bólgið og það er erfitt að eiga við það þegar staðan er þannig. Um leið og það lægir og hlýnar fer flugnaklakið aftur í gang og yfirborðstökurnar sjást þá vel en það eru líklega einhver skemmtilegustu augnablik sem veiðimenn geta fengið þegar það er verið að kasta litlum púpum eða þurrflugum á fisk sem er í ætisleit á yfirborði vatnsins. Mest lesið Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði Ennþá veiðist ágætlega í Ytri Rangá Veiði Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar Veiði Veiðileyfi á kvikmyndahátíð Veiði Veiðikortsbæklingurinn kominn á vefinn Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Tíu laxar í opnunarholli Norðurár Veiði Aflahæstu árnar flestar yfir veiðinni í fyrra Veiði Góður morgun í Blöndu Veiði 52 fiskar á land í Köldukvísl í fyrradag Veiði
Það er óhætt að segja að veðrið sé veiðimönnum ekki hliðhollt síðustu daga en kuldi of rok hafa gert suma daga hreinlega óveiðandi. Það er til dæmis ekki hundi út sigandi á sjóbirtingsslóðum frá Hvolsvelli að Höfn en þar hefur verið aftakaveður og engan veginn hægt að standa að veiðum af neinu tagi. Þar hefur varla verið stætt í 4-5 daga svo veiðitölur frá þessu svæði er afar daprar eins og eðlilegt er en það er sem betur fer skaplegra veður í vændum svo þeir sem eiga bókaða daga á næstunni geta líklega andað rólega. Ástundun við Þingvallavatn sem og önnur vötn hefur verið í algjöru lágmarki vegna veðurs en það er þó veiðanlegt þar hluta úr degi þegar lægir en urriðatíminn stendur nú sem hæst við vatnið og þess vegna margir sem vilja ólmir ná góðum dögum áður en urriðinn hverfur í dýpið. Elliðavatn, Vífilstaðavatn og Kleifarvatn hafa verið óveiðandi bæði vegna veður en ekki síðar vegna mikils vatns en Elliðavatn er ansi bólgið og það er erfitt að eiga við það þegar staðan er þannig. Um leið og það lægir og hlýnar fer flugnaklakið aftur í gang og yfirborðstökurnar sjást þá vel en það eru líklega einhver skemmtilegustu augnablik sem veiðimenn geta fengið þegar það er verið að kasta litlum púpum eða þurrflugum á fisk sem er í ætisleit á yfirborði vatnsins.
Mest lesið Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði Ennþá veiðist ágætlega í Ytri Rangá Veiði Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar Veiði Veiðileyfi á kvikmyndahátíð Veiði Veiðikortsbæklingurinn kominn á vefinn Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Tíu laxar í opnunarholli Norðurár Veiði Aflahæstu árnar flestar yfir veiðinni í fyrra Veiði Góður morgun í Blöndu Veiði 52 fiskar á land í Köldukvísl í fyrradag Veiði