Milos: Þeir tala alltaf illa um fólk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2017 15:04 Milos Milojevic og Hajrudin Cardakilja lenti saman. vísir/ernir/gva Milos Milojevic vísar ásökunum framkvæmdastjóra Víkings R. til föðurhúsanna og segir að stjórn félagsins hafi valið markmannsþjálfarann Hajrudin Cardakilja fram yfir hann.Í samtali við Vísi í dag sakaði Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, Milos um að hafa sett upp hálfgert leikrit þegar hann hætti hjá Víkingi og tók í kjölfarið við Breiðabliki í gær. „Þetta var mjög hönnuð atburðarrás. Það er alveg ljóst. Maður er svolítið pirraður yfir þessu,“ sagði Haraldur. „Atburðarrásin er klárlega hönnuð og ég ætla að skrifa bók um þetta. Sú bók gæti endað á fjölum leikhússins. Milos er ægilega lyginn í öllu þessu ferli. Síðast í gær er hann að panta gám til Serbíu er við erum að ganga frá við hann. Tveim tímum síðar er hann orðinn þjálfari Blika. Það voru líka hlutir sem gerðust í síðustu viku sem bera þess vitni að þetta hafi allt verið planað. Ég veit samt ekki hversu mikla sök Blikar eiga í þessari atburðarrás. Ég held það sé meira Milos.“Var á leiðinni til SerbíuÍ samtali við Fótbolta.net sver Milos af sér allar sakir og segist ekki hafa farið á bak við Víkingana. „Þetta eru stór orð sem framkvæmdastjóri félagsins er að gefa út sem hann hefur engan rökstuðning á bakvið. Ég myndi endilega vilja sjá rökstuðninginn," sagði Milos við Fótbolta.net. Hann segist ekki hafa heyrt í Blikum fyrr en eftir að hann hætti hjá Víkingi. „Það er sannleikur að ég hafði ekki heyrt frá Blikum og ég var á leiðinni til Serbíu. En svo kemur áhugi og ég er atvinnuþjálfari og fer þangað sem ég er velkominn," sagði Milos. „Ég veit ekki hvort þeir vildu hafa þetta eins hjá nokkrum þjálfurum sem voru áður hjá þeim en luku ferlinum eftir að þeir hættu hjá Víkingi, Leifur Garðarsson og fleiri. Því þeir tala alltaf illa um fólk. Ég ber þessu fólki í Víkingi bara bestu orð, og félaginu líka og óska þeim alls hins besta. Það þarf að spyrja Halla hvort hann hafi verði heiðarlegur með öllu við mig. Ég er pottþétt ekki lyginn, það er 100%.“Cardakilja varð fyrir valinu Milos og Cardakilja lenti saman í bikarleik Víkings og Hauka í síðustu viku. Milos var ósáttur við framkomu Cardakilja sem hótaði að hætta eftir leikinn. Milos rauk svo út af sáttafundi á föstudaginn og hætti hjá Víkingi eftir nær áratugs starf fyrir félagið. „Þeir völdu á milli mín og Cardaklija og völdu hann. Þeir völdu að bakka hann upp því þeir töldu mikilvægt að hafa markmannsþjálfara á meðan Róló [Róbert Örn Óskarsson, markvörður liðsins] er meiddur. Ég á ekki að taka ábyrgð á þeirra mistökum. Þeir sýndu að þeir treystu honum frekar en mér og þá var erfitt fyrir mig að halda áfram. Þú sérð svo næsta skref í þessu, hann fékk stöðuhækkun og er tímabundið annar þjálfari liðsins ásamt Dragan Kazic,“ segir Milos. „Ég vildi að hann ynni sína vinnu og hugsaði bara um markmann okkar liðs og markmann andstæðinganna. Hann vildi skipta sér af dómaranum og þjálfaraboxinu hinum megin. Hann er góður maður en gat ekki stjórnað sínu skapi í leikjum.“ Milos stýrði sinni fyrstu æfingu hjá Breiðabliki í gær en fyrsti leikur liðsins undir hans stjórn er gegn Víkingi Ó. á sunnudaginn. Víkingar eru hins vegar enn þjálfaralausir. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Milos Milojevic vísar ásökunum framkvæmdastjóra Víkings R. til föðurhúsanna og segir að stjórn félagsins hafi valið markmannsþjálfarann Hajrudin Cardakilja fram yfir hann.Í samtali við Vísi í dag sakaði Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, Milos um að hafa sett upp hálfgert leikrit þegar hann hætti hjá Víkingi og tók í kjölfarið við Breiðabliki í gær. „Þetta var mjög hönnuð atburðarrás. Það er alveg ljóst. Maður er svolítið pirraður yfir þessu,“ sagði Haraldur. „Atburðarrásin er klárlega hönnuð og ég ætla að skrifa bók um þetta. Sú bók gæti endað á fjölum leikhússins. Milos er ægilega lyginn í öllu þessu ferli. Síðast í gær er hann að panta gám til Serbíu er við erum að ganga frá við hann. Tveim tímum síðar er hann orðinn þjálfari Blika. Það voru líka hlutir sem gerðust í síðustu viku sem bera þess vitni að þetta hafi allt verið planað. Ég veit samt ekki hversu mikla sök Blikar eiga í þessari atburðarrás. Ég held það sé meira Milos.“Var á leiðinni til SerbíuÍ samtali við Fótbolta.net sver Milos af sér allar sakir og segist ekki hafa farið á bak við Víkingana. „Þetta eru stór orð sem framkvæmdastjóri félagsins er að gefa út sem hann hefur engan rökstuðning á bakvið. Ég myndi endilega vilja sjá rökstuðninginn," sagði Milos við Fótbolta.net. Hann segist ekki hafa heyrt í Blikum fyrr en eftir að hann hætti hjá Víkingi. „Það er sannleikur að ég hafði ekki heyrt frá Blikum og ég var á leiðinni til Serbíu. En svo kemur áhugi og ég er atvinnuþjálfari og fer þangað sem ég er velkominn," sagði Milos. „Ég veit ekki hvort þeir vildu hafa þetta eins hjá nokkrum þjálfurum sem voru áður hjá þeim en luku ferlinum eftir að þeir hættu hjá Víkingi, Leifur Garðarsson og fleiri. Því þeir tala alltaf illa um fólk. Ég ber þessu fólki í Víkingi bara bestu orð, og félaginu líka og óska þeim alls hins besta. Það þarf að spyrja Halla hvort hann hafi verði heiðarlegur með öllu við mig. Ég er pottþétt ekki lyginn, það er 100%.“Cardakilja varð fyrir valinu Milos og Cardakilja lenti saman í bikarleik Víkings og Hauka í síðustu viku. Milos var ósáttur við framkomu Cardakilja sem hótaði að hætta eftir leikinn. Milos rauk svo út af sáttafundi á föstudaginn og hætti hjá Víkingi eftir nær áratugs starf fyrir félagið. „Þeir völdu á milli mín og Cardaklija og völdu hann. Þeir völdu að bakka hann upp því þeir töldu mikilvægt að hafa markmannsþjálfara á meðan Róló [Róbert Örn Óskarsson, markvörður liðsins] er meiddur. Ég á ekki að taka ábyrgð á þeirra mistökum. Þeir sýndu að þeir treystu honum frekar en mér og þá var erfitt fyrir mig að halda áfram. Þú sérð svo næsta skref í þessu, hann fékk stöðuhækkun og er tímabundið annar þjálfari liðsins ásamt Dragan Kazic,“ segir Milos. „Ég vildi að hann ynni sína vinnu og hugsaði bara um markmann okkar liðs og markmann andstæðinganna. Hann vildi skipta sér af dómaranum og þjálfaraboxinu hinum megin. Hann er góður maður en gat ekki stjórnað sínu skapi í leikjum.“ Milos stýrði sinni fyrstu æfingu hjá Breiðabliki í gær en fyrsti leikur liðsins undir hans stjórn er gegn Víkingi Ó. á sunnudaginn. Víkingar eru hins vegar enn þjálfaralausir.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira