Uppbótartíminn: Gulir og glaðir Grindvíkingar | Myndbönd 29. maí 2017 11:00 Strákarnir hans Óla Stefáns eru búnir að koma sér vel fyrir í 3. sæti deildarinnar. vísir/ernir Fimmtu umferð Pepsi-deildar karla lauk í gær með fjórum leikjum. Hverjir áttu góðan dag og hverjir erfiðan dag? Hvernig var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Grindvíkingar urðu fyrsta liðið til að vinna Valsmenn og lyftu sér upp í 3. sætið. Breiðablik og Víkingur R. náðu fínum úrslitum í fyrstu leikjunum undir stjórn Milosar Milojevic og Loga Ólafssonar. KR og FH gerðu jafntefli í stórleik umferðarinnar og Stjarnan sótti þrjú stig í Grafarvoginn. Þá unnu Skagamenn sinn fyrsta sigur í sumar.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:KA 2-2 Víkingur R.ÍBV 1-4 ÍABreiðablik 2-1 Víkingur Ó.Grindavík 1-0 ValurKR 2-2 FHFjölnir 1-3 StjarnanArnar Már kom Skagamönnum á bragðið í Eyjum með glæsilegu marki.vísir/antonGóð umferð fyrir ...... Skagamenn Eftir fjögur töp í fyrstu fjórum umferðunum og 13 mörk fengin á sig unnu Skagamenn sinn fyrsta sigur þegar þeir sóttu Eyjamenn heim á laugardaginn. ÍA spilaði betri varnarleik en liðið hefur gert og nýtti sín tækifæri vel. Arnar Már Guðjónsson, Þórður Þorsteinn Þórðarson og Albert Hafsteinsson skoruðu allir afar lagleg mörk. Akurnesingar eiga ekki í neinum vandræðum með að skora en Stjarnan er eina lið deildarinnar sem hefur gert fleiri mörk en ÍA.... nýju þjálfarana Milos Milojevic og Logi Ólafsson stýrðu Breiðabliki og Víkingi R. í fyrsta sinn um helgina. Blikar unnu 2-1 sigur á Víkingum frá Ólafsvík á Kópavogsvelli. Milos setti Michee Efete á bekkinn fyrir að mæta of seint í leikinn og sýndi hver ræður. Og hann náði í stigin þrjú. Víkingarnir hans Loga lentu 2-0 undir gegn KA fyrir norðan en sýndu styrk, komu til baka og náðu í stig. Logi hlýtur að vera ánægður með hvernig hans menn brugðust við í erfiðri stöðu í leiknum.... Grindvíkinga Í upphafi móts hefur öll athyglin verið á KA-mönnum sem byrjuðu svo frábærlega. Þeir hafa hins vegar aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur leikjum. Á meðan eru hinir nýliðarnir, Grindvíkingar, skellihlæjandi með 10 stig í 3. sætinu eftir sigurinn frábæra á Valsmönnum í gær. Grindvíkingar eru ólseigir með dúndur markvörð (Kristijan Jajalo) og sjóðheitan Andra Rúnar Bjarnason í fremstu víglínu. Mörk Bolvíkingsins hafa nú þegar tryggt Grindavík níu stig.Fjölnismenn fengu á baukinn gegn Stjörnunni.vísir/antonErfið umferð fyrir ...... Hafstein Briem Hafsteinn fékk á sig vítaspyrnu og var rekinn af velli þegar ÍBV steinlá fyrir ÍA, 1-4. Í stöðunni 1-2 sofnaði Hafsteinn á verðinum og braut klaufalega á Alberti Hafsteinssyni og fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Halldór Páll Geirsson varði vítið en einum færri fengu Eyjamenn á sig tvö mörk undir lokin. Þetta var annað rauða spjaldið sem Hafsteinn fær í fyrstu fimm umferðunum og hann er á leið í tveggja leikja bann. Hafsteinn er sennilega mikilvægasti leikmaður ÍBV en hann gagnast liðinu lítið uppi í stúku.... Fjölnismenn Eftir frábæran sigur á FH-ingum í síðustu umferð skelltu Stjörnumenn Fjölnismönnum niður á jörðina með öruggum 1-3 sigri í leik liðanna í Grafarvoginum í gær. Fjölnir gaf Stjörnunni eitt mark í forgjöf og var í miklum vandræðum eftir það. Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var hreinskilinn eftir leik og sagði að sínir menn hefðu einfaldlega orðið undir í baráttunni gegn sterkum Stjörnumönnum. Ekki bætti úr skák að stuðningsmenn Fjölnis gerðu sig að fíflum á Twitter fyrir leikinn með niðrandi ummælum um Sigga Dúllu.... Anton Ara Einarsson Anton Ari gerði sig sekan um slæm mistök í sigurmarki Grindavíkur gegn Val í gærkvöldi. Anton kom út úr markinu en hitti ekki boltann og bauð Andra Rúnari Bjarnasyni upp á að setja hann í tómt markið. Anton Ari gerir margt mjög vel en er of mistækur. Hann fékk á sig tvö klaufamörk uppi á Skaga í 2. umferðinni. Það kom ekki að sök þá en það sama var ekki uppi á teningnum í Grindavík í gær.Gunnar Nielsen átti frábæran leik á Alvogen-vellinum.vísir/eyþórElías Orri Njarðarson á Extra-vellinum: „Liðin eru mætt út á völl og byrjuð að hita. Völlurinn lítur vel út hér í kvöld, smá blautur alveg eins og við viljum hafa þetta. Tónlistin hér á Extra-vellinum er til fyrirmyndar. Kryptonite með 3 Doors Down hljómar í hljóðkerfinu um þessar mundir. Klassík.“Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Grindavíkurvelli: „Leikmenn ganga inn á völl og Game of Thrones stefið er spilað undir, það mun vera sérpantað og valið af Gunnari Þorsteinssyni. Faðir hans, Þorsteinn Gunnarsson - fyrrum íþróttafréttamaður - er að sjálfsögðu mættur í stúkuna til að styðja sinn mann.“Gabríel Sighvatsson á Hásteinsvelli: „Held ég geti fullyrt að hér sé um leiðinlegasta leik sumarsins að ræða. Skallin hjá Hafsteini áðan er eina skráða marktilraunin hingað til og liðin eru ekki einu sinni nálægt því að skapa sér einhver færi.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Jósef Kristinn Jósefsson, Stjarnan - 9 Igor Taskovic, Fjölni - 3 Bojan Stefán Lubicic, Fjölnir - 3 Birnir Snær Ingason, Fjölnir - 3 Pape Mamadou Faye, Víkingur Ó. - 3 Kristinn Ingi Halldórsson, Valur - 3Umræðan á #pepsi365Væri mikill liðstyrkur fyrir Víkings liðið ef Logi Ólafs myndi nýta samböndin við KF Nörd og sækja leikmann þar í næsta glugga #pepsi365— Andri Már (@nablinn) May 27, 2017 Fyrisætan sýnir verðandi eiginmanni sínum og KR liðinu hvernig á að gera þetta fyrir stórleikinn í kvöld#fotboltinet #pepsi365 #krfh pic.twitter.com/a3goJeHLx8— Álfrún Pálsdóttir (@AlfrunPals) May 28, 2017 Maður leiksins hjá ólsurum í dag...? Hva með Quee?? #pepsi365— Ásgeir A. Ásgeirsson (@AsgeirAron) May 28, 2017 Tokic lofaði þessum unga aðdáanda marki fyrir leik og skilaði sínu#pepsi365 pic.twitter.com/hcwJndGT2B— Hildur Einarsdóttir (@HildurEinarsd) May 28, 2017 Jósef að spila eins og Steve Nash. Komin með 3 stoð í Grafarvoginum og nóg eftir. #pepsi365 #jobbidraugur— Teitur Örlygsson (@teitur11) May 28, 2017 690 - 640 - 625 áhorfendur Gri - Ak- Eyjar. Fámennari staðir (engin afsökun fyrir KA) en þetta er hræðileg aðsókn. #fotboltinet #pepsi365— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) May 28, 2017 Dab-ið hjá Bóasi#pepsi365— Þórarinn Ásgeirsson (@ActionRed) May 28, 2017 Fáránlegt þetta trommubann í Frostaskjóli.Jarðafarastemming á vellinum.Svo fornaldalegt og leiðinlegt félag #fotboltinet #pepsi365— Aðalsteinn Tryggva (@AdalsteinnTr) May 28, 2017 @HemmiHauks, þú þarft að bjóða @oskar_hrafn vini þínum í boss búðina, topp maður en alltaf í sömu fötunum#pepsi365— Samúel Samúelsson (@SSamelsson) May 28, 2017 #pepsi365 herra klipping @hjorvarhaflida sá eini sem náði djókinu og varð ekkert vandræðalegur hahahaha— drésilíus (@andresthor30) May 28, 2017 Grindvíkingar fögnuðu vel í leikslok :) #fotbolti #fotboltinet #pepsi365 #pepsideildin pic.twitter.com/kGkUF8vbBF— Eva Björk (@EvaBjork7) May 28, 2017 GullmarkiðAugnablikiðBesturTrabantinn120 sekúndur Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Uppbótartíminn: Meistaraefnin í vandræðum | Myndbönd Farið yfir 4. umferð Pepsi-deildar karla. 23. maí 2017 10:45 Uppbótartíminn: Þrjú lið með jafnmörg stig á toppnum | Myndbönd Vísir gerir upp þriðju umferð Pepsi-deildar karla í máli og myndum. 16. maí 2017 12:00 Uppbótartíminn: Umferð flautumarkanna | Myndbönd Farið yfir 2. umferð Pepsi-deildar karla á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2017 11:30 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Sjá meira
Fimmtu umferð Pepsi-deildar karla lauk í gær með fjórum leikjum. Hverjir áttu góðan dag og hverjir erfiðan dag? Hvernig var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Grindvíkingar urðu fyrsta liðið til að vinna Valsmenn og lyftu sér upp í 3. sætið. Breiðablik og Víkingur R. náðu fínum úrslitum í fyrstu leikjunum undir stjórn Milosar Milojevic og Loga Ólafssonar. KR og FH gerðu jafntefli í stórleik umferðarinnar og Stjarnan sótti þrjú stig í Grafarvoginn. Þá unnu Skagamenn sinn fyrsta sigur í sumar.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:KA 2-2 Víkingur R.ÍBV 1-4 ÍABreiðablik 2-1 Víkingur Ó.Grindavík 1-0 ValurKR 2-2 FHFjölnir 1-3 StjarnanArnar Már kom Skagamönnum á bragðið í Eyjum með glæsilegu marki.vísir/antonGóð umferð fyrir ...... Skagamenn Eftir fjögur töp í fyrstu fjórum umferðunum og 13 mörk fengin á sig unnu Skagamenn sinn fyrsta sigur þegar þeir sóttu Eyjamenn heim á laugardaginn. ÍA spilaði betri varnarleik en liðið hefur gert og nýtti sín tækifæri vel. Arnar Már Guðjónsson, Þórður Þorsteinn Þórðarson og Albert Hafsteinsson skoruðu allir afar lagleg mörk. Akurnesingar eiga ekki í neinum vandræðum með að skora en Stjarnan er eina lið deildarinnar sem hefur gert fleiri mörk en ÍA.... nýju þjálfarana Milos Milojevic og Logi Ólafsson stýrðu Breiðabliki og Víkingi R. í fyrsta sinn um helgina. Blikar unnu 2-1 sigur á Víkingum frá Ólafsvík á Kópavogsvelli. Milos setti Michee Efete á bekkinn fyrir að mæta of seint í leikinn og sýndi hver ræður. Og hann náði í stigin þrjú. Víkingarnir hans Loga lentu 2-0 undir gegn KA fyrir norðan en sýndu styrk, komu til baka og náðu í stig. Logi hlýtur að vera ánægður með hvernig hans menn brugðust við í erfiðri stöðu í leiknum.... Grindvíkinga Í upphafi móts hefur öll athyglin verið á KA-mönnum sem byrjuðu svo frábærlega. Þeir hafa hins vegar aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur leikjum. Á meðan eru hinir nýliðarnir, Grindvíkingar, skellihlæjandi með 10 stig í 3. sætinu eftir sigurinn frábæra á Valsmönnum í gær. Grindvíkingar eru ólseigir með dúndur markvörð (Kristijan Jajalo) og sjóðheitan Andra Rúnar Bjarnason í fremstu víglínu. Mörk Bolvíkingsins hafa nú þegar tryggt Grindavík níu stig.Fjölnismenn fengu á baukinn gegn Stjörnunni.vísir/antonErfið umferð fyrir ...... Hafstein Briem Hafsteinn fékk á sig vítaspyrnu og var rekinn af velli þegar ÍBV steinlá fyrir ÍA, 1-4. Í stöðunni 1-2 sofnaði Hafsteinn á verðinum og braut klaufalega á Alberti Hafsteinssyni og fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Halldór Páll Geirsson varði vítið en einum færri fengu Eyjamenn á sig tvö mörk undir lokin. Þetta var annað rauða spjaldið sem Hafsteinn fær í fyrstu fimm umferðunum og hann er á leið í tveggja leikja bann. Hafsteinn er sennilega mikilvægasti leikmaður ÍBV en hann gagnast liðinu lítið uppi í stúku.... Fjölnismenn Eftir frábæran sigur á FH-ingum í síðustu umferð skelltu Stjörnumenn Fjölnismönnum niður á jörðina með öruggum 1-3 sigri í leik liðanna í Grafarvoginum í gær. Fjölnir gaf Stjörnunni eitt mark í forgjöf og var í miklum vandræðum eftir það. Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var hreinskilinn eftir leik og sagði að sínir menn hefðu einfaldlega orðið undir í baráttunni gegn sterkum Stjörnumönnum. Ekki bætti úr skák að stuðningsmenn Fjölnis gerðu sig að fíflum á Twitter fyrir leikinn með niðrandi ummælum um Sigga Dúllu.... Anton Ara Einarsson Anton Ari gerði sig sekan um slæm mistök í sigurmarki Grindavíkur gegn Val í gærkvöldi. Anton kom út úr markinu en hitti ekki boltann og bauð Andra Rúnari Bjarnasyni upp á að setja hann í tómt markið. Anton Ari gerir margt mjög vel en er of mistækur. Hann fékk á sig tvö klaufamörk uppi á Skaga í 2. umferðinni. Það kom ekki að sök þá en það sama var ekki uppi á teningnum í Grindavík í gær.Gunnar Nielsen átti frábæran leik á Alvogen-vellinum.vísir/eyþórElías Orri Njarðarson á Extra-vellinum: „Liðin eru mætt út á völl og byrjuð að hita. Völlurinn lítur vel út hér í kvöld, smá blautur alveg eins og við viljum hafa þetta. Tónlistin hér á Extra-vellinum er til fyrirmyndar. Kryptonite með 3 Doors Down hljómar í hljóðkerfinu um þessar mundir. Klassík.“Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Grindavíkurvelli: „Leikmenn ganga inn á völl og Game of Thrones stefið er spilað undir, það mun vera sérpantað og valið af Gunnari Þorsteinssyni. Faðir hans, Þorsteinn Gunnarsson - fyrrum íþróttafréttamaður - er að sjálfsögðu mættur í stúkuna til að styðja sinn mann.“Gabríel Sighvatsson á Hásteinsvelli: „Held ég geti fullyrt að hér sé um leiðinlegasta leik sumarsins að ræða. Skallin hjá Hafsteini áðan er eina skráða marktilraunin hingað til og liðin eru ekki einu sinni nálægt því að skapa sér einhver færi.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Jósef Kristinn Jósefsson, Stjarnan - 9 Igor Taskovic, Fjölni - 3 Bojan Stefán Lubicic, Fjölnir - 3 Birnir Snær Ingason, Fjölnir - 3 Pape Mamadou Faye, Víkingur Ó. - 3 Kristinn Ingi Halldórsson, Valur - 3Umræðan á #pepsi365Væri mikill liðstyrkur fyrir Víkings liðið ef Logi Ólafs myndi nýta samböndin við KF Nörd og sækja leikmann þar í næsta glugga #pepsi365— Andri Már (@nablinn) May 27, 2017 Fyrisætan sýnir verðandi eiginmanni sínum og KR liðinu hvernig á að gera þetta fyrir stórleikinn í kvöld#fotboltinet #pepsi365 #krfh pic.twitter.com/a3goJeHLx8— Álfrún Pálsdóttir (@AlfrunPals) May 28, 2017 Maður leiksins hjá ólsurum í dag...? Hva með Quee?? #pepsi365— Ásgeir A. Ásgeirsson (@AsgeirAron) May 28, 2017 Tokic lofaði þessum unga aðdáanda marki fyrir leik og skilaði sínu#pepsi365 pic.twitter.com/hcwJndGT2B— Hildur Einarsdóttir (@HildurEinarsd) May 28, 2017 Jósef að spila eins og Steve Nash. Komin með 3 stoð í Grafarvoginum og nóg eftir. #pepsi365 #jobbidraugur— Teitur Örlygsson (@teitur11) May 28, 2017 690 - 640 - 625 áhorfendur Gri - Ak- Eyjar. Fámennari staðir (engin afsökun fyrir KA) en þetta er hræðileg aðsókn. #fotboltinet #pepsi365— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) May 28, 2017 Dab-ið hjá Bóasi#pepsi365— Þórarinn Ásgeirsson (@ActionRed) May 28, 2017 Fáránlegt þetta trommubann í Frostaskjóli.Jarðafarastemming á vellinum.Svo fornaldalegt og leiðinlegt félag #fotboltinet #pepsi365— Aðalsteinn Tryggva (@AdalsteinnTr) May 28, 2017 @HemmiHauks, þú þarft að bjóða @oskar_hrafn vini þínum í boss búðina, topp maður en alltaf í sömu fötunum#pepsi365— Samúel Samúelsson (@SSamelsson) May 28, 2017 #pepsi365 herra klipping @hjorvarhaflida sá eini sem náði djókinu og varð ekkert vandræðalegur hahahaha— drésilíus (@andresthor30) May 28, 2017 Grindvíkingar fögnuðu vel í leikslok :) #fotbolti #fotboltinet #pepsi365 #pepsideildin pic.twitter.com/kGkUF8vbBF— Eva Björk (@EvaBjork7) May 28, 2017 GullmarkiðAugnablikiðBesturTrabantinn120 sekúndur
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Uppbótartíminn: Meistaraefnin í vandræðum | Myndbönd Farið yfir 4. umferð Pepsi-deildar karla. 23. maí 2017 10:45 Uppbótartíminn: Þrjú lið með jafnmörg stig á toppnum | Myndbönd Vísir gerir upp þriðju umferð Pepsi-deildar karla í máli og myndum. 16. maí 2017 12:00 Uppbótartíminn: Umferð flautumarkanna | Myndbönd Farið yfir 2. umferð Pepsi-deildar karla á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2017 11:30 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Sjá meira
Uppbótartíminn: Meistaraefnin í vandræðum | Myndbönd Farið yfir 4. umferð Pepsi-deildar karla. 23. maí 2017 10:45
Uppbótartíminn: Þrjú lið með jafnmörg stig á toppnum | Myndbönd Vísir gerir upp þriðju umferð Pepsi-deildar karla í máli og myndum. 16. maí 2017 12:00
Uppbótartíminn: Umferð flautumarkanna | Myndbönd Farið yfir 2. umferð Pepsi-deildar karla á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2017 11:30