Hneykslismálum Jóns Baldvins slegið upp í litháísku pressunni Jakob Bjarnar skrifar 24. maí 2017 12:02 Þóra ræddi við litháíska blaðamanninn Jackevicious og sagði honum undan og ofan af hneykslismálum Jóns Baldvins. Málefni Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, þau sem skóku íslenskt samfélag fyrir um fimm árum og snéru að erótískum bréfaskriftum hans til ungrar frænku konu hans, eru til umfjöllunar í litháísku pressunni. Það er Mindaugas Jackevicious, pólitískur skríbent Delfi, sem mun vera mest lesni vefur þeirra Litháa, sem fjallar um málið en því er slegið upp sem svo að orðspor Jóns Baldvins, þessa eins helsta vinar þjóðarinnar, sé ein rjúkandi rúst. Ítarleg umfjöllun og mikið hneyksli Ítarlega er farið yfir málið og rætt við Þóru Tómasdóttur, fyrrverandi ritstjóra tímaritsins Nýs lífs, en hún fjallaði um málið á sínum tíma. Hún tjáir litháísku pressunni það að fáir hafi vitað af þessum bréfaskriftum, orðrómur en ekkert hafi legið fyrir um málið. Þó margir blaðamenn, þar á meðal hún, hafi vitað um málið þá var ekki fjallað um það fyrr en árið 2012, í kjölfar þess að Guðrún Harðardóttir kom til fundar við Þóru og sýndi henni bréfin. Eins og málinu er stillt upp í litháísku pressunni má ljóst vera að hinum litháíska blaðamanni er illa brugðið. Ekki er dregið úr því í umfjölluninni, sem er býsna ítarleg, að um hafi verið að ræða mikið hneyksli og Þóra dregur ekki úr því að svo sé: („„Iškart supratau, koks skandalingas ir prieštaringas šis įvykis bus. Gudrun tą irgi suprato. Galbūt dėl to ji laukė taip ilgai, kol galiausiai prabilo“, – pasakojo T. Tomasdottir.) Veltir Þóra fyrir sér hvort Guðrún hafi ekki einmitt beðið í allan þennan tíma með að stíga fram vegna þess hve viðkvæmt málið var. Jón Baldvin þjóðhetja í Litháen Málið vakti að sönnu mikla athygli og Jón Baldvin, baðst í Fréttablaðinu afsökunar á því að hafa árið 2001 sent 16 ára frænku eiginkonu sinnar bréf, sem á köflum voru erótísk. Jafnframt erótíska bók eftir Vargas Llosa. „Öllum verður okkur á í lífinu. Öll þurfum við einhvern tíma á fyrirgefningu að halda. Ég harma það alla daga að hafa valdið fólki sem mér þykir vænt um í minni nánustu fjölskyldu sárindum og hugarangri að ósekju. Ég hef viðurkennt mína sök og beðist fyrirgefningar,“ sagði Jón Baldvin. Ekki er orðum aukið að Jón Baldvin hafi verið í hávegum hafður í Litháen og Eistrasaltsríkjunum öllum. En, fyrir rúmum aldarfjórðungi beitti Jón Baldvin sér fyrir því að Alþingi samþykkti sögulega ályktun um stuðning við Litháen. Ísland var fyrst ríkja til að viðurkenna þetta sjálfstæði (1991), sem talið er að hafi rutt að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Allt þetta er rakið í umfjöllun Jackevicius og Delfi. Blaðamanninum er greinilega brugðið og hefur umfjöllunin vakið nokkra athygli í Litháen. Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Jón Baldvin krefst þess að sjá umfjöllun Nýs Lífs - íhugar ella lögbann Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og sendiherra krefst þess að fá að sjá umfjöllun Nýs Lífs um hann sem birtist í nýjasta tölublaðinu sem kemur út á morgun. Hann segir ennfremur skýlausa kröfu að hann fái að svara fyrir sig í sama blaði. Ella íhugi hann að sækjast eftir lögbanni á dreifingu þess. Þetta staðfestir Þóra Tómasdóttir ritstjóri tímaritsins í samtali við fréttastofu en hún hefur ekki svarað kröfu Jóns Baldvins. 22. febrúar 2012 16:33 Bréf Jóns Baldvins ollu reiði, sorg og biturð Guðrún Harðardóttir segir að bréfin sem Jón Baldvin Hannibalsson sendi henni á sínum tíma hafi gert hana hrædda og ástæða þess að hún hefur kosið að greina frá þeim nú sé sú að hún hafi fengið nóg. Guðrún segir í viðtali í nýjasta tölublaði Nýs lífs, þar sem bréf Jóns Baldvins eru birt, að hún hafi reglulega fundið fyrir reiði, sorg og biturð, og því hafi hún kosið að koma þessu frá sér. 23. febrúar 2012 10:25 Þóra stendur við umfjöllun Nýs lífs "Ég stend við hvert orð í umfjöllun Nýs lífs um Jón Baldvin," segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, í fréttatilkynningu. Hún svarar þar gagnrýni Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram á umfjöllun Nýs lífs um bréfaskrift hans til Guðrúnar Harðardóttur. 16. mars 2012 17:16 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Málefni Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, þau sem skóku íslenskt samfélag fyrir um fimm árum og snéru að erótískum bréfaskriftum hans til ungrar frænku konu hans, eru til umfjöllunar í litháísku pressunni. Það er Mindaugas Jackevicious, pólitískur skríbent Delfi, sem mun vera mest lesni vefur þeirra Litháa, sem fjallar um málið en því er slegið upp sem svo að orðspor Jóns Baldvins, þessa eins helsta vinar þjóðarinnar, sé ein rjúkandi rúst. Ítarleg umfjöllun og mikið hneyksli Ítarlega er farið yfir málið og rætt við Þóru Tómasdóttur, fyrrverandi ritstjóra tímaritsins Nýs lífs, en hún fjallaði um málið á sínum tíma. Hún tjáir litháísku pressunni það að fáir hafi vitað af þessum bréfaskriftum, orðrómur en ekkert hafi legið fyrir um málið. Þó margir blaðamenn, þar á meðal hún, hafi vitað um málið þá var ekki fjallað um það fyrr en árið 2012, í kjölfar þess að Guðrún Harðardóttir kom til fundar við Þóru og sýndi henni bréfin. Eins og málinu er stillt upp í litháísku pressunni má ljóst vera að hinum litháíska blaðamanni er illa brugðið. Ekki er dregið úr því í umfjölluninni, sem er býsna ítarleg, að um hafi verið að ræða mikið hneyksli og Þóra dregur ekki úr því að svo sé: („„Iškart supratau, koks skandalingas ir prieštaringas šis įvykis bus. Gudrun tą irgi suprato. Galbūt dėl to ji laukė taip ilgai, kol galiausiai prabilo“, – pasakojo T. Tomasdottir.) Veltir Þóra fyrir sér hvort Guðrún hafi ekki einmitt beðið í allan þennan tíma með að stíga fram vegna þess hve viðkvæmt málið var. Jón Baldvin þjóðhetja í Litháen Málið vakti að sönnu mikla athygli og Jón Baldvin, baðst í Fréttablaðinu afsökunar á því að hafa árið 2001 sent 16 ára frænku eiginkonu sinnar bréf, sem á köflum voru erótísk. Jafnframt erótíska bók eftir Vargas Llosa. „Öllum verður okkur á í lífinu. Öll þurfum við einhvern tíma á fyrirgefningu að halda. Ég harma það alla daga að hafa valdið fólki sem mér þykir vænt um í minni nánustu fjölskyldu sárindum og hugarangri að ósekju. Ég hef viðurkennt mína sök og beðist fyrirgefningar,“ sagði Jón Baldvin. Ekki er orðum aukið að Jón Baldvin hafi verið í hávegum hafður í Litháen og Eistrasaltsríkjunum öllum. En, fyrir rúmum aldarfjórðungi beitti Jón Baldvin sér fyrir því að Alþingi samþykkti sögulega ályktun um stuðning við Litháen. Ísland var fyrst ríkja til að viðurkenna þetta sjálfstæði (1991), sem talið er að hafi rutt að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Allt þetta er rakið í umfjöllun Jackevicius og Delfi. Blaðamanninum er greinilega brugðið og hefur umfjöllunin vakið nokkra athygli í Litháen.
Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Jón Baldvin krefst þess að sjá umfjöllun Nýs Lífs - íhugar ella lögbann Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og sendiherra krefst þess að fá að sjá umfjöllun Nýs Lífs um hann sem birtist í nýjasta tölublaðinu sem kemur út á morgun. Hann segir ennfremur skýlausa kröfu að hann fái að svara fyrir sig í sama blaði. Ella íhugi hann að sækjast eftir lögbanni á dreifingu þess. Þetta staðfestir Þóra Tómasdóttir ritstjóri tímaritsins í samtali við fréttastofu en hún hefur ekki svarað kröfu Jóns Baldvins. 22. febrúar 2012 16:33 Bréf Jóns Baldvins ollu reiði, sorg og biturð Guðrún Harðardóttir segir að bréfin sem Jón Baldvin Hannibalsson sendi henni á sínum tíma hafi gert hana hrædda og ástæða þess að hún hefur kosið að greina frá þeim nú sé sú að hún hafi fengið nóg. Guðrún segir í viðtali í nýjasta tölublaði Nýs lífs, þar sem bréf Jóns Baldvins eru birt, að hún hafi reglulega fundið fyrir reiði, sorg og biturð, og því hafi hún kosið að koma þessu frá sér. 23. febrúar 2012 10:25 Þóra stendur við umfjöllun Nýs lífs "Ég stend við hvert orð í umfjöllun Nýs lífs um Jón Baldvin," segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, í fréttatilkynningu. Hún svarar þar gagnrýni Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram á umfjöllun Nýs lífs um bréfaskrift hans til Guðrúnar Harðardóttur. 16. mars 2012 17:16 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Jón Baldvin krefst þess að sjá umfjöllun Nýs Lífs - íhugar ella lögbann Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og sendiherra krefst þess að fá að sjá umfjöllun Nýs Lífs um hann sem birtist í nýjasta tölublaðinu sem kemur út á morgun. Hann segir ennfremur skýlausa kröfu að hann fái að svara fyrir sig í sama blaði. Ella íhugi hann að sækjast eftir lögbanni á dreifingu þess. Þetta staðfestir Þóra Tómasdóttir ritstjóri tímaritsins í samtali við fréttastofu en hún hefur ekki svarað kröfu Jóns Baldvins. 22. febrúar 2012 16:33
Bréf Jóns Baldvins ollu reiði, sorg og biturð Guðrún Harðardóttir segir að bréfin sem Jón Baldvin Hannibalsson sendi henni á sínum tíma hafi gert hana hrædda og ástæða þess að hún hefur kosið að greina frá þeim nú sé sú að hún hafi fengið nóg. Guðrún segir í viðtali í nýjasta tölublaði Nýs lífs, þar sem bréf Jóns Baldvins eru birt, að hún hafi reglulega fundið fyrir reiði, sorg og biturð, og því hafi hún kosið að koma þessu frá sér. 23. febrúar 2012 10:25
Þóra stendur við umfjöllun Nýs lífs "Ég stend við hvert orð í umfjöllun Nýs lífs um Jón Baldvin," segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, í fréttatilkynningu. Hún svarar þar gagnrýni Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram á umfjöllun Nýs lífs um bréfaskrift hans til Guðrúnar Harðardóttur. 16. mars 2012 17:16