Krónan flýtur í svikalogni Sæunn Gísladóttir skrifar 23. maí 2017 06:00 Krónan hefur styrkst nokkuð rösklega það sem af er ári. vísir/valli „Ef þú ert staddur í miðju góðæri og ert með þrjár af stærstu greinunum, sjávarútveg, ferðaþjónustu og iðnað, í mjög erfiðu árferði, hver er þá undirstaða góðærisins? Ég hef talað um svikalogn í þessu samhengi,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Krónan hefur verið að styrkjast allverulega undanfarna mánuði og hélt styrkingin áfram í gær gagnvart helstu gjaldmiðlum heimshagkerfisins. Halldór Benjamín segir Samtök atvinnulífsins hafa haft áhyggjur af ástandinu í langan tíma.Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/GVA„Krónan er búin að styrkjast alveg gríðarlega á undanförnu misseri. Ef þú horfir á þrjár stóru stoðir atvinnulífsins þá hefur þetta bein áhrif á sjávarútveginn, þetta mun hafa áhrif á ferðaþjónustuna ef þetta er ekki þegar byrjað að hafa áhrif þar. Svo stendur eftir íslenskur iðnaður sem er orðinn ósamkeppnisfær,“ segir Halldór Benjamín. Samtök atvinnulífsins telja að stýrivextir þurfi að lækka hraðar. „Það yrði hvati til dæmis fyrir innlenda fjárfesta að fara utan með krónur, það myndi vera mótvægi við það innflæði sem á sér stað núna.“ Halldór Benjamín segir 0,25 prósenta lækkun, eins og Seðlabankinn tilkynnti um á síðasta vaxtaákvörðunarfundi, hafa nánast engin áhrif. Við séum með hæstu raunvexti allra okkar viðmiðunarlanda. „En ef þetta er fyrsta skrefið í vaxtalækkunarferli þá hefur það áhrif á væntingar á markaði og sálfræðileg áhrif.“ Hann telur að það liggi hjá Seðlabankanum að taka á neikvæðum áhrifum ef gengið verður of sterkt. Hann bendir þó á að ef fjármálaráðuneytið hefði lagt fram aðhaldssamari fjármálaáætlun til fimm ára þar sem skilað væri auknum afgangi hefði það að sjálfsögðu skilað rými til aukinnar vaxtalækkunar upp í hendurnar á Seðlabankanum. „Það er mikið af kjarasamningum lausum eða að losna, það er augljóst í mínum huga að það þarf að styðja við Seðlabankann við gerð kjarasamninga. Armar hagstjórnar þurfa að vinna saman,“ segir Halldór Benjamín. Í mars var þriggja manna verkefnisstjórn skipuð í tengslum við endurmat peningastefnunefndar. Nefndin, sem Ásgeir Jónsson hagfræðingur er í forsvari fyrir, á að skila niðurstöðum í árslok. Nefndin á meðal annars að finna þann ramma peninga- og gjaldmiðilsstefnu sem til lengri tíma litið er heppilegastur til að styðja við stöðugleika í hagkerfinu og þannig draga úr miklum sveiflum. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu verður nefndinni ekki gert að skila af sér fyrr þrátt fyrir áhyggjur aðila vinnumarkaðarins af genginu. Nefndin sé hvort sem er að vinna í miklum flýti og þurfi að eiga víðtækt samráð, einnig á enn eftir að finna erlenda ráðgjafa henni til aðstoðar. Efnahagsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Krónan ekki verið sterkari síðan í júlí 2008 Íslenska gengisvísitalan fór niður fyrir 153 stig í morgun og hefur ekki farið lægra síðan í júlí 2008. 12. maí 2017 10:53 Búa sig undir frekari styrkingu krónunnar Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum mun líklega leiða til styrkingar krónunnar. Þetta getur ógnað enn frekar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri SI óttast landflótta fyrirtækja. 22. maí 2017 06:30 Krónan farin að hrekkja trillukarlinn mjög mikið Fólk í sjávarútvegi finnur nú fyrir versnandi afkomu vegna styrkingar krónunnar. Þetta kom fram í samtölum Stöðvar 2 á Snæfellsnesi. 21. apríl 2017 11:45 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Neitaði að borga reikninginn, hótaði löggu lífláti og fór í steininn Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Sjá meira
„Ef þú ert staddur í miðju góðæri og ert með þrjár af stærstu greinunum, sjávarútveg, ferðaþjónustu og iðnað, í mjög erfiðu árferði, hver er þá undirstaða góðærisins? Ég hef talað um svikalogn í þessu samhengi,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Krónan hefur verið að styrkjast allverulega undanfarna mánuði og hélt styrkingin áfram í gær gagnvart helstu gjaldmiðlum heimshagkerfisins. Halldór Benjamín segir Samtök atvinnulífsins hafa haft áhyggjur af ástandinu í langan tíma.Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/GVA„Krónan er búin að styrkjast alveg gríðarlega á undanförnu misseri. Ef þú horfir á þrjár stóru stoðir atvinnulífsins þá hefur þetta bein áhrif á sjávarútveginn, þetta mun hafa áhrif á ferðaþjónustuna ef þetta er ekki þegar byrjað að hafa áhrif þar. Svo stendur eftir íslenskur iðnaður sem er orðinn ósamkeppnisfær,“ segir Halldór Benjamín. Samtök atvinnulífsins telja að stýrivextir þurfi að lækka hraðar. „Það yrði hvati til dæmis fyrir innlenda fjárfesta að fara utan með krónur, það myndi vera mótvægi við það innflæði sem á sér stað núna.“ Halldór Benjamín segir 0,25 prósenta lækkun, eins og Seðlabankinn tilkynnti um á síðasta vaxtaákvörðunarfundi, hafa nánast engin áhrif. Við séum með hæstu raunvexti allra okkar viðmiðunarlanda. „En ef þetta er fyrsta skrefið í vaxtalækkunarferli þá hefur það áhrif á væntingar á markaði og sálfræðileg áhrif.“ Hann telur að það liggi hjá Seðlabankanum að taka á neikvæðum áhrifum ef gengið verður of sterkt. Hann bendir þó á að ef fjármálaráðuneytið hefði lagt fram aðhaldssamari fjármálaáætlun til fimm ára þar sem skilað væri auknum afgangi hefði það að sjálfsögðu skilað rými til aukinnar vaxtalækkunar upp í hendurnar á Seðlabankanum. „Það er mikið af kjarasamningum lausum eða að losna, það er augljóst í mínum huga að það þarf að styðja við Seðlabankann við gerð kjarasamninga. Armar hagstjórnar þurfa að vinna saman,“ segir Halldór Benjamín. Í mars var þriggja manna verkefnisstjórn skipuð í tengslum við endurmat peningastefnunefndar. Nefndin, sem Ásgeir Jónsson hagfræðingur er í forsvari fyrir, á að skila niðurstöðum í árslok. Nefndin á meðal annars að finna þann ramma peninga- og gjaldmiðilsstefnu sem til lengri tíma litið er heppilegastur til að styðja við stöðugleika í hagkerfinu og þannig draga úr miklum sveiflum. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu verður nefndinni ekki gert að skila af sér fyrr þrátt fyrir áhyggjur aðila vinnumarkaðarins af genginu. Nefndin sé hvort sem er að vinna í miklum flýti og þurfi að eiga víðtækt samráð, einnig á enn eftir að finna erlenda ráðgjafa henni til aðstoðar.
Efnahagsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Krónan ekki verið sterkari síðan í júlí 2008 Íslenska gengisvísitalan fór niður fyrir 153 stig í morgun og hefur ekki farið lægra síðan í júlí 2008. 12. maí 2017 10:53 Búa sig undir frekari styrkingu krónunnar Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum mun líklega leiða til styrkingar krónunnar. Þetta getur ógnað enn frekar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri SI óttast landflótta fyrirtækja. 22. maí 2017 06:30 Krónan farin að hrekkja trillukarlinn mjög mikið Fólk í sjávarútvegi finnur nú fyrir versnandi afkomu vegna styrkingar krónunnar. Þetta kom fram í samtölum Stöðvar 2 á Snæfellsnesi. 21. apríl 2017 11:45 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Neitaði að borga reikninginn, hótaði löggu lífláti og fór í steininn Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Sjá meira
Krónan ekki verið sterkari síðan í júlí 2008 Íslenska gengisvísitalan fór niður fyrir 153 stig í morgun og hefur ekki farið lægra síðan í júlí 2008. 12. maí 2017 10:53
Búa sig undir frekari styrkingu krónunnar Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum mun líklega leiða til styrkingar krónunnar. Þetta getur ógnað enn frekar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri SI óttast landflótta fyrirtækja. 22. maí 2017 06:30
Krónan farin að hrekkja trillukarlinn mjög mikið Fólk í sjávarútvegi finnur nú fyrir versnandi afkomu vegna styrkingar krónunnar. Þetta kom fram í samtölum Stöðvar 2 á Snæfellsnesi. 21. apríl 2017 11:45