Árásarmaðurinn í Manchester var 22 ára Breti af líbískum uppruna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. maí 2017 23:30 Lögreglumenn við vakt á minningarathöfn í London í dag. Vísir/Getty Salman Abedi, árásarmaðurinn sem sprengdi sig í loft upp í anddyri Manchester Arena tónleikahallarinnar í gærkvöldi með þeim afleiðingum að 19 manns létust og 59 særðust var 22 ára gamall Breti af líbískum uppruna, að því er BBC greinir frá. Hann var talinn nokkuð feiminn einstaklingur en kom að sögn þeirra sem hann þekktu alltaf vel fram við aðra og bjóst enginn við því að hann myndi fremja slík voðaverk. Um er að ræða mannskæðustu hryðjuverkaárás í Bretlandi frá því árið 2005 þegar sprengjuárásir voru gerðar í neðanjarðarlestakerfi London með þeim afleiðingum að 56 manns létust. Fjöldi barna lét lífið í árásinni enda tónlistarkonan Ariana Grande geysivinsæl meðal ungu kynslóðarinnar en meðal fórnarlamba voru hin 18 ára gamla Georgina Callander og hin átta ára gamla Saffie Rose Roussos. Minningarathafnir til heiðurs fórnarlamba voru haldnar víðsvegar um Bretland í dag. Abedi fæddist í Manchester á nýárskvöldi árið 1994 og er talið að hann hafi átt að minnsta kosti þrjú systkin, einn eldri bróður sem fæddist í London og yngri bróður og systur sem fæddust í Manchester. Foreldrar hans flúðu Libíu í stjórnartíð einræðisherrans Muammar Gaddafi. Fjölskyldumeðlimir hans eiga heimilisfang á nokkrum stöðum í borginni og hefur lögreglan leitað á að minnsta kosti einu heimili þeirra. Manchester er raunar heimili eins stærsta samfélags innflytjenda frá Libíu í Bretlandi og hafa nágrannar fjölskyldu Abedi sagt að fjölskyldan hafi nokkrum sinnum á ári flaggað fána Libíu yfir húsi sínu. Þá hefur Salford háskólinn í Manchester staðfest að Abedi hafi sótt nám við skólann og aðstoða skólayfirvöld nú lögregluna eftir sem bestu getu við rannsókn málsins. Samkvæmt talsmanni Didsbury moskunnar sótti Abedi viðburði á vegum moskunnar og vann faðir Abedi sem bænakallari í moskunni og sinnti bróðir hans sjálfboðastörfum þar. Segir talsmaðurinn að í moskunni sé boðuð hófsöm íslamstrú. Talið er að Abedi hafi nýlega ferðast erlendis en ekki er vitað hvert. Breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard fer nú með rannsókn málsins þar sem megin áherslan er lögð á að rannsaka hvort að Abedi hafi verið einn að verki eða ekki en einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsóknina. Áður höfðu hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið lýst því yfir að þau beri ábyrgð á árásinni. Hæsta viðbúnaðarstig hefur nú verið sett á í Bretlandi vegna ógnar af hryðjuverkum og segja bresk yfirvöld að hryðjuverk kunni að vera yfirvofandi. BREAKING: First Photo of Manchester Terrorist Salman Abedi - https://t.co/CFuDwOkjuU pic.twitter.com/7sgHN3eQCu— Breaking911 (@Breaking911) May 23, 2017 Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Salman Abedi, árásarmaðurinn sem sprengdi sig í loft upp í anddyri Manchester Arena tónleikahallarinnar í gærkvöldi með þeim afleiðingum að 19 manns létust og 59 særðust var 22 ára gamall Breti af líbískum uppruna, að því er BBC greinir frá. Hann var talinn nokkuð feiminn einstaklingur en kom að sögn þeirra sem hann þekktu alltaf vel fram við aðra og bjóst enginn við því að hann myndi fremja slík voðaverk. Um er að ræða mannskæðustu hryðjuverkaárás í Bretlandi frá því árið 2005 þegar sprengjuárásir voru gerðar í neðanjarðarlestakerfi London með þeim afleiðingum að 56 manns létust. Fjöldi barna lét lífið í árásinni enda tónlistarkonan Ariana Grande geysivinsæl meðal ungu kynslóðarinnar en meðal fórnarlamba voru hin 18 ára gamla Georgina Callander og hin átta ára gamla Saffie Rose Roussos. Minningarathafnir til heiðurs fórnarlamba voru haldnar víðsvegar um Bretland í dag. Abedi fæddist í Manchester á nýárskvöldi árið 1994 og er talið að hann hafi átt að minnsta kosti þrjú systkin, einn eldri bróður sem fæddist í London og yngri bróður og systur sem fæddust í Manchester. Foreldrar hans flúðu Libíu í stjórnartíð einræðisherrans Muammar Gaddafi. Fjölskyldumeðlimir hans eiga heimilisfang á nokkrum stöðum í borginni og hefur lögreglan leitað á að minnsta kosti einu heimili þeirra. Manchester er raunar heimili eins stærsta samfélags innflytjenda frá Libíu í Bretlandi og hafa nágrannar fjölskyldu Abedi sagt að fjölskyldan hafi nokkrum sinnum á ári flaggað fána Libíu yfir húsi sínu. Þá hefur Salford háskólinn í Manchester staðfest að Abedi hafi sótt nám við skólann og aðstoða skólayfirvöld nú lögregluna eftir sem bestu getu við rannsókn málsins. Samkvæmt talsmanni Didsbury moskunnar sótti Abedi viðburði á vegum moskunnar og vann faðir Abedi sem bænakallari í moskunni og sinnti bróðir hans sjálfboðastörfum þar. Segir talsmaðurinn að í moskunni sé boðuð hófsöm íslamstrú. Talið er að Abedi hafi nýlega ferðast erlendis en ekki er vitað hvert. Breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard fer nú með rannsókn málsins þar sem megin áherslan er lögð á að rannsaka hvort að Abedi hafi verið einn að verki eða ekki en einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsóknina. Áður höfðu hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið lýst því yfir að þau beri ábyrgð á árásinni. Hæsta viðbúnaðarstig hefur nú verið sett á í Bretlandi vegna ógnar af hryðjuverkum og segja bresk yfirvöld að hryðjuverk kunni að vera yfirvofandi. BREAKING: First Photo of Manchester Terrorist Salman Abedi - https://t.co/CFuDwOkjuU pic.twitter.com/7sgHN3eQCu— Breaking911 (@Breaking911) May 23, 2017
Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira