Eurovisionþjóðin svekkt og sár á Facebook Jakob Bjarnar skrifar 10. maí 2017 11:37 Enn og aftur er þjóðin svikin um almennilegt Eurovisionpartí. Þetta er í þriðja skiptið í röð sem Ísland nær ekki uppúr undanriðlinum í Eurovision-söngvakeppninni. Enn og aftur er þjóðin svikin um almennilegt Eurovision-partý um helgi. Enn og aftur mun Páll Óskar þurfa að taka á honum stóra sínum til að fylla árlegt Eurovision-partí sitt á Spot í Kópavogi. Sársvekktir Eurovisionáhugamenn leita skýringa logandi ljósi og fá útrás fyrir sárindi sín á Facebook sem var undirlögð, þar voru hinir ýmsu fletir á keppninni ræddir.Kristján Þórir gat ekki leynt sárindum sínum og sendi eftirfarandi yfirlýsingu út í eterinn.Kristján Þórir Hauksson fasteignasali talar fyrir hönd margra þegar hann segir, og er ekki að skafa af því: „Evrópa, fokkaðu þér“. Almennt er þessi tónninn í mannskapnum þó fæstir tali á eins afgerandi nótum og Kristján Þórir.Svala of flott fyrir keppnina Blaðamaður Vísis skautaði yfir Facebook og var ekki annað að sjá en að fólk skiptast einkum í tvö horn. Þeir sem vilja stokka upp og fá nýtt fólk að málum og svo eru það þeir sem vilja kenna austurblokkinni og Evrópu almennt um og vondum tónlistarsmekk þar (en það þykir yfir allan vafa hafið að Svala hafi staðið sig með miklum sóma). Þriðji hópurinn samanstendur svo af þeim sem vilja bara hætta í þessu partíi og nota þær tæpu 100 milljónir sem þátttakan kostar í eitthvað annað. Margrét Friðriksdóttir þjóðfélagsrýnir telur Svölu alltof flotta fyrir þessa keppni, þar sé enginn standard lengur sem sé sorglegt: „Held að það sé komin tími til að hætta þessari glötuðu keppni. Svala var langflottust.“Margir eru þeirrar skoðunar að nú sé fullreynt með þessa Eurovisionkeppni.Já, þeir koma úr öllum áttum, eru á öllum aldri og af öllum þjóðfélagsstigum sem tjá sig um Eurovision. Gunnar Smári Egilsson, félagi númer eitt í hinum nýstofnaða Sósíalistaflokki, kemur fram með athyglisverðan flöt á málinu: „Nú þegar RÚV hefur klúðrað Júróvision þrjú ár í röð er rétt að Stöð2, Hringbraut eða ÍNN taki við keflinu.“Þessi hallærislega vondulagakeppni Mummi Týr Thorarinsson sem kenndur hefur verið við Mótorsmiðjuna er ekki áhugamaður um Eurovison en er áhugasamur um að tjá sig um hana. „Nú er allt að fara á hliðina yfir júró og margir vilja hætta þátttöku í þessari vondulagakeppni. Kannski eru íslendingar bara með svona vondan tónlistasmekk og pikk fastir í einhverri gamalli glis-júró-formúlu sem er engan veginn að virka fyrir okkur, sjá júrósögu. Daði Freyr átti að fara fyrir okkar hönd en Portugal átti keppnina í gær að mínu mati enda núll glis og stælar, bara beint frá hjartanu, heiðarlegt og fór áfram, töff!“ Og Frosti Logason útvarpsmaður er á svipuðu róli: „Þetta júróvisjónkrapp er alveg óendanlega hallærislegt drasl. Ekkert gaman að þessu.“Landinn breytist í fulla kallinn á barnumSéra Hildur Eir Bolladóttir er mikill áhugamaður um Eurovision-keppnina, sem og systir hennar Séra Jóna Hrönn Bolladóttir. Hildur Eir sér hvernig örvinglanin brýst út hjá þjóðinni og hún reynir að nálgast vandann með gagnrýnu og kristnu hugarfari:Séra Hildur Eir reynir að róa mannskapinn en henni þykir hvorki smart né hugrakkt að hella úr skálum reiði sinnar vegna vonbrigðanna, þeirra að komast ekki uppúr undanriðlinum.„Svala Björgvinsdóttir stóð sig gríðarlega vel í gær, atriðið var töff, söngurinn kraftmikill og tandurhreinn, hún sjálf á staðnum í líkama og sál, það er auðvitað jafn gáfulegt að keppa í tónlist og fegurð, svolítið eins og rökræða trú eða segja ástföngnu fólki að vera ekki ástfangið, en þetta er á margan hátt skemmtilegur viðburður alveg þangað til við komumst ekki upp úr undanriðlinum og landinn breytist í fulla kallinn á barnum sem hefur loksins þor til að segja það sem honum finnst, það er hvorki smart nè hugrakkt, heitir að vera plebbi.“ Hvað sem öðru líður er ljóst að þjóðin hefur orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri og dagskrárstjórinn Skarphéðinn Guðmundsson standa frammi fyrir ýmsum erfiðum spurningum í þessum efnum. Ætti að draga Ísland úr keppni? Þarf að skipta um Eurovision-áhöfn? Þarf að huga að fyrirkomulaginu?Kynnar eru kynnum verstirÞá er sá þáttur ónefndur sem er að nokkurrar óánægju gætti með Gísla Martein Baldursson kynni keppninnar. Hann þótti ófyndinn að mati menningarritstjóra Fréttablaðsins, Magnúsar Guðmundssonar.Frammistaða Gísla Marteins var umdeild, og eiginlega verður að segja sem er að hann fær það óþvegið á samfélagsmiðlunum.„Við eigum ekki séns. Þetta er allt betra en við. Ég er alveg búinn á því. Bugaður og brotinn. Aldrei aftur. Aldrei!“ sagði Magnús að lokinni keppni: „Og annað: Gísli Marteinn er ekki fyndinn. Endilega látið hann vita,“ bætir hann við. Vissulega er galið að kenna Gísla um hvernig fór, ólíklegt er að þeir sem kusu hafi verið að hlusta á hann og láta fara í taugarnar á sér. En, það breytti ekki því að margir Íslendingar vildu sparka í Gísla Martein í gremju sinni. Hann þótti sýna hinum úkraínsku kynnum nokkurt yfirlæti og brandarar hans þóttu sumir hverjir ósmekklegir, svo sem sá þar sem hann líkti söngkonunni Celine Dion við hrosshaus. Sveinn Andri Sveinsson lögmaður var sérstaklega óánægður með Gísla og sagði: „Gísli Martröð fær engin stig í kvöld. Tímabært að skipta honum út,“ segir Sveinn Andri.Gísli Marteinn fær það óþvegið á samskiptamiðlunum og víst er að lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson er enginn sérstakur aðdáandi hans.Og Eiríkur Jónsson gerði þetta að sérstöku umfjöllunarefni á fréttasíðu sinni. „... að mjög skiptar skoðanir séu á frammistöðu Gísla Marteins við kynningu á Eurovision í gærkvöldi en meiri sátt um frammistöðu Svölu sjálfrar á sviðinu. Gísli Marteinn talaði niður til margra keppenda með tilraunum til gamansemi sem var ekki að gera sig.“Gott að við unnum ekkiSvo eru þeir náttúrlega til sem hreinlega fagna döpru gengi Íslands í þessari keppni. Og eru dauðfegnir því að sigur í keppninni er ekki lengur inni í myndinni. Þetta eru þeir hinir praktísku og þeir láta sumir hverjir það álit í ljós á Facebook. Greiningardeild Arion-banka reiknaði út kostnaðinn við Eurovision-keppnina. Þátttakan kostar okkur um 90 milljónir króna en ef við þyrftum að halda keppnina myndi það kosta milljarða, sé litið til þess kostnaðar sem sigurþjóðirnar hafa mátt bera. Þeir hjá Arion segja erfitt að meta kostnaðinn nákvæmlega en miðað við meðalkostnað síðustu tíu ára þá eru það fjórir milljarðar sem íslenska ríkið þyrfti að leggja til þess verkefnis. Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Þetta er í þriðja skiptið í röð sem Ísland nær ekki uppúr undanriðlinum í Eurovision-söngvakeppninni. Enn og aftur er þjóðin svikin um almennilegt Eurovision-partý um helgi. Enn og aftur mun Páll Óskar þurfa að taka á honum stóra sínum til að fylla árlegt Eurovision-partí sitt á Spot í Kópavogi. Sársvekktir Eurovisionáhugamenn leita skýringa logandi ljósi og fá útrás fyrir sárindi sín á Facebook sem var undirlögð, þar voru hinir ýmsu fletir á keppninni ræddir.Kristján Þórir gat ekki leynt sárindum sínum og sendi eftirfarandi yfirlýsingu út í eterinn.Kristján Þórir Hauksson fasteignasali talar fyrir hönd margra þegar hann segir, og er ekki að skafa af því: „Evrópa, fokkaðu þér“. Almennt er þessi tónninn í mannskapnum þó fæstir tali á eins afgerandi nótum og Kristján Þórir.Svala of flott fyrir keppnina Blaðamaður Vísis skautaði yfir Facebook og var ekki annað að sjá en að fólk skiptast einkum í tvö horn. Þeir sem vilja stokka upp og fá nýtt fólk að málum og svo eru það þeir sem vilja kenna austurblokkinni og Evrópu almennt um og vondum tónlistarsmekk þar (en það þykir yfir allan vafa hafið að Svala hafi staðið sig með miklum sóma). Þriðji hópurinn samanstendur svo af þeim sem vilja bara hætta í þessu partíi og nota þær tæpu 100 milljónir sem þátttakan kostar í eitthvað annað. Margrét Friðriksdóttir þjóðfélagsrýnir telur Svölu alltof flotta fyrir þessa keppni, þar sé enginn standard lengur sem sé sorglegt: „Held að það sé komin tími til að hætta þessari glötuðu keppni. Svala var langflottust.“Margir eru þeirrar skoðunar að nú sé fullreynt með þessa Eurovisionkeppni.Já, þeir koma úr öllum áttum, eru á öllum aldri og af öllum þjóðfélagsstigum sem tjá sig um Eurovision. Gunnar Smári Egilsson, félagi númer eitt í hinum nýstofnaða Sósíalistaflokki, kemur fram með athyglisverðan flöt á málinu: „Nú þegar RÚV hefur klúðrað Júróvision þrjú ár í röð er rétt að Stöð2, Hringbraut eða ÍNN taki við keflinu.“Þessi hallærislega vondulagakeppni Mummi Týr Thorarinsson sem kenndur hefur verið við Mótorsmiðjuna er ekki áhugamaður um Eurovison en er áhugasamur um að tjá sig um hana. „Nú er allt að fara á hliðina yfir júró og margir vilja hætta þátttöku í þessari vondulagakeppni. Kannski eru íslendingar bara með svona vondan tónlistasmekk og pikk fastir í einhverri gamalli glis-júró-formúlu sem er engan veginn að virka fyrir okkur, sjá júrósögu. Daði Freyr átti að fara fyrir okkar hönd en Portugal átti keppnina í gær að mínu mati enda núll glis og stælar, bara beint frá hjartanu, heiðarlegt og fór áfram, töff!“ Og Frosti Logason útvarpsmaður er á svipuðu róli: „Þetta júróvisjónkrapp er alveg óendanlega hallærislegt drasl. Ekkert gaman að þessu.“Landinn breytist í fulla kallinn á barnumSéra Hildur Eir Bolladóttir er mikill áhugamaður um Eurovision-keppnina, sem og systir hennar Séra Jóna Hrönn Bolladóttir. Hildur Eir sér hvernig örvinglanin brýst út hjá þjóðinni og hún reynir að nálgast vandann með gagnrýnu og kristnu hugarfari:Séra Hildur Eir reynir að róa mannskapinn en henni þykir hvorki smart né hugrakkt að hella úr skálum reiði sinnar vegna vonbrigðanna, þeirra að komast ekki uppúr undanriðlinum.„Svala Björgvinsdóttir stóð sig gríðarlega vel í gær, atriðið var töff, söngurinn kraftmikill og tandurhreinn, hún sjálf á staðnum í líkama og sál, það er auðvitað jafn gáfulegt að keppa í tónlist og fegurð, svolítið eins og rökræða trú eða segja ástföngnu fólki að vera ekki ástfangið, en þetta er á margan hátt skemmtilegur viðburður alveg þangað til við komumst ekki upp úr undanriðlinum og landinn breytist í fulla kallinn á barnum sem hefur loksins þor til að segja það sem honum finnst, það er hvorki smart nè hugrakkt, heitir að vera plebbi.“ Hvað sem öðru líður er ljóst að þjóðin hefur orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri og dagskrárstjórinn Skarphéðinn Guðmundsson standa frammi fyrir ýmsum erfiðum spurningum í þessum efnum. Ætti að draga Ísland úr keppni? Þarf að skipta um Eurovision-áhöfn? Þarf að huga að fyrirkomulaginu?Kynnar eru kynnum verstirÞá er sá þáttur ónefndur sem er að nokkurrar óánægju gætti með Gísla Martein Baldursson kynni keppninnar. Hann þótti ófyndinn að mati menningarritstjóra Fréttablaðsins, Magnúsar Guðmundssonar.Frammistaða Gísla Marteins var umdeild, og eiginlega verður að segja sem er að hann fær það óþvegið á samfélagsmiðlunum.„Við eigum ekki séns. Þetta er allt betra en við. Ég er alveg búinn á því. Bugaður og brotinn. Aldrei aftur. Aldrei!“ sagði Magnús að lokinni keppni: „Og annað: Gísli Marteinn er ekki fyndinn. Endilega látið hann vita,“ bætir hann við. Vissulega er galið að kenna Gísla um hvernig fór, ólíklegt er að þeir sem kusu hafi verið að hlusta á hann og láta fara í taugarnar á sér. En, það breytti ekki því að margir Íslendingar vildu sparka í Gísla Martein í gremju sinni. Hann þótti sýna hinum úkraínsku kynnum nokkurt yfirlæti og brandarar hans þóttu sumir hverjir ósmekklegir, svo sem sá þar sem hann líkti söngkonunni Celine Dion við hrosshaus. Sveinn Andri Sveinsson lögmaður var sérstaklega óánægður með Gísla og sagði: „Gísli Martröð fær engin stig í kvöld. Tímabært að skipta honum út,“ segir Sveinn Andri.Gísli Marteinn fær það óþvegið á samskiptamiðlunum og víst er að lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson er enginn sérstakur aðdáandi hans.Og Eiríkur Jónsson gerði þetta að sérstöku umfjöllunarefni á fréttasíðu sinni. „... að mjög skiptar skoðanir séu á frammistöðu Gísla Marteins við kynningu á Eurovision í gærkvöldi en meiri sátt um frammistöðu Svölu sjálfrar á sviðinu. Gísli Marteinn talaði niður til margra keppenda með tilraunum til gamansemi sem var ekki að gera sig.“Gott að við unnum ekkiSvo eru þeir náttúrlega til sem hreinlega fagna döpru gengi Íslands í þessari keppni. Og eru dauðfegnir því að sigur í keppninni er ekki lengur inni í myndinni. Þetta eru þeir hinir praktísku og þeir láta sumir hverjir það álit í ljós á Facebook. Greiningardeild Arion-banka reiknaði út kostnaðinn við Eurovision-keppnina. Þátttakan kostar okkur um 90 milljónir króna en ef við þyrftum að halda keppnina myndi það kosta milljarða, sé litið til þess kostnaðar sem sigurþjóðirnar hafa mátt bera. Þeir hjá Arion segja erfitt að meta kostnaðinn nákvæmlega en miðað við meðalkostnað síðustu tíu ára þá eru það fjórir milljarðar sem íslenska ríkið þyrfti að leggja til þess verkefnis.
Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira