Farsímafikt fer með friðinn á AA-fundum Jakob Bjarnar skrifar 10. maí 2017 14:09 Sumir halda því fram að það að leggja kapal í síma sínum eða spila Candy Crush, hjálpi til við að einbeita sér að því sem fram fer á fundinum. Svo virðist sem margir geti ekki sleppt taki á snjallsímum sínum, ekki undir nokkrum kringumstæðum – jafnvel ekki á AA-fundum. Í vinahópi SÁÁ á Facebook er vakin athygli á þessu. Kona nokkur segist ekki vilja rugga neinum bátum en svo sé að á mörgum AA-fundum sé þeim tilmælum beint til fundarfólks að slökkva á farsímum sínum meðan á fundi stendur.Að fylgjast með Facebook á AA-fundumHún segir að það færist mjög í aukana að þau tilmæli séu ekki virt og það sem meira er, athygli margra þeirra sem fundina sitja eru alfarið á símanum en ekki á því sem á fundinum er sagt. Og eru þeir þá til lítils. „Ég hef upplifað það oftar en einu sinni að sessunautur minn á AA fundi er að fletta Facebook eða vefsíðum í símanum allan fundartímann,“ segir konan sem viðurkennir að þetta trufli hana og dregur athygli hennar frá því hvað er að gerast á fundinum – sama hversu mjög hún reyni að taka æðruleysið á þetta. Og bætir við: „En á maður að sætta sig við þetta? Er til of mikils ætlast að sýna einnar klukkustundar AA fundi og því fólki sem er að sækjast eftir hugarró þar inni - þá virðingu að vera Á fundinum en ekki einhversstaðar í netheimum?“Candy Crush hjálpar uppá einbeitingunaMálið er rætt í hópnum og meðal annars bent á að líkast til hafi snjallsímar ekki verið til þegar erfðavenjur AA-samtakanna voru settar saman. Og þeir eru til sem segja símanotkun sína ekki þannig að þar með sé verið að sýna öðrum óvirðingu eða að athyglin sé ekki á fundinum, heldur þvert á móti: „Ég legg oft kapal í símanum á AA fundi. Það hjálpar mér að heyra betur. Alveg eins og það hjálpaði mér að krota og teikna í tímum sem krakki - heyrði betur.“ Og önnur kona bætir við: „Ég viðurkenni að vera stundum i candy crush, en það hjálpar mér líka að einbeita mér betur að því sem er verið að segja. En það er yfirleitt bara á stóru fundunum.“ Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Svo virðist sem margir geti ekki sleppt taki á snjallsímum sínum, ekki undir nokkrum kringumstæðum – jafnvel ekki á AA-fundum. Í vinahópi SÁÁ á Facebook er vakin athygli á þessu. Kona nokkur segist ekki vilja rugga neinum bátum en svo sé að á mörgum AA-fundum sé þeim tilmælum beint til fundarfólks að slökkva á farsímum sínum meðan á fundi stendur.Að fylgjast með Facebook á AA-fundumHún segir að það færist mjög í aukana að þau tilmæli séu ekki virt og það sem meira er, athygli margra þeirra sem fundina sitja eru alfarið á símanum en ekki á því sem á fundinum er sagt. Og eru þeir þá til lítils. „Ég hef upplifað það oftar en einu sinni að sessunautur minn á AA fundi er að fletta Facebook eða vefsíðum í símanum allan fundartímann,“ segir konan sem viðurkennir að þetta trufli hana og dregur athygli hennar frá því hvað er að gerast á fundinum – sama hversu mjög hún reyni að taka æðruleysið á þetta. Og bætir við: „En á maður að sætta sig við þetta? Er til of mikils ætlast að sýna einnar klukkustundar AA fundi og því fólki sem er að sækjast eftir hugarró þar inni - þá virðingu að vera Á fundinum en ekki einhversstaðar í netheimum?“Candy Crush hjálpar uppá einbeitingunaMálið er rætt í hópnum og meðal annars bent á að líkast til hafi snjallsímar ekki verið til þegar erfðavenjur AA-samtakanna voru settar saman. Og þeir eru til sem segja símanotkun sína ekki þannig að þar með sé verið að sýna öðrum óvirðingu eða að athyglin sé ekki á fundinum, heldur þvert á móti: „Ég legg oft kapal í símanum á AA fundi. Það hjálpar mér að heyra betur. Alveg eins og það hjálpaði mér að krota og teikna í tímum sem krakki - heyrði betur.“ Og önnur kona bætir við: „Ég viðurkenni að vera stundum i candy crush, en það hjálpar mér líka að einbeita mér betur að því sem er verið að segja. En það er yfirleitt bara á stóru fundunum.“
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira