Sport

Nú á GSP að berjast við veltivigtarmeistarann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
GSP og Dana White.
GSP og Dana White. vísir/getty
Dana White, forseti UFC, hefur skipt aftur um skoðun hvað best sé fyrir Georges St-Pierre að gera í endurkomu sinni til UFC.

Hann átti upprunalega að berjast við Michael Bisping um millivigtartitilinn. GSP var aftur á móti ekki tilbúinn að berjast í sumar og því missti hann af því tækifæri.

Nú segir White að GSP muni berjast við veltivigtarmeistara UFC þegar hann er tilbúinn að koma aftur í búrið. GSP var veltivigtarmeistari áður en hann hætti árið 2013.

„GSP mun berjast við veltivigtarmeistarann er hann snýr aftur,“ sagði White.

Nú halda eflaust margir að það eigi að svíkja blessaðan Demian Maia enn eina ferðina en það verður líkast til ekki.

GSP er nefnilega ekki tilbúinn að berjast fyrr en í nóvember. Það ætti því að vera tími á milli fyrir Maia að berjast við meistarann Tyron Woodley.

MMA

Tengdar fréttir

Ekkert verður af bardaga Bisping og GSP

Dana White, forseti UFC, nennir ekki að bíða lengur eftir Georges St-Pierre og hefur því aflýst bardaga hans gegn millivigtarmeistaranum Michael Bisping.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×