Erlent

Poppstjarnan vinsæla sem krakkarnir voru mættir til að sjá í Manchester

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Ariana Grande kemur að lagasmíðum margra laga sinna en ekki allra.
Ariana Grande kemur að lagasmíðum margra laga sinna en ekki allra. Vísir/Getty
Bandaríska poppstjarnan Ariana Grande er gríðarlega vinsæl meðal yngri kynslóðarinnar enda voru mörg börn og unglingar á tónleikum hennar í gær í Manchester.

Söngkonan hefur aflýst tónleikaferðalagi sínu í kjölfar atburðanna við Manchester Arena í gærkvöldi þar sem að minnsta kosti 22 létu lífið og tugir slösuðust í sjálfsmorðsárás.

Tónleikum Ariönu var nýlokið þegar sprengjan sprakk.

Sjá einnig: Ég er ekki kjötstykki

Ariana Grande er 23 ára gömul söngkona og leikkona frá Bandaríkjunum. Hún hefur verið vinsæl söngkona fráunglingsaldri og hefur frá árinu 2011 átt lög í efstu sætum vinsældalista víða um heim.

Ariana Grande er gríðarlega vinsæl meðal barna og unglinga, hún er virk á samfélagsmiðlunum og er sú manneskja sem hefur næstflesta fylgjendur á Instagram - eða 106 milljón fylgjendur. Í fyrra var Grande valin ein af hundraðárhifamestu manneskjum í heimi af Time.

Grande hefur verið á tónleikaferðalagi um Evrópu og spilaði í Birmingham og Dublin áður en hún kom til Manchester. Grande átti að koma fram í London á fimmtudag og föstudag en hún hefur hætt við það og samkvæmt erlendum miðlum hefur verið ákveðið að fella niður alla tónleikaröðina víðs vegar á meginlandi Evrópu.

Grande hafði rétt lokið tónleikum sínum þegar sprengingin varð. Fimm tímum eftir ódæðið skrifaði hún færslu á Twitter þar sem hún sagðist vera miður sín og skorta orð til að lýsa tilfinningum sínum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×