Laxinn mættur í Norðurá og Þverá Karl Lúðvíksson skrifar 28. maí 2017 10:28 Laxinn er mættur í Norðurá. Laxveiðtímabilið 3.júní með opnun Norðurár og það er óhætt að segja að veiðimenn séu orðnir spenntir enda fréttir af löxum sem eru þegar gengnir í árnar sífellt að fjölga. Nú er það staðfest að laxinn er mættur í Norðurá og líklega er nokkuð af fiski komið í hana þar sem sást til átta laxa á Stokkhylsbrotinu og þá er öruggt að það liggja fleiri í veiðistöðunum neðan við fossinn. Fyrstu laxarnir eru líka komnir í Þverá og það er sama sagan þar, nokkrir laxar hafa sést á fleiri en einum stað svo þar á bæ sem og bið Norðurá er mikil spenna fyrir fyrst veiðideginum. Það hefur borið aðeins á því að erlendum veiðimönnum hafi fækkað og má þar kenna um styrkingu krónunnar en veiðileyfin hafa þess vegna hækkað mikið til þeirra sem greiða í erlendri mynt. það gerir það er verkum að það má finna lausar stangir í bestu ánum sem áður voru alltaf seldar erlendum veiðimönnum. Það eru öll teikn á lofti að við séum að detta í gott sumar hvað laxgengd varðar og ætli breskir veiðimenn sem hafa hætt við Íslandsför á þessu ári nagi sig ekki í handarbökin ef fyrstu dagarnir í laxveiðinni gefi til kynna að í vændum sé gott veiðisumar á Íslandi. Mest lesið Nýjar vikulegar veiðitölur á rólegu sumri Veiði Eystri Rangá vinsælust hjá Lax-Á Veiði Fínasta veiði í Apavatni Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Eystri Rangá með flesta veidda laxa í vikunni Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Angling IQ búið að opna fyrir aðgang Veiði Styttist í opnun Setbergsár Veiði Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann Veiði
Laxveiðtímabilið 3.júní með opnun Norðurár og það er óhætt að segja að veiðimenn séu orðnir spenntir enda fréttir af löxum sem eru þegar gengnir í árnar sífellt að fjölga. Nú er það staðfest að laxinn er mættur í Norðurá og líklega er nokkuð af fiski komið í hana þar sem sást til átta laxa á Stokkhylsbrotinu og þá er öruggt að það liggja fleiri í veiðistöðunum neðan við fossinn. Fyrstu laxarnir eru líka komnir í Þverá og það er sama sagan þar, nokkrir laxar hafa sést á fleiri en einum stað svo þar á bæ sem og bið Norðurá er mikil spenna fyrir fyrst veiðideginum. Það hefur borið aðeins á því að erlendum veiðimönnum hafi fækkað og má þar kenna um styrkingu krónunnar en veiðileyfin hafa þess vegna hækkað mikið til þeirra sem greiða í erlendri mynt. það gerir það er verkum að það má finna lausar stangir í bestu ánum sem áður voru alltaf seldar erlendum veiðimönnum. Það eru öll teikn á lofti að við séum að detta í gott sumar hvað laxgengd varðar og ætli breskir veiðimenn sem hafa hætt við Íslandsför á þessu ári nagi sig ekki í handarbökin ef fyrstu dagarnir í laxveiðinni gefi til kynna að í vændum sé gott veiðisumar á Íslandi.
Mest lesið Nýjar vikulegar veiðitölur á rólegu sumri Veiði Eystri Rangá vinsælust hjá Lax-Á Veiði Fínasta veiði í Apavatni Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Eystri Rangá með flesta veidda laxa í vikunni Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Angling IQ búið að opna fyrir aðgang Veiði Styttist í opnun Setbergsár Veiði Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann Veiði