Ritstjórinn smellti sjálfum sér á forsíðuna Jakob Bjarnar skrifar 12. maí 2017 11:09 Olgeir Helgi er forsíðumódel eigin blaðs en tónleikar hans á sunnudaginn er tvímælalaust það sem uppúr stendur í menningarlífinu í Borgarnesi um helgina. Olgeir Helgi Ragnarsson er ritstjóri Íbúans, sem er frétta- og auglýsingablað sem gefið er út og dreift í Borgarnesi og nágrenni. Olgeir er einnig rekstrarfræðingur og tenór og á forsíðu nýjasta tölublaðs Íbúans er mynd af Olgeiri Helga sjálfum. Og vakin sérstök athygli á tónleikum sem hann er að halda. „Jú, þetta er stærsti viðburðurinn þessa vikuna,“ segir Olgeir Helgi í samtali við Vísi. „Ég er í námi í tónlistarskólanum og þetta er sú aðferð sem skólinn beitir til að auglýsa framhaldsprófstónleika þegar þeir eru.“ Og nú hittir það svo á að ritstjórinn sjálfur er sá sem er að fara að halda tónleikana. Ekki hægt að láta hann gjalda þess að vera ritstjóri blaðsins, eða hvað? Stóð ekkert í þér að setja sjálfan þig á forsíðuna? „Jú, það stóð í mér,“ viðurkennir Olgeir Helgi.Efnið í blaðinu að frumkvæði skólans Þannig er nefnilega að líkast til stangast þetta á við siðareglur Blaðamannafélags Íslands, 5. grein nánar tiltekið þar sem sagt er að blaðamaður skuli varast að lenda í „hagsmunaágreiningi, til dæmis með því að flytja fréttir eða frásagnir af fyrirtækjum eða hagsmuna- samtökum þar sem hann á sjálfur aðild.“ Í sömu grein segir reyndar einnig að hann skuli gæta þess að rugla ekki saman ritstjórnarlegu efni, sem hefur augljóst upplýsinga- og fræðslugildi, og auglýsingum í myndum og/eða máli.“ Sú regla virðist reyndar virt að vettugi á Íslandi, ekki bara í Íbúanum.Forsíða Íbúans. Ofsögum sagt væri að halda því fram að Íbúinn sé efnismikið blað.„Já, menn geta skemmt sér yfir þessu,“ segir Olgeir Helgi. „En þetta er ekki að mínu frumkvæði, heldur skólans.“En, þú ert ritstjóri blaðsins? „Jújú.“Eiginkona Olgeirs skólastjóri tónlistarskólans Og hæg eru heimatökin í Borgarbyggð en skólastjóri Tónlistarskólans í Borgarfirði, sem kaupir auglýsinguna í blaði Olgeirs er Theodóra Þorsteinsdóttir en hún er einmitt eiginkona Olgeirs Helga. Það hampar manni enginn nema maður geri það sjálfur, Ísland er lítið og Borganes minna. Vísir spurði Olgeir Helga hvað hann ætlaði að syngja og ljóst mátti vera að honum þótti miklu meira gaman að tala um það en einhverja núansa á siðareglum blaðamanna. „Þetta eru ... íslensk og erlend sönglög og aríur. Þetta heitir framhaldspróf í söng, svokallað 8. stig, stúdentspróf í söng, ef það má orða það þannig. Passar ágætlega, 30 ár síðan ég varð stúdent úr framhaldsdeild Samvinnuskólans. Hún var við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Þeim gagnmerka skóla. Annar hluti prófsins er að halda einsöngstónleika þar sem prófdómari kemur og metur frammistöðuna.“Siðanefndin boðin sérstaklega velkomin á tónleikana Olgeir hefur verið mörg undanfarin ár í Óperukórnum þar sem hann hefur sungið undir stjórn Garðas Cortes. „Og svo höfum við fjölskyldan verð með tónleika, hjónin og tvær dætur okkar, jólatónleika í kirkjunni í Borgarnesi og það hefur alltaf verið húsfyllir. Síðast hittist það svo á að við vorum á Kanarí og við héldum tónleika í túristakirkjunni þar, og það var kjaftfullt hús. Skemmtileg upplifun.“ Og tónleikarnir eru klukkan fimm á sunnudaginn. „Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Siðanefnd Blaðamannafélagsins er sérstaklega boðin velkomin.“ Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Olgeir Helgi Ragnarsson er ritstjóri Íbúans, sem er frétta- og auglýsingablað sem gefið er út og dreift í Borgarnesi og nágrenni. Olgeir er einnig rekstrarfræðingur og tenór og á forsíðu nýjasta tölublaðs Íbúans er mynd af Olgeiri Helga sjálfum. Og vakin sérstök athygli á tónleikum sem hann er að halda. „Jú, þetta er stærsti viðburðurinn þessa vikuna,“ segir Olgeir Helgi í samtali við Vísi. „Ég er í námi í tónlistarskólanum og þetta er sú aðferð sem skólinn beitir til að auglýsa framhaldsprófstónleika þegar þeir eru.“ Og nú hittir það svo á að ritstjórinn sjálfur er sá sem er að fara að halda tónleikana. Ekki hægt að láta hann gjalda þess að vera ritstjóri blaðsins, eða hvað? Stóð ekkert í þér að setja sjálfan þig á forsíðuna? „Jú, það stóð í mér,“ viðurkennir Olgeir Helgi.Efnið í blaðinu að frumkvæði skólans Þannig er nefnilega að líkast til stangast þetta á við siðareglur Blaðamannafélags Íslands, 5. grein nánar tiltekið þar sem sagt er að blaðamaður skuli varast að lenda í „hagsmunaágreiningi, til dæmis með því að flytja fréttir eða frásagnir af fyrirtækjum eða hagsmuna- samtökum þar sem hann á sjálfur aðild.“ Í sömu grein segir reyndar einnig að hann skuli gæta þess að rugla ekki saman ritstjórnarlegu efni, sem hefur augljóst upplýsinga- og fræðslugildi, og auglýsingum í myndum og/eða máli.“ Sú regla virðist reyndar virt að vettugi á Íslandi, ekki bara í Íbúanum.Forsíða Íbúans. Ofsögum sagt væri að halda því fram að Íbúinn sé efnismikið blað.„Já, menn geta skemmt sér yfir þessu,“ segir Olgeir Helgi. „En þetta er ekki að mínu frumkvæði, heldur skólans.“En, þú ert ritstjóri blaðsins? „Jújú.“Eiginkona Olgeirs skólastjóri tónlistarskólans Og hæg eru heimatökin í Borgarbyggð en skólastjóri Tónlistarskólans í Borgarfirði, sem kaupir auglýsinguna í blaði Olgeirs er Theodóra Þorsteinsdóttir en hún er einmitt eiginkona Olgeirs Helga. Það hampar manni enginn nema maður geri það sjálfur, Ísland er lítið og Borganes minna. Vísir spurði Olgeir Helga hvað hann ætlaði að syngja og ljóst mátti vera að honum þótti miklu meira gaman að tala um það en einhverja núansa á siðareglum blaðamanna. „Þetta eru ... íslensk og erlend sönglög og aríur. Þetta heitir framhaldspróf í söng, svokallað 8. stig, stúdentspróf í söng, ef það má orða það þannig. Passar ágætlega, 30 ár síðan ég varð stúdent úr framhaldsdeild Samvinnuskólans. Hún var við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Þeim gagnmerka skóla. Annar hluti prófsins er að halda einsöngstónleika þar sem prófdómari kemur og metur frammistöðuna.“Siðanefndin boðin sérstaklega velkomin á tónleikana Olgeir hefur verið mörg undanfarin ár í Óperukórnum þar sem hann hefur sungið undir stjórn Garðas Cortes. „Og svo höfum við fjölskyldan verð með tónleika, hjónin og tvær dætur okkar, jólatónleika í kirkjunni í Borgarnesi og það hefur alltaf verið húsfyllir. Síðast hittist það svo á að við vorum á Kanarí og við héldum tónleika í túristakirkjunni þar, og það var kjaftfullt hús. Skemmtileg upplifun.“ Og tónleikarnir eru klukkan fimm á sunnudaginn. „Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Siðanefnd Blaðamannafélagsins er sérstaklega boðin velkomin.“
Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira