Forseti Íslands hvetur roskna Hafnfirðinga til að hreyfa sig Jakob Bjarnar skrifar 23. maí 2017 15:55 Forseti og Haukur Ingibergsson formaður Landssambands eldri borgara við Packard-bifreið embættis forseta Íslands. Ekki kemur fram á vef forsetans hver konan á milli þeirra er. En hún heitir Valgerður Sigurðardóttir og er formaður Félags eldri borgara í Hafnarfirði. Guðni Th. Jóhannesson flutti ávarp á aðalfundi Landssambands eldri borgara í Hafnarfirði í dag. Af þessu segir á vef forsetans. Forsetinn var ekkert að sykurhúða hlutina fyrir eldri borgum, sagði að ekki væri hægt að loka augum fyrir því að öldrun geta fylgt veikindi og kvillar, og sumt fólk þarf umönnun og aðstoð heima við eða þarf jafnvel að flytja á dvalar- eða hjúkrunarheimili. „Þess vegna hyggst ríkisstjórnin líka styðja þann málaflokk, fjölga rýmum í dagþjálfun aldraðra og stytta biðtíma. Það er lofsvert, og ekki síður að huga að forvörnum, fyrirbyggjandi aðgerðum,“ sagði forsetinn. Hann sagði þá hinum rosknu Hafnfirðingum að hann hafi fyrir skemmstu sótt málþing um heilsueflingu eldri aldurshópa. Og með ríkum rökum megi benda á að við getum bætt lífskjör aldraðra og sparað okkur öllum stórfé með átaki í þeim efnum, með því að hvetja og styðja eldri borgara til að huga að heilsu sinni, með heilsurækt, útivist, félagslífi, íþróttum og öðrum leiðum sem styrkja sál og líkama. Og forseti Íslands brýndi fyrir hæruskotnum Hafnfirðingum að þeir þyrftu að líta í eigin barm: „Við berum öll ábyrgð á eigin lífi. Við getum ekki kennt öðrum um allt sem miður fer ef við erum sjálf ábyrgðarlaus um eigin hagi. Vissulega verður enginn neyddur til þess að hreyfa sig meira, neyta heilnæms fæðis, forðast hvers kyns óhollustu. Við ættum hins vegar að hvetja alla til að sjá samhengið milli þess að hugsa vel um sig og eiga þá frekar í vændum heilbrigt og hamingjusamt ævikvöld. Og ég leyfi mér ítreka þá ósk mína að við verjum frekari tíma, orku og fé í forvarnir og kynningu á þessum vettvangi. Í því liggur allra hagur,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, við þetta tækifæri. Forseti Íslands Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson flutti ávarp á aðalfundi Landssambands eldri borgara í Hafnarfirði í dag. Af þessu segir á vef forsetans. Forsetinn var ekkert að sykurhúða hlutina fyrir eldri borgum, sagði að ekki væri hægt að loka augum fyrir því að öldrun geta fylgt veikindi og kvillar, og sumt fólk þarf umönnun og aðstoð heima við eða þarf jafnvel að flytja á dvalar- eða hjúkrunarheimili. „Þess vegna hyggst ríkisstjórnin líka styðja þann málaflokk, fjölga rýmum í dagþjálfun aldraðra og stytta biðtíma. Það er lofsvert, og ekki síður að huga að forvörnum, fyrirbyggjandi aðgerðum,“ sagði forsetinn. Hann sagði þá hinum rosknu Hafnfirðingum að hann hafi fyrir skemmstu sótt málþing um heilsueflingu eldri aldurshópa. Og með ríkum rökum megi benda á að við getum bætt lífskjör aldraðra og sparað okkur öllum stórfé með átaki í þeim efnum, með því að hvetja og styðja eldri borgara til að huga að heilsu sinni, með heilsurækt, útivist, félagslífi, íþróttum og öðrum leiðum sem styrkja sál og líkama. Og forseti Íslands brýndi fyrir hæruskotnum Hafnfirðingum að þeir þyrftu að líta í eigin barm: „Við berum öll ábyrgð á eigin lífi. Við getum ekki kennt öðrum um allt sem miður fer ef við erum sjálf ábyrgðarlaus um eigin hagi. Vissulega verður enginn neyddur til þess að hreyfa sig meira, neyta heilnæms fæðis, forðast hvers kyns óhollustu. Við ættum hins vegar að hvetja alla til að sjá samhengið milli þess að hugsa vel um sig og eiga þá frekar í vændum heilbrigt og hamingjusamt ævikvöld. Og ég leyfi mér ítreka þá ósk mína að við verjum frekari tíma, orku og fé í forvarnir og kynningu á þessum vettvangi. Í því liggur allra hagur,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, við þetta tækifæri.
Forseti Íslands Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira