Rokkarinn Gregg Allman er látinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. maí 2017 21:01 Gregg Allman. Vísir/Getty Rokkgoðið Gregg Allman er látinn, 69 ára að aldri en þetta er staðfest á heimasíðu tónlistarmannsins, þar sem segir að hann hafi látist á heimili sínu í Savannah í Georgíu í sunnanverðum Bandaríkjunum. Söngvarinn var greindur með lifrarbólgu C árið 2007 og fékk nýja lifur árið 2010. Hann hætti við fjölda tónleika í fyrra til þess að geta einbeint sér að heilsu sinni. Líkt og margir tónlistarmenn glímdi Allman reglulega við áfengis og eiturlyfjafíkn. Allman fæddist árið 1947 í Nashville borg og er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað rokkhljómsveitina The Allman Brothers Band árið 1969 ásamt bróður sínum Duane Allman en sú hljómsveit er vel þekkt fyrir slagara á borð við Jessica og Ramblin' Man en aðdáendur bílaþáttanna Top Gear ættu að kannast vel við fyrrnefnda lagið. Þá átti Gregg einnig sólóferil og gaf hann til að mynda út plötuna Laid Back árið 1973 en meðal hans nýjustu verka er platan Low Country Blues sem kom út árið 2011. Allman hlaut fjölda verðlauna á tónlistarferli sínum, til að mynda nokkur Grammy verðlaun og þá hefur tímaritið Rolling Stone sett hann í 70. sæti yfir mögnuðustu söngvara allra tíma. Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Rokkgoðið Gregg Allman er látinn, 69 ára að aldri en þetta er staðfest á heimasíðu tónlistarmannsins, þar sem segir að hann hafi látist á heimili sínu í Savannah í Georgíu í sunnanverðum Bandaríkjunum. Söngvarinn var greindur með lifrarbólgu C árið 2007 og fékk nýja lifur árið 2010. Hann hætti við fjölda tónleika í fyrra til þess að geta einbeint sér að heilsu sinni. Líkt og margir tónlistarmenn glímdi Allman reglulega við áfengis og eiturlyfjafíkn. Allman fæddist árið 1947 í Nashville borg og er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað rokkhljómsveitina The Allman Brothers Band árið 1969 ásamt bróður sínum Duane Allman en sú hljómsveit er vel þekkt fyrir slagara á borð við Jessica og Ramblin' Man en aðdáendur bílaþáttanna Top Gear ættu að kannast vel við fyrrnefnda lagið. Þá átti Gregg einnig sólóferil og gaf hann til að mynda út plötuna Laid Back árið 1973 en meðal hans nýjustu verka er platan Low Country Blues sem kom út árið 2011. Allman hlaut fjölda verðlauna á tónlistarferli sínum, til að mynda nokkur Grammy verðlaun og þá hefur tímaritið Rolling Stone sett hann í 70. sæti yfir mögnuðustu söngvara allra tíma.
Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira