Veik fyrir skóm Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 29. maí 2017 11:00 Hér er Þórhildur í jakka frá Basler og svartri blússu frá Devernois. Vísir/Anton Brink Þórhildur Gísladóttir er kameljón þegar kemur að tísku. Hún blandar saman ólíkum flíkum og skapar sér sína eigin tísku. Þórhildur stendur vaktina einu sinni í viku í búð Rauða krossins við Skólavörðustíg og finnst það svo gaman að hún tekur allar aukavaktir sem bjóðast. „Ég var fyrir löngu síðan búin að ákveða að verða sjálfboðaliði ef ég fengi tækifæri til þess. Ég skráði mig hjá Rauða krossinum í febrúar og fljótlega var haft samband við mig, enda vantar alltaf fólk til sjálfboðaliðastarfa, bæði í búðirnar og til að flokka fatnað, auk heimsóknarvina. Þetta er svo skemmtilegt og gefandi og ég hitti alls konar fólk gegnum starfið.“Nýi, fjólublái jakkinn er í mestu uppáhaldi hjá Þórhildi. Vísir/Anton BrinkSpáir þú mikið í tísku?„Já, ég geri það en ég verð að viðurkenna að fatasmekkur minn hefur breyst töluvert frá því að ég fór að vinna í Rauðakrossbúðinni. Ég er orðin algjört kameljón þegar kemur að tísku og er farin að blanda meira saman ólíkum stílum, sem ég gerði ekki áður. Ég er komin inn á það að maður skapar sér sína eigin tísku og þarf ekkert að fara eftir því sem einhver segir manni að vera í. Ef mér finnst einhver flík flott og hún klæðir mig vel, þá er það tískan mín. Mér er alveg sama þótt öðrum finnst það ekkert flott.“ Hvar kaupir þú helst fötin þín? „Ég kaupi langmest af mínum fatnaði í Rauðakrossbúðinni. Í gegnum tíðina hef ég keypt mest á netinu, annaðhvort á erlendum síðum eða sölusíðum á Facebook eða bland.is.“Hver er þinn helsti veikleiki þegar kemur að tísku?„Ég er pínu skósjúk. Núna er ég með æði fyrir skóm frá Irregular Choice en ég kaupi þá á erlendum netsíðum.“Toppur frá J.Crew, SAND pils, skór frá Irregular Choice. Vísir/Anton BrinkHvaða flík er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Nýi, fjólublái loðjakkinn minn sem ég keypti mér á fyrstu vaktinni minni í Rauðakrossbúðinni. Hann er í miklu uppáhaldi. Fyrst þegar ég byrjaði að vinna í búðinni freistaðist ég oft til að kaupa eitthvað sem mér fannst fallegt en með tímanum verðum við sjálfboðaliðarnir sjóaðir og pössum okkur á að kaupa ekkert nema það sem okkur bráðvantar. Þarna fær maður náttúrlega miklu meira fyrir peninginn en víða annars staðar.“Hvernig föt eru vinsælust í Rauða kross búðinni? „Það er í raun mismunandi eftir búðum. Búðin við Skólavörðustíg er aðeins dýrari en hinar en þar eru til sölu merkjavörur og fínni föt. Merkjavörurnar seljast mjög vel, svo sem kjólar, buxur og íþróttaskór. Þetta flýgur allt út, enda er þetta fatnaður sem er eins og nýr. Þarna er mikið af gulli og gersemum.“ Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Þórhildur Gísladóttir er kameljón þegar kemur að tísku. Hún blandar saman ólíkum flíkum og skapar sér sína eigin tísku. Þórhildur stendur vaktina einu sinni í viku í búð Rauða krossins við Skólavörðustíg og finnst það svo gaman að hún tekur allar aukavaktir sem bjóðast. „Ég var fyrir löngu síðan búin að ákveða að verða sjálfboðaliði ef ég fengi tækifæri til þess. Ég skráði mig hjá Rauða krossinum í febrúar og fljótlega var haft samband við mig, enda vantar alltaf fólk til sjálfboðaliðastarfa, bæði í búðirnar og til að flokka fatnað, auk heimsóknarvina. Þetta er svo skemmtilegt og gefandi og ég hitti alls konar fólk gegnum starfið.“Nýi, fjólublái jakkinn er í mestu uppáhaldi hjá Þórhildi. Vísir/Anton BrinkSpáir þú mikið í tísku?„Já, ég geri það en ég verð að viðurkenna að fatasmekkur minn hefur breyst töluvert frá því að ég fór að vinna í Rauðakrossbúðinni. Ég er orðin algjört kameljón þegar kemur að tísku og er farin að blanda meira saman ólíkum stílum, sem ég gerði ekki áður. Ég er komin inn á það að maður skapar sér sína eigin tísku og þarf ekkert að fara eftir því sem einhver segir manni að vera í. Ef mér finnst einhver flík flott og hún klæðir mig vel, þá er það tískan mín. Mér er alveg sama þótt öðrum finnst það ekkert flott.“ Hvar kaupir þú helst fötin þín? „Ég kaupi langmest af mínum fatnaði í Rauðakrossbúðinni. Í gegnum tíðina hef ég keypt mest á netinu, annaðhvort á erlendum síðum eða sölusíðum á Facebook eða bland.is.“Hver er þinn helsti veikleiki þegar kemur að tísku?„Ég er pínu skósjúk. Núna er ég með æði fyrir skóm frá Irregular Choice en ég kaupi þá á erlendum netsíðum.“Toppur frá J.Crew, SAND pils, skór frá Irregular Choice. Vísir/Anton BrinkHvaða flík er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Nýi, fjólublái loðjakkinn minn sem ég keypti mér á fyrstu vaktinni minni í Rauðakrossbúðinni. Hann er í miklu uppáhaldi. Fyrst þegar ég byrjaði að vinna í búðinni freistaðist ég oft til að kaupa eitthvað sem mér fannst fallegt en með tímanum verðum við sjálfboðaliðarnir sjóaðir og pössum okkur á að kaupa ekkert nema það sem okkur bráðvantar. Þarna fær maður náttúrlega miklu meira fyrir peninginn en víða annars staðar.“Hvernig föt eru vinsælust í Rauða kross búðinni? „Það er í raun mismunandi eftir búðum. Búðin við Skólavörðustíg er aðeins dýrari en hinar en þar eru til sölu merkjavörur og fínni föt. Merkjavörurnar seljast mjög vel, svo sem kjólar, buxur og íþróttaskór. Þetta flýgur allt út, enda er þetta fatnaður sem er eins og nýr. Þarna er mikið af gulli og gersemum.“
Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira