MotoGP heimsmeistarinn Nicky Hayden látinn Finnur Thorlacius skrifar 22. maí 2017 16:49 Nicky Hayden lenti í slysi á miðvikudaginn og lést af meiðslum sínum í kjölfarið. Nicky Hayden, sem varð heimsmeistari í MotoGP mótorhjólakeppnisröðinni árið 2006 er látinn 35 ára að aldri. Hayden lenti í árekstri við bíl á reiðhjóli á Ítalíu á miðvikudaginn síðasta og var fluttur á sjúkrahús í kjölfarið, en lést af sárum sínum um helgina. Nicky Hayden var frá Bandaríkjunum og var stundum nefndur „The Kentucky Kid“, en hann er síðasti Bandaríkjamaður sem unnið hefur MotoGP keppnisröðina. Árið sem hann vann MotoGP keppnisröðina háði hann mikla rimmu við hinn ennþá frægari ökumann Valentino Rossi og hafði betur á endanum. Nicky Hayden byrjaði að aka mótorhjóli sem smákrakki og fékk mikinn stuðning foreldra sinna við mótorhjólaáhuga sinn. Nicky Hayden var ávallt með keppnisnúmerið 69 og sagði sjálfur að það væri vegna þess að hann dytti svo oft á hjólinu, en með þetta númer skipti ekki máli hvort hann snéri upp eða niður. Hayden keppti ávallt fyrir Honda, vann MotoGP titilinn á Honda hjóli og hafði frá því í fyrra keppt í World Superbike keppnisröðinni í Red Bull Honda World Superbike-liðinu. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent
Nicky Hayden, sem varð heimsmeistari í MotoGP mótorhjólakeppnisröðinni árið 2006 er látinn 35 ára að aldri. Hayden lenti í árekstri við bíl á reiðhjóli á Ítalíu á miðvikudaginn síðasta og var fluttur á sjúkrahús í kjölfarið, en lést af sárum sínum um helgina. Nicky Hayden var frá Bandaríkjunum og var stundum nefndur „The Kentucky Kid“, en hann er síðasti Bandaríkjamaður sem unnið hefur MotoGP keppnisröðina. Árið sem hann vann MotoGP keppnisröðina háði hann mikla rimmu við hinn ennþá frægari ökumann Valentino Rossi og hafði betur á endanum. Nicky Hayden byrjaði að aka mótorhjóli sem smákrakki og fékk mikinn stuðning foreldra sinna við mótorhjólaáhuga sinn. Nicky Hayden var ávallt með keppnisnúmerið 69 og sagði sjálfur að það væri vegna þess að hann dytti svo oft á hjólinu, en með þetta númer skipti ekki máli hvort hann snéri upp eða niður. Hayden keppti ávallt fyrir Honda, vann MotoGP titilinn á Honda hjóli og hafði frá því í fyrra keppt í World Superbike keppnisröðinni í Red Bull Honda World Superbike-liðinu.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent