Hólmfríður með tvö mörk í fyrsta byrjunarliðsleiknum | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2017 15:47 Það munar mikið um það að fá leikmann eins og Hólmfríði Magnúsdóttur inn í byrjunarliðið og það sannaðist á Fylkisvellinum í dag. KR-konur unnu þá fyrsta leikinn sinn í Pepsi-deild kvenna í sumar en Vesturbæjarliðið var stigalaust eftir fyrstu fimm leikina. KR vann 3-1 sigur á Fylki í Árbænum í fyrsta leik sjöttu umferðar en KR-konur fjórfölduðu markaskor sumarsins í þessum leik Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir er að koma til baka eftir meiðsli en hafði aðeins komið inná sem varamaður fram að leiknum í dag. Hólmfríður fékk nú að byrja leikinn og þá var ekki sökum að spyrja. Hólmfríður sýndi styrk sinn og skoraði tvö af mörkum KR. Fyrsta mark KR-liðsins skoraði Sigríður María S Sigurðardóttir, hennar fyrsta mark í sumar. Markið kom á 28. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar var Hólmfríður búin að koma KR í 2-0. Jesse Shugg minnkaði muninn fyrir Fylki rétt fyrir hálfleik og það var því enn spenna í leiknum. Hólmfríður fór hinsvegar langt með að gera út um leikinn þegar hún kom KR-liðinu í 3-1 á 66. mínútu. Hólmfríður Magnúsdóttir var ekki valin í landsliðshópinn fyrir leikina á móti Írlandi og Brasilíu en þessi frammistaða hennar í dag eru mjög góðar fréttir fyrir landsliðsþjálfarann Frey Alexanderssonar nú þegar styttist í Evrópumótið í Hollandi. Upplýsingar um markaskorara er fengnar frá úrslitaþjónustunni úrslit.net.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í dag og tók þessar skemmtilegu myndir hér fyrir neðan.Vísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/Eyþór Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Hólmfríður semur við KR Kvennalið KR heldur áfram að safna liði fyrir næsta sumar og nú hefur landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir samið við sitt uppeldisfélag. 18. nóvember 2016 17:29 Hólmfríður og Sandra María sneru aftur á völlinn í kvöld Landsliðskonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Sandra María Jessen spiluðu sínar fyrstu mínútur í Pepsi-deild kvenna í kvöld. 15. maí 2017 20:16 Hólmfríður ristarbrotin og EM í hættu: „Þetta er mikill skellur“ Landsliðskonan fann smell á æfingu á laugardaginn og fer í aðgerð á fimmtudaginn þar sem þarf að skrúfa í ristina. 30. janúar 2017 13:00 Freyr: Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltrandi inn á EM Íslenska kvennalandsliðið glímir við þó nokkur meiðslavandræði þegar ríflega 100 dagar eru í Evrópumótið. Freyr Alexandersson er ekki að drífa sig að velja EM-hópinn þar sem hann vill lykilmennina inn. 30. mars 2017 06:00 Freyr um öll meiðslin hjá stelpunum okkar: Eins og vera kýldur í magann Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta fór yfir öll meiðsli íslensku landsliðskvennanna að undanförnu í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 14. mars 2017 19:00 Hólmfríður barðist við tárin í tilfinningaþrungnu viðtali Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir hefur leikið sinn síðasta leik fyrir norska félagið Avaldsnes en þetta staðfesti hún eftir lokaumferðina í norska boltanum í dag. 5. nóvember 2016 21:15 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Sjá meira
Það munar mikið um það að fá leikmann eins og Hólmfríði Magnúsdóttur inn í byrjunarliðið og það sannaðist á Fylkisvellinum í dag. KR-konur unnu þá fyrsta leikinn sinn í Pepsi-deild kvenna í sumar en Vesturbæjarliðið var stigalaust eftir fyrstu fimm leikina. KR vann 3-1 sigur á Fylki í Árbænum í fyrsta leik sjöttu umferðar en KR-konur fjórfölduðu markaskor sumarsins í þessum leik Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir er að koma til baka eftir meiðsli en hafði aðeins komið inná sem varamaður fram að leiknum í dag. Hólmfríður fékk nú að byrja leikinn og þá var ekki sökum að spyrja. Hólmfríður sýndi styrk sinn og skoraði tvö af mörkum KR. Fyrsta mark KR-liðsins skoraði Sigríður María S Sigurðardóttir, hennar fyrsta mark í sumar. Markið kom á 28. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar var Hólmfríður búin að koma KR í 2-0. Jesse Shugg minnkaði muninn fyrir Fylki rétt fyrir hálfleik og það var því enn spenna í leiknum. Hólmfríður fór hinsvegar langt með að gera út um leikinn þegar hún kom KR-liðinu í 3-1 á 66. mínútu. Hólmfríður Magnúsdóttir var ekki valin í landsliðshópinn fyrir leikina á móti Írlandi og Brasilíu en þessi frammistaða hennar í dag eru mjög góðar fréttir fyrir landsliðsþjálfarann Frey Alexanderssonar nú þegar styttist í Evrópumótið í Hollandi. Upplýsingar um markaskorara er fengnar frá úrslitaþjónustunni úrslit.net.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í dag og tók þessar skemmtilegu myndir hér fyrir neðan.Vísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/Eyþór
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Hólmfríður semur við KR Kvennalið KR heldur áfram að safna liði fyrir næsta sumar og nú hefur landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir samið við sitt uppeldisfélag. 18. nóvember 2016 17:29 Hólmfríður og Sandra María sneru aftur á völlinn í kvöld Landsliðskonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Sandra María Jessen spiluðu sínar fyrstu mínútur í Pepsi-deild kvenna í kvöld. 15. maí 2017 20:16 Hólmfríður ristarbrotin og EM í hættu: „Þetta er mikill skellur“ Landsliðskonan fann smell á æfingu á laugardaginn og fer í aðgerð á fimmtudaginn þar sem þarf að skrúfa í ristina. 30. janúar 2017 13:00 Freyr: Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltrandi inn á EM Íslenska kvennalandsliðið glímir við þó nokkur meiðslavandræði þegar ríflega 100 dagar eru í Evrópumótið. Freyr Alexandersson er ekki að drífa sig að velja EM-hópinn þar sem hann vill lykilmennina inn. 30. mars 2017 06:00 Freyr um öll meiðslin hjá stelpunum okkar: Eins og vera kýldur í magann Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta fór yfir öll meiðsli íslensku landsliðskvennanna að undanförnu í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 14. mars 2017 19:00 Hólmfríður barðist við tárin í tilfinningaþrungnu viðtali Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir hefur leikið sinn síðasta leik fyrir norska félagið Avaldsnes en þetta staðfesti hún eftir lokaumferðina í norska boltanum í dag. 5. nóvember 2016 21:15 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Sjá meira
Hólmfríður semur við KR Kvennalið KR heldur áfram að safna liði fyrir næsta sumar og nú hefur landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir samið við sitt uppeldisfélag. 18. nóvember 2016 17:29
Hólmfríður og Sandra María sneru aftur á völlinn í kvöld Landsliðskonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Sandra María Jessen spiluðu sínar fyrstu mínútur í Pepsi-deild kvenna í kvöld. 15. maí 2017 20:16
Hólmfríður ristarbrotin og EM í hættu: „Þetta er mikill skellur“ Landsliðskonan fann smell á æfingu á laugardaginn og fer í aðgerð á fimmtudaginn þar sem þarf að skrúfa í ristina. 30. janúar 2017 13:00
Freyr: Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltrandi inn á EM Íslenska kvennalandsliðið glímir við þó nokkur meiðslavandræði þegar ríflega 100 dagar eru í Evrópumótið. Freyr Alexandersson er ekki að drífa sig að velja EM-hópinn þar sem hann vill lykilmennina inn. 30. mars 2017 06:00
Freyr um öll meiðslin hjá stelpunum okkar: Eins og vera kýldur í magann Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta fór yfir öll meiðsli íslensku landsliðskvennanna að undanförnu í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 14. mars 2017 19:00
Hólmfríður barðist við tárin í tilfinningaþrungnu viðtali Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir hefur leikið sinn síðasta leik fyrir norska félagið Avaldsnes en þetta staðfesti hún eftir lokaumferðina í norska boltanum í dag. 5. nóvember 2016 21:15