Óskað eftir sjónarmiðum almennings vegna samruna Fjarskipta og 365 miðla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. maí 2017 10:35 Höfuðstöðvar 365 miðla hf. í Skaftahlíð. Vísir/Anton Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir sjónarmiðum almennings og fyrirtækja vegna fyrirhugaðs samruna Fjarskipta hf. (Vodafone) og 365 miðla hf. Eftirlitið rannsakar nú samkeppnisleg áhrif samrunans. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að „[þ]ar sem um er að ræða samruna sem geti varðað almenning miklu hefur Samkeppniseftirlitið ákveðið að óska opinberlega eftir sjónarmiðum almennings og fyrirtækja í þágu rannsóknarinnar.“ Hefur eftirlitið birt samrunatilkynningu málsins svo allir hafi kost á því að kynna sér samrunann. Tilkynningin er birt á vefsíðu eftirlitsins og er hún birt án trúnaðarupplýsinga.Ingibjörg Pálmadóttir, formaður stjórnar 365 miðla, og Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, undirrituðu samninginn í mars síðastliðnum.Vísir/VilhelmEftirlitið hefur einnig sent beiðni um umsögn og upplýsingar til fyrirtækja á þeim mörkuðum sem Fjarskipti og 365 miðlar starfa á. Þá hefur eftirlitið einnig óskað umsagnar frá opinberum stofnunum sem annast eftirlit samkvæmt lögum um fjölmiðla og fjarskipti. Óskar Samkeppniseftirlitið að sjónarmið og gögn frá almenningi, fyrirtækjum og opinberum stofnunum berist eigi síðar en 26. maí en nálgast má eyðublöð á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins.Kaup Fjarskipta á á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour, voru undirrituð í mars síðastliðnum.Frá og með 28. apríl byrjuðu frestir Samkeppniseftirlitsins til að rannsaka samrunann að líða eftir að fullnægjandi samrunatilkynning barst eftirlitinu. Frá þeim degi hefur Samkeppniseftirlitið 25 virka daga til að taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til frekari rannsóknar á samkeppnislegum áhrifum samrunans. Reynist svo vera, hefur eftirlitið 70 virka daga til viðbótar til að taka ákvörðun í málinu. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kaup Vodafone á 365 miðlum undirrituð Vodafone kaupir allar eignir og rekstur 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Vísir fylgir með í kaupunum. 14. mars 2017 08:56 Vodafone vill kaupa ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 Fjarskipti hf. og 365 miðlar hf. hafa undirritað samkomulag um einkaviðræður og helstu forsendur og skilmála kaupsamnings varðandi möguleg kaup á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 miðla hf. 31. ágúst 2016 09:07 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir sjónarmiðum almennings og fyrirtækja vegna fyrirhugaðs samruna Fjarskipta hf. (Vodafone) og 365 miðla hf. Eftirlitið rannsakar nú samkeppnisleg áhrif samrunans. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að „[þ]ar sem um er að ræða samruna sem geti varðað almenning miklu hefur Samkeppniseftirlitið ákveðið að óska opinberlega eftir sjónarmiðum almennings og fyrirtækja í þágu rannsóknarinnar.“ Hefur eftirlitið birt samrunatilkynningu málsins svo allir hafi kost á því að kynna sér samrunann. Tilkynningin er birt á vefsíðu eftirlitsins og er hún birt án trúnaðarupplýsinga.Ingibjörg Pálmadóttir, formaður stjórnar 365 miðla, og Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, undirrituðu samninginn í mars síðastliðnum.Vísir/VilhelmEftirlitið hefur einnig sent beiðni um umsögn og upplýsingar til fyrirtækja á þeim mörkuðum sem Fjarskipti og 365 miðlar starfa á. Þá hefur eftirlitið einnig óskað umsagnar frá opinberum stofnunum sem annast eftirlit samkvæmt lögum um fjölmiðla og fjarskipti. Óskar Samkeppniseftirlitið að sjónarmið og gögn frá almenningi, fyrirtækjum og opinberum stofnunum berist eigi síðar en 26. maí en nálgast má eyðublöð á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins.Kaup Fjarskipta á á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour, voru undirrituð í mars síðastliðnum.Frá og með 28. apríl byrjuðu frestir Samkeppniseftirlitsins til að rannsaka samrunann að líða eftir að fullnægjandi samrunatilkynning barst eftirlitinu. Frá þeim degi hefur Samkeppniseftirlitið 25 virka daga til að taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til frekari rannsóknar á samkeppnislegum áhrifum samrunans. Reynist svo vera, hefur eftirlitið 70 virka daga til viðbótar til að taka ákvörðun í málinu.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kaup Vodafone á 365 miðlum undirrituð Vodafone kaupir allar eignir og rekstur 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Vísir fylgir með í kaupunum. 14. mars 2017 08:56 Vodafone vill kaupa ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 Fjarskipti hf. og 365 miðlar hf. hafa undirritað samkomulag um einkaviðræður og helstu forsendur og skilmála kaupsamnings varðandi möguleg kaup á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 miðla hf. 31. ágúst 2016 09:07 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Kaup Vodafone á 365 miðlum undirrituð Vodafone kaupir allar eignir og rekstur 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Vísir fylgir með í kaupunum. 14. mars 2017 08:56
Vodafone vill kaupa ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 Fjarskipti hf. og 365 miðlar hf. hafa undirritað samkomulag um einkaviðræður og helstu forsendur og skilmála kaupsamnings varðandi möguleg kaup á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 miðla hf. 31. ágúst 2016 09:07