Rokkarinn Gregg Allman er látinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. maí 2017 21:01 Gregg Allman. Vísir/Getty Rokkgoðið Gregg Allman er látinn, 69 ára að aldri en þetta er staðfest á heimasíðu tónlistarmannsins, þar sem segir að hann hafi látist á heimili sínu í Savannah í Georgíu í sunnanverðum Bandaríkjunum. Söngvarinn var greindur með lifrarbólgu C árið 2007 og fékk nýja lifur árið 2010. Hann hætti við fjölda tónleika í fyrra til þess að geta einbeint sér að heilsu sinni. Líkt og margir tónlistarmenn glímdi Allman reglulega við áfengis og eiturlyfjafíkn. Allman fæddist árið 1947 í Nashville borg og er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað rokkhljómsveitina The Allman Brothers Band árið 1969 ásamt bróður sínum Duane Allman en sú hljómsveit er vel þekkt fyrir slagara á borð við Jessica og Ramblin' Man en aðdáendur bílaþáttanna Top Gear ættu að kannast vel við fyrrnefnda lagið. Þá átti Gregg einnig sólóferil og gaf hann til að mynda út plötuna Laid Back árið 1973 en meðal hans nýjustu verka er platan Low Country Blues sem kom út árið 2011. Allman hlaut fjölda verðlauna á tónlistarferli sínum, til að mynda nokkur Grammy verðlaun og þá hefur tímaritið Rolling Stone sett hann í 70. sæti yfir mögnuðustu söngvara allra tíma. Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Rokkgoðið Gregg Allman er látinn, 69 ára að aldri en þetta er staðfest á heimasíðu tónlistarmannsins, þar sem segir að hann hafi látist á heimili sínu í Savannah í Georgíu í sunnanverðum Bandaríkjunum. Söngvarinn var greindur með lifrarbólgu C árið 2007 og fékk nýja lifur árið 2010. Hann hætti við fjölda tónleika í fyrra til þess að geta einbeint sér að heilsu sinni. Líkt og margir tónlistarmenn glímdi Allman reglulega við áfengis og eiturlyfjafíkn. Allman fæddist árið 1947 í Nashville borg og er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað rokkhljómsveitina The Allman Brothers Band árið 1969 ásamt bróður sínum Duane Allman en sú hljómsveit er vel þekkt fyrir slagara á borð við Jessica og Ramblin' Man en aðdáendur bílaþáttanna Top Gear ættu að kannast vel við fyrrnefnda lagið. Þá átti Gregg einnig sólóferil og gaf hann til að mynda út plötuna Laid Back árið 1973 en meðal hans nýjustu verka er platan Low Country Blues sem kom út árið 2011. Allman hlaut fjölda verðlauna á tónlistarferli sínum, til að mynda nokkur Grammy verðlaun og þá hefur tímaritið Rolling Stone sett hann í 70. sæti yfir mögnuðustu söngvara allra tíma.
Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira