Erlent

Árásin í Manchester: Fyrsta fórnarlambið nafngreint

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Georgina Callander með Ariönu Grande fyrir tveimur árum.
Georgina Callander með Ariönu Grande fyrir tveimur árum. Mynd/Instagram
Fyrsta fórnarlambið í hryðjuverkaárásinni í Manchester í gærkvöldi sem varð 22 tónleikagestum að bana og særði 59 hefur verið nafngreint. Georgina Callander, átján ára stúlka, lést í árásinni.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá háskólanum sem Callander stundaði nám við. Þar segir að það „lítur út fyrir að að eitt af fórnarlömbum árásarinnar í Manchester hafi verið nemandi við skólann okkar.“

Votta skólayfirvöld aðstandendum Callander sína dýpstu samúð en hún var á öðru ári í háskólanum.

Svo virðist sem að Callander hafi verið mikill aðdáandi tónlistakonunnar sem kom fram á tónleikunum í gær þar sem árásin var framin. Á Instagram-síðu hennar má sjá mynd af henni með Grande sem tekin var fyrir tveimur árum.

Um 21 þúsund tónleikagestir voru á tónleikunum, þar á meðal fjölmörg börn og unglingar. Hefur lögregla staðfest að börn eru meðal þeirra 22 sem létust.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×