Mónakókappaksturinn í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. maí 2017 12:30 Button kitlar aftur pinnann um helgina. Vísir/Getty Mónakókappaksturinn í Formúlu 1, sem fer fram á sunnudag, verður í beinni útsendingu og ólæstri dagskrá á Stöð 2 Sport, sem og æfingar og tímatökurnar á morgun. Keppnin í Mónakó er ein sú stærsta á hverju keppnistímabili og hefur verið haldin árlega síðan 1929. Keppt er á götum borgarinnar og þykir brautin ein sú erfiðasta í heimi. Lewis Hamilton á Mercedes vann keppnina í fyrra en Bretinn hefur í ár unnið tvær af fyrstu fimm keppnum tímabilsins og er í öðru sæti stigakeppni ökuþóra, sex stigum á eftir hinum þýska Sebastian Vettel, ökuþór Ferrari. Jenson Button snýr aftur í Formúluna um helgina en hann hætti eftir keppnistímbilið í fyrra. Button kemur inn í lið McLaren fyrir aðeins þessa einu keppni en hann er að leysa Fernando Alonso af á meðan Spánverjinn keppir í Indianapolis 500 kappakstrinum í Bandaríkjunum. Button bar sigur úr býtum í Mónakó fyrir átta árum síðan og var tólfti fljótasti á æfingum í gær. Beinar útsendingar frá Mónakó hefjast klukkan 08.55 á laugardagsmorgun en þá fer fram lokaæfingin fyrir tímatökurnar, sem hefjast klukkan 11.50. Útsending frá keppninni sjálfri á sunnudag hefst klukkan 11.30. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mónakókappaksturinn í Formúlu 1, sem fer fram á sunnudag, verður í beinni útsendingu og ólæstri dagskrá á Stöð 2 Sport, sem og æfingar og tímatökurnar á morgun. Keppnin í Mónakó er ein sú stærsta á hverju keppnistímabili og hefur verið haldin árlega síðan 1929. Keppt er á götum borgarinnar og þykir brautin ein sú erfiðasta í heimi. Lewis Hamilton á Mercedes vann keppnina í fyrra en Bretinn hefur í ár unnið tvær af fyrstu fimm keppnum tímabilsins og er í öðru sæti stigakeppni ökuþóra, sex stigum á eftir hinum þýska Sebastian Vettel, ökuþór Ferrari. Jenson Button snýr aftur í Formúluna um helgina en hann hætti eftir keppnistímbilið í fyrra. Button kemur inn í lið McLaren fyrir aðeins þessa einu keppni en hann er að leysa Fernando Alonso af á meðan Spánverjinn keppir í Indianapolis 500 kappakstrinum í Bandaríkjunum. Button bar sigur úr býtum í Mónakó fyrir átta árum síðan og var tólfti fljótasti á æfingum í gær. Beinar útsendingar frá Mónakó hefjast klukkan 08.55 á laugardagsmorgun en þá fer fram lokaæfingin fyrir tímatökurnar, sem hefjast klukkan 11.50. Útsending frá keppninni sjálfri á sunnudag hefst klukkan 11.30.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira