Endaði á 55 höggum yfir pari á úrtökumóti fyrir US Open Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. maí 2017 12:00 Þetta er nú ekki hinn ágæti McDonald og í raun tengist myndin fréttinni ekki neitt. Það er bara nokkurn veginn svona sem McDonald hefur verið á golfvellinum. vísir/getty Kylfingurinn Clifton McDonald er frekar óvænt í heimsfréttunum eftir vægast sagt ævintýralegan golfhring. McDonald var að taka þátt í úrtökumóti fyrir US Open og líklega var spennustigið ekki alveg rétt stillt hjá honum. Hann kom nefnilega í hús á 127 höggum eða 55 höggum yfir pari. McDonald byrjaði hringinn á því að fá tvöfaldan skolla. Ekki gott en má lifa með því. 17 holur eftir. Holu tvö fór hann á fjórum höggum yfir pari og þá var ljóst að þetta yrði ekki hans dagur. Hann fékk svo tvö tvöfalda skolla og loks venjulegan skolla. Nú hlaut þetta að koma. Ekki aldeilis. Sjöundu holuna, sem var par 5, fór hann nefnilega á heilum 14 höggum. Flestir hefðu gengið af velli á þessum tímapunkti en ekki McDonald. Hann ætlaði sér að klára. Áttundu holuna fór hann á tveimur yfir pari og svo dundi annað áfall yfir á níundu. Það er par 4 hola sem hann fór á ellefu höggum. Blessaður McDonald var því á 32 höggum yfir pari eftir níu holur. Hann sló sjálfan sig utan undir, harkaði af sér. Kláraði hringinn og skrifaði undir skorkortið. Þó ekki með bros á vör. „Það hefur enginn skilað svona skorkorti á móti hjá okkur áður. Hann var mjög almennilegur en það leyndi sér ekki að völlurinn var meira en hann réð við,“ sagði talsmaður golfvallarins í Alabama. „Þetta var fallegur sólardagur. Enginn vindur. Völlurinn er bara mjög hraður og erfiður. Við töluðum ekki mikið við hann er hann skilaði skorkortinu en hann hafði augljóslega átt erfiðan dag.“ Golf Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Kylfingurinn Clifton McDonald er frekar óvænt í heimsfréttunum eftir vægast sagt ævintýralegan golfhring. McDonald var að taka þátt í úrtökumóti fyrir US Open og líklega var spennustigið ekki alveg rétt stillt hjá honum. Hann kom nefnilega í hús á 127 höggum eða 55 höggum yfir pari. McDonald byrjaði hringinn á því að fá tvöfaldan skolla. Ekki gott en má lifa með því. 17 holur eftir. Holu tvö fór hann á fjórum höggum yfir pari og þá var ljóst að þetta yrði ekki hans dagur. Hann fékk svo tvö tvöfalda skolla og loks venjulegan skolla. Nú hlaut þetta að koma. Ekki aldeilis. Sjöundu holuna, sem var par 5, fór hann nefnilega á heilum 14 höggum. Flestir hefðu gengið af velli á þessum tímapunkti en ekki McDonald. Hann ætlaði sér að klára. Áttundu holuna fór hann á tveimur yfir pari og svo dundi annað áfall yfir á níundu. Það er par 4 hola sem hann fór á ellefu höggum. Blessaður McDonald var því á 32 höggum yfir pari eftir níu holur. Hann sló sjálfan sig utan undir, harkaði af sér. Kláraði hringinn og skrifaði undir skorkortið. Þó ekki með bros á vör. „Það hefur enginn skilað svona skorkorti á móti hjá okkur áður. Hann var mjög almennilegur en það leyndi sér ekki að völlurinn var meira en hann réð við,“ sagði talsmaður golfvallarins í Alabama. „Þetta var fallegur sólardagur. Enginn vindur. Völlurinn er bara mjög hraður og erfiður. Við töluðum ekki mikið við hann er hann skilaði skorkortinu en hann hafði augljóslega átt erfiðan dag.“
Golf Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira