Hamilton og Vettel fljótastir á æfingum í Mónakó Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. maí 2017 17:45 Lewis Hamilton var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Mónakó kappaksturinn sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Hamilton var fljótastur, en Vettel var annar fljótastur á æfingunni einungis 0,196 sekúndum á eftir Hamilton. Max Verstappen á Red Bull varð þriðji um þriðjungi úr sekúndu á eftir Hamilton. Jenson Button snéri aftur í dag og var undir stýri í McLaren bílnum sem Fernando Alonso skyldi eftir auðan þegar hann fór til Bandaríkjanna að keppa í Indy 500. Button varð 14. á æfingunni. Rétt um einum tíunda úr sekúndu á eftir liðsfélaga sínum, Stoffel Vandoorne. Fyrstu tíu ökumennirnir voru allir á sömu sekúndunni. Esteban Ocon á Force India var tíundi sléttri sekúdnu á eftir Hamilton. Nico Hulkenberg á Renault og Marcus Ericsson á Sauber voru síðastir og náðu ekki að setja tíma.Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur allra í dag.Vísir/GettySeinni æfingin Vettel var í sérflokki á seinni æfingunni. Hann var tæplega hálfri sekúndu á undan Daniel Ricciardo á Red Bull sem varð annar. Vettel var eini sem komst undir eina mínútu og 13 sekúndur. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. Mercedes liðið hitti á kolranga uppstillingu bílsins á seinni æfingunni. Hamilton varð áttundi á meðan Valtteri Bottas varð 10. Þeir voru rúmlega sekúndu á eftir Vettel. Renault bíll Jolyon Palmer bilaði snemma á æfingunni og hann náði einungis að aka átta hringi. Lance Stroll á Williams missti stjórn á bíl sínum og hafnaði á varnarvegg. Fjöðrunin brotnaði hægra megin að framan. Hinn ungi Stroll hefur ekki verið neitt sérstaklega heppinn það sem af er tímabili og mistök eins og þessi í dag gera lítið til að létta pressunni af honum. Bein útsending frá tímatökunni í Mónakó hefst klukkan 11:50 á laugardag á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport.Hér að neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Toto Wolff hefur enduruppgötvað ást sína á Formúlu 1 Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes segir að baráttan á milli Mercedes og Ferrari í ár hafi endur vakið ást hans á Formúlu 1. 22. maí 2017 22:30 Alonso mun ekki vinna á Renault bíl 2018 Fernando Alonso, ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 og nú Indy 500 vill aka bíl sem getur unnið keppnir á næsta ári. Renault liðið segir að bíll þess muni fyrst vera sigursæll árið 2020. 23. maí 2017 20:00 Brown: Button er mjög spenntur fyrir Mónakó Zak Brown, framkvæmdastjóri Mclaren liðsins segir ekkert til í athugasemdum Mark Webber um að Jenson Button taki Mónakó kappkasturinn ekki alvarlega. 21. maí 2017 19:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Mónakó kappaksturinn sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Hamilton var fljótastur, en Vettel var annar fljótastur á æfingunni einungis 0,196 sekúndum á eftir Hamilton. Max Verstappen á Red Bull varð þriðji um þriðjungi úr sekúndu á eftir Hamilton. Jenson Button snéri aftur í dag og var undir stýri í McLaren bílnum sem Fernando Alonso skyldi eftir auðan þegar hann fór til Bandaríkjanna að keppa í Indy 500. Button varð 14. á æfingunni. Rétt um einum tíunda úr sekúndu á eftir liðsfélaga sínum, Stoffel Vandoorne. Fyrstu tíu ökumennirnir voru allir á sömu sekúndunni. Esteban Ocon á Force India var tíundi sléttri sekúdnu á eftir Hamilton. Nico Hulkenberg á Renault og Marcus Ericsson á Sauber voru síðastir og náðu ekki að setja tíma.Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur allra í dag.Vísir/GettySeinni æfingin Vettel var í sérflokki á seinni æfingunni. Hann var tæplega hálfri sekúndu á undan Daniel Ricciardo á Red Bull sem varð annar. Vettel var eini sem komst undir eina mínútu og 13 sekúndur. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. Mercedes liðið hitti á kolranga uppstillingu bílsins á seinni æfingunni. Hamilton varð áttundi á meðan Valtteri Bottas varð 10. Þeir voru rúmlega sekúndu á eftir Vettel. Renault bíll Jolyon Palmer bilaði snemma á æfingunni og hann náði einungis að aka átta hringi. Lance Stroll á Williams missti stjórn á bíl sínum og hafnaði á varnarvegg. Fjöðrunin brotnaði hægra megin að framan. Hinn ungi Stroll hefur ekki verið neitt sérstaklega heppinn það sem af er tímabili og mistök eins og þessi í dag gera lítið til að létta pressunni af honum. Bein útsending frá tímatökunni í Mónakó hefst klukkan 11:50 á laugardag á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport.Hér að neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Toto Wolff hefur enduruppgötvað ást sína á Formúlu 1 Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes segir að baráttan á milli Mercedes og Ferrari í ár hafi endur vakið ást hans á Formúlu 1. 22. maí 2017 22:30 Alonso mun ekki vinna á Renault bíl 2018 Fernando Alonso, ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 og nú Indy 500 vill aka bíl sem getur unnið keppnir á næsta ári. Renault liðið segir að bíll þess muni fyrst vera sigursæll árið 2020. 23. maí 2017 20:00 Brown: Button er mjög spenntur fyrir Mónakó Zak Brown, framkvæmdastjóri Mclaren liðsins segir ekkert til í athugasemdum Mark Webber um að Jenson Button taki Mónakó kappkasturinn ekki alvarlega. 21. maí 2017 19:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Toto Wolff hefur enduruppgötvað ást sína á Formúlu 1 Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes segir að baráttan á milli Mercedes og Ferrari í ár hafi endur vakið ást hans á Formúlu 1. 22. maí 2017 22:30
Alonso mun ekki vinna á Renault bíl 2018 Fernando Alonso, ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 og nú Indy 500 vill aka bíl sem getur unnið keppnir á næsta ári. Renault liðið segir að bíll þess muni fyrst vera sigursæll árið 2020. 23. maí 2017 20:00
Brown: Button er mjög spenntur fyrir Mónakó Zak Brown, framkvæmdastjóri Mclaren liðsins segir ekkert til í athugasemdum Mark Webber um að Jenson Button taki Mónakó kappkasturinn ekki alvarlega. 21. maí 2017 19:30