Sport

Búrið: Maia er vandræðalega góður í að taka menn niður

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Búrið, upphitunarþáttur Stöðvar 2 Sport fyrir UFC 211, er á dagskrá í kvöld en Gunnar Nelson og Pétur Marinó Jónsson eru gestir þáttarins.

UFC 211 er mjög veglegt bardagakvöld og margir afar áhugaverðir bardagar.

Á meðal bardagakappa helgarinnar er Brasilíumaðurinn Demian Maia sem fór illa með Gunnar er þeir mættust í Las Vegas í desember árið 2015. Maia var einfaldlega ofjarl Gunnars sem lærði mikið á því að mæta Brasilíumanninum reynda og sterka.

„Það er þetta single leg takedown sem hann er vandræðalega góður í,“ segir Gunnar um Maia.

„Þetta lítur ekkert út fyrir að vera rosalegt er þú horfir á þetta. Ef einhver almennilegur wrestler myndi horfa á þetta þá myndi hann segja að þetta væri lélegt single leg. Hann er bara með svo þétta pressu. Það er þannig með jiu jitsu glímu. Þú sérð hana ekkert. Þú bara finnur hana. Ef Maia nær taki á löppinni á Masvidal, sem ég held að hann muni gera, þá er ég ekkert viss um að Masvidal komist upp aftur.“

Gunnar mun fara ítarlega yfir það í þættinum hvernig það er að mæta Maia.

Þátturinn hefst klukkan 21.10 í kvöld og er á Stöð 2 Sport.

Hér að ofan má sjá brot úr þættinum.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×