Versta byrjun meistaraefna í sögu tíu liða deildar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2017 16:30 Valskonan Elín Metta Jensen í leiknum á móti Blikum í gær. Vísir/Ernir Valskonum var spáð Íslandsmeistaratitlinum í ár af þjálfurum, fyrirliðum og forráðamönnum liðanna í Pepsi-deild kvenna en hafa ekki staðið undir þeirri pressu í fyrstu þremur umferðunum. Valsliðið tapaði í gær 3-0 á útivelli á móti Breiðabliki og hefur þar með aðeins náð í 3 stig af 9 mögulegum í Pepsi-deildinni í ár. Þetta er versta byrjun í sögu tíu liða efstu deildar kvenna (frá 2008) hjá liði sem var spáð titlinum. Valskonur „bættu“ met Blika frá því í fyrra en Blikakonur náðu þá í fimm stig í fyrstu þremur leikjunum sínum. Valsliðið hefur tapað báðum útileikjum sínum, fyrst 1-0 á móti Þór/KA fyrir norðan og svo 3-0 á móti Blikum á Kópavogsvellinum í gær. Báðir þeir mótherjar eru í hópi bestu liða deildarinnar og því var þetta allt annað en auðveld byrjun fyrir Valsliðið. Valur vann 4-0 sigur á ÍBV í 2. umferðinni en öll mörkin komu þá á síðustu tuttugu mínútum leiksins. Valsliðið hefur því skorað öll mörk sumarsins á tuttugu mínútna kafla af þeim 270 mínútum sem eru búnir af Íslandsmótinu. Verkefni Valsliðsins verður ekkert auðveldara í næsta leik en þá fá stelpurnar Íslandsmeistara Stjörnunnar í heimsókn. Hér fyrir neðan má sjá þessu óvinsælu met sem Valsliðið hefur sett með þessari slöku byrjun sinni.Fæst stig meistaraefna í fyrstu þremur leikjunum í 10 liða efstu deild kvenna: 3 - Valur, 2017 5 - Breiðablik, 2016 6 - Valur, 2009 6 - Stjarnan, 2014Fæst mörk meistaraefna í fyrstu þremur leikjunum í 10 liða efstu deild kvenna: 4 - Valur, 2017 4 - Valur, 2011 5 - Breiðablik, 2012 5 - Breiðablik, 2016Lélegasta markatala meistaraefna í fyrstu þremur leikjunum í 10 liða efstu deild kvenna: 0 - Valur, 2017 +2 - Valur, 2011 +3 - Breiðablik, 2016 +4 - Breiðablik, 2012 +5 - KR, 2008Lið sem hefur verið spáð meistaratitlinum síðustu ár og árangur í fyrstu þremur leikjunum:(Síðan að deildin varð að tíu liða deild sumarið 2008) 2017 Valur - 3 stig og 0 í markatölu (4-4) 2016 Breiðablik - 5 stig og +3 í markatölu (5-2) 2015 Breiðablik - 7 stig og +9 í markatölu (11-2) 2014 Stjarnan - 6 stig og +6 í markatölu (7-1) 2013 Stjarnan - 9 stig og +11 í markatölu (12-1) 2012 Breiðablik - 7 stig og +4 í markatölu (5-1) 2011 Valur - 7 stig og +2 í markatölu (4-2) 2010 Valur - 9 stig og +15 í markatölu (15-0) 2009 Valur - 6 stig og +10 í markatölu (15-5) 2008 KR - 9 stig og +5 í markatölu (8-3) Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Velsk landsliðskona til Vals Velska landsliðskonan Angharad Jane James hefur samið við Val um að leika með liðinu í Pepsi-deild kvenna í sumar. 4. maí 2017 13:30 Sjáðu glæsimark Fanndísar og hin tvö sem Blikar settu á Valskonur | Myndband Breiðablik vann flottan sigur á Vals, 3-0, í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í kvöld. 10. maí 2017 21:34 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 3-0 | Blikar sýndu klærnar í miklu hvassviðri Breiðablik vann afar sterkan 3-0 sigur á Val í Pepsi-deild kvenna í Kópavogi í kvöld í miklu hvassviðri. Blikastúlkur halda því í við Þór/KA sem situr á toppi deildarinnar 10. maí 2017 21:45 Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 4-0 | Valsstúlkur komnar á blað Valskonum var spáð Íslandsmeistaratitlinum í vor en þær féllu á fyrsta prófi í Pepsi-deild kvenna í sumar. 3. maí 2017 20:45 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Valskonum var spáð Íslandsmeistaratitlinum í ár af þjálfurum, fyrirliðum og forráðamönnum liðanna í Pepsi-deild kvenna en hafa ekki staðið undir þeirri pressu í fyrstu þremur umferðunum. Valsliðið tapaði í gær 3-0 á útivelli á móti Breiðabliki og hefur þar með aðeins náð í 3 stig af 9 mögulegum í Pepsi-deildinni í ár. Þetta er versta byrjun í sögu tíu liða efstu deildar kvenna (frá 2008) hjá liði sem var spáð titlinum. Valskonur „bættu“ met Blika frá því í fyrra en Blikakonur náðu þá í fimm stig í fyrstu þremur leikjunum sínum. Valsliðið hefur tapað báðum útileikjum sínum, fyrst 1-0 á móti Þór/KA fyrir norðan og svo 3-0 á móti Blikum á Kópavogsvellinum í gær. Báðir þeir mótherjar eru í hópi bestu liða deildarinnar og því var þetta allt annað en auðveld byrjun fyrir Valsliðið. Valur vann 4-0 sigur á ÍBV í 2. umferðinni en öll mörkin komu þá á síðustu tuttugu mínútum leiksins. Valsliðið hefur því skorað öll mörk sumarsins á tuttugu mínútna kafla af þeim 270 mínútum sem eru búnir af Íslandsmótinu. Verkefni Valsliðsins verður ekkert auðveldara í næsta leik en þá fá stelpurnar Íslandsmeistara Stjörnunnar í heimsókn. Hér fyrir neðan má sjá þessu óvinsælu met sem Valsliðið hefur sett með þessari slöku byrjun sinni.Fæst stig meistaraefna í fyrstu þremur leikjunum í 10 liða efstu deild kvenna: 3 - Valur, 2017 5 - Breiðablik, 2016 6 - Valur, 2009 6 - Stjarnan, 2014Fæst mörk meistaraefna í fyrstu þremur leikjunum í 10 liða efstu deild kvenna: 4 - Valur, 2017 4 - Valur, 2011 5 - Breiðablik, 2012 5 - Breiðablik, 2016Lélegasta markatala meistaraefna í fyrstu þremur leikjunum í 10 liða efstu deild kvenna: 0 - Valur, 2017 +2 - Valur, 2011 +3 - Breiðablik, 2016 +4 - Breiðablik, 2012 +5 - KR, 2008Lið sem hefur verið spáð meistaratitlinum síðustu ár og árangur í fyrstu þremur leikjunum:(Síðan að deildin varð að tíu liða deild sumarið 2008) 2017 Valur - 3 stig og 0 í markatölu (4-4) 2016 Breiðablik - 5 stig og +3 í markatölu (5-2) 2015 Breiðablik - 7 stig og +9 í markatölu (11-2) 2014 Stjarnan - 6 stig og +6 í markatölu (7-1) 2013 Stjarnan - 9 stig og +11 í markatölu (12-1) 2012 Breiðablik - 7 stig og +4 í markatölu (5-1) 2011 Valur - 7 stig og +2 í markatölu (4-2) 2010 Valur - 9 stig og +15 í markatölu (15-0) 2009 Valur - 6 stig og +10 í markatölu (15-5) 2008 KR - 9 stig og +5 í markatölu (8-3)
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Velsk landsliðskona til Vals Velska landsliðskonan Angharad Jane James hefur samið við Val um að leika með liðinu í Pepsi-deild kvenna í sumar. 4. maí 2017 13:30 Sjáðu glæsimark Fanndísar og hin tvö sem Blikar settu á Valskonur | Myndband Breiðablik vann flottan sigur á Vals, 3-0, í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í kvöld. 10. maí 2017 21:34 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 3-0 | Blikar sýndu klærnar í miklu hvassviðri Breiðablik vann afar sterkan 3-0 sigur á Val í Pepsi-deild kvenna í Kópavogi í kvöld í miklu hvassviðri. Blikastúlkur halda því í við Þór/KA sem situr á toppi deildarinnar 10. maí 2017 21:45 Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 4-0 | Valsstúlkur komnar á blað Valskonum var spáð Íslandsmeistaratitlinum í vor en þær féllu á fyrsta prófi í Pepsi-deild kvenna í sumar. 3. maí 2017 20:45 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Velsk landsliðskona til Vals Velska landsliðskonan Angharad Jane James hefur samið við Val um að leika með liðinu í Pepsi-deild kvenna í sumar. 4. maí 2017 13:30
Sjáðu glæsimark Fanndísar og hin tvö sem Blikar settu á Valskonur | Myndband Breiðablik vann flottan sigur á Vals, 3-0, í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í kvöld. 10. maí 2017 21:34
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 3-0 | Blikar sýndu klærnar í miklu hvassviðri Breiðablik vann afar sterkan 3-0 sigur á Val í Pepsi-deild kvenna í Kópavogi í kvöld í miklu hvassviðri. Blikastúlkur halda því í við Þór/KA sem situr á toppi deildarinnar 10. maí 2017 21:45
Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 4-0 | Valsstúlkur komnar á blað Valskonum var spáð Íslandsmeistaratitlinum í vor en þær féllu á fyrsta prófi í Pepsi-deild kvenna í sumar. 3. maí 2017 20:45